Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 7

Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 7
fótur við fót. Mér hefur sjaldan þótt fætur fallegir og þótti alveg nóg um“. Tilviljunin hagaði því svo, að varaforseti IBM, kona að nafni Ruth Leach, hafði kynnzt Kristínu á Ítalíu, er hún starfaði sem túlkur með bandaríska hernum. Hún sagði forseta fyrirtækisins, Thomas J. Wat- son, frá þessari íslenzku stúlku og ýmsu því er hana hafði hent þar suður frá. Þegar svo Kristín kom til New York, gerði hann henni þegar boð — „og áður en ég vissi af, var ég komin á skóla IBM í Endicott til þess að læra á og selja IBM-vélar. Ég á mynd af mér með herra Watson frá því ég braut- skráðist frá skólanum. Hann var mér af- skaplega góður — og sagði, að ísland ætti að verða sitt 80. viðskiptaland, — ég ætti að opna þar skrifstofu. Svo vildi hann endilega, að ég héldi stutta ræðu — en ég gat lítið sagt, annað en að ég hefði nú alltaf verið montin af mínu landi — sennilega alltof montin — en nú fyndist mér eiginlega að landið mitt gæti í fyrsta sinn verið montið af mér, úr því að ég komst í gegnum þennan skóla. Hann var óskaplega erfíður — og ég, sem skildi ekkert í reikningi“. Dvöl Kristínar í Bandaríkjunum og starf hennar hjá IBM og Sameinuðu þjóðunum væri í sjálfu sér fyllilega nægilegt efni í blaðagrein — og vel það — en áður en hún kom þangað, höfðu þeir atburðir gerzt í lífi hennar, sem fáir íslendingar ef nokkrir hafa lifað og mig fýsti mjög að heyra frá- sögn hennar af þeim. í þúfunum hafði ég mitt hugarflug Ég vissi það eitt, að hún hafði lent í fanga- búðum fasista á Ítalíu og ekki alltaf átt sjö dagana sæla — og þegar ég á dögunum frétti, að hún hefði komið í stutta heim- sókn til íslands, fór ég þess á leit við hana, að hún segði mér meira frá þessum tíma. Hún varð við þeirri beiðni — og dag einn, er úti geysaði stormur og hríðarbyljir dundu á gluggum, sátum við saman í hlýrri og notalegri stofu vestur á Högum og hún sagði mér undan og ofan af því, sem á daga hennar hafði drifið, þar til hún kom til Bandaríkjanna í lok styrjaldarinnar. Hún fæddist að Litlu-Giljá í Húnavatns- sýslu og ólst þar upp til níu ára aldurs með móður sinni. Faðir hennar féll frá, er hún var aðeins hálfs annars árs og varð móðirin því ein að berjast fyrir því að koma börn- um sínum á legg. — Litla-Giljá var afskaplega fallegur stað- ur, sagði Kristín, — Nú er búið að breyta þar öllu og tún öll orðin slétt, en eitt af því, sem mér þótti vænzt um í gamla daga, var þúfuskák skammt frá bænum. Pabbi hefur líklega ekki haft efni á að slétta hana. í þessum þúfum hafði ég allt mitt hugmynda- ílug — þar bjó ég mér hýbýli, fínar stofur og glæsilega ganga. Já, mér þótti vænt um þúfurnar — og ána, Giljá heitir hún og eyrarrósir uxu þar á bökkum. Þar veiddum við smásíli. A Islandi 1967

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.