Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 13
í
Texti:
Silja Aðalsteinsdóttir
1905
1919
Um 1870 urðu föt aftur
íburðarmikil, en nú klæddust
konur ekki lengur sömu fötum
hversdagslega og spari. Kom
það meðal annars til af aukn-
um hreinlætiskröfum. Reyndu
konur nú, sem mest þær máttu,
að losna við lífstykkin, sem
höfðu pínt þær öldum saman.
En árið 1910 átti konan enn
að vera fött í baki og barmhá.
Það var ekki fyrr en eftir
heimstyrjöldina fyrri, að kjól-
ar fóru að styttast og víkka
og verða sæmilega þægilegar
flíkur.
1925 hækkaði pilsfaldurinn
mjög og nam nú við hné.
Huldu þá konur augu sín með
höttum í stað þess að hafa
áður hulið hnén með pilsun-
um. 1930 síkkuðu pilsin aftur,
sérstaklega samkvæmispils, en
styttust enn 1939.
1927
1947
Eftir seinni heimstyrjöldina,
eða 1947, kom fram á sjónar-
sviðið maður að nafni Christ-
ian Dior, sem síðar hlaut
viðurnefnið „konungur tízk-
unnar“. Bar hann nafn með
rentu, því að hann drottnaði
í þessu ríki sínu samfleytt í
tíu ár. Eftir honum höfðu
menn, að hnén væru ljótasti
hluti kvenlíkamans og drógu
nú konur um víða veröld
pilsin niður fyrir hné í ofboði.
Hann var sannkallaður harð-
stjóri, og höfðu konur boðorð
hans í heiðri þó nokkur ár
eftir andlát hans 1957
Upp úr 1960 fóru pilsin
aftur að styttast, hvað sem
öllum hnjám leið og er nú
svo komið, að þau eru nánast
horfin. Má nú sjá greinilegan
svip með lubbalegu, germ-
önsku stelpunni á bronsöld og
ungu stúlkunum, sem spóka
sig á Austurstræti í dag.
1967
*8
H