Fréttablaðið - 28.03.2013, Side 27

Fréttablaðið - 28.03.2013, Side 27
EMMA Í VAX Leikkonan Emma Watson sem flestir þekkja úr Harry Potter-myndunum er nú til sýnis í Madame Tussaud‘s-vaxlistasafninu í London. Emma er klædd í svartan Elie Saab- kjól. Fjóra mánuði tók að móta styttuna. Matreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta- kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur upp- skrift að ferskum hátíðarfugli með sítrónum og rós- maríni. Rétturinn er er fyrir sex manns og borinn fram með bökuðum kartöflum, steiktu grænmeti og salati. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þessa ljúffenga hátíðarmáltíð annað kvöld klukkan 21.30 á sjónvarps- stöðinni ÍNN. Þætt irnir verða svo endursýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. 1 ferskur hátíðarfugl 2,2-2,5 kíló 2 sítrónusneiðar 2 msk. rósmarínnálar 2 msk. bráðið smjör Salt og nýmalaður pipar AÐFERÐ Smeygið hendinni undir haminn á fuglinum og losið hann frá bringunum alveg niður að lærum. Setjið sítrónurnar, rósmarínið og smjörið undir haminn á fuglinum og kryddið fuglinn með salti og pipar. Bakið í ofnskúffu við 180 gráður í einn og hálfan til tvo tíma eða þar til kjarnhiti er 71°C. Þegar 10 mínútur eru eftir af steikingartímanum er vatni hellt í ofnskúffuna. Rósmarín og hvítlaukssósa 2 msk. olía 1 laukur, smátt saxaður 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 1-2 msk. rósmarínnálar 2 dl hvítvín 2½ dl rjómi 2 dl soð úr ofnskúffunni 1-2 msk. kjúklingakraftur 40 g kalt smjör í teningum Sósujafnari Salt og nýmalaður pipar AÐFERÐ Hitið olíuna í potti og kraumið laukinn, hvítlaukinn og rós- marínið í tvær mínútur án þess að brúna. Bætið þá hvítvíninu í pottinn og sjóðið niður í síróp. Rjómanum, soðinu og kjúklinga- kraftinum bætt út í og þykkt með sósujafnara. Takið pottinn af hellunni og hrærið smjörinu saman við þar til smjörið hefur bráðnað. Berið fuglinn fram með bökuð- um kartöflum, steiktu grænmeti og salati. FERSKUR HÁTÍÐARFUGL MEÐ SÍTRÓNUM OG RÓSMARÍNI Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is Mikið af flottum tilboðum TÆKIFÆRISGJAFIR Margar gerðir Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.