Fréttablaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 2
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2FRÉTTIR 2➜11
SKOÐUN 12➜18
HELGIN 22➜46
SPORT 70➜72
MENNING 56➜78
Theodóra Guðrún Hrafnsdóttir var
í fyrra valin Reykvíkingur ársins fyrir
uppgræðslustarf sitt í lundinum við
Rituhóla. Skógurinn var grisjaður af
íbúum í Breiðholti án tilskilinna leyfa.
„Mér varð um– ég fékk áfall. Þetta er alveg hræði-
legt,“ sagði Theodóra.
Þórunn María Örnólfsdóttir leigði íbúð
á Akranesi og brá heldur í brún þegar
í ljós kom að leigusalinn hafði ákveðið
að hætta að greiða af húsnæðisláninu.
Íbúðin fór því á nauðungaruppboð en
Þórunn hafði þá greitt 105 þúsund á mánuði í vasa
leigusalans.
Katrín Aðalsteinsdóttir ól tvíbura-
dætur sínar, Halldóru Gyðu og Þóru
Margréti Halldórsdætur, í janúar. Þá
hafði hún gengið með þær í einungis
25 vikur. Full meðganga er um 40 vikur.
Erla Bolladóttir kærði lög-
reglumann sem fór með
rannsókn í Guðmundar- og
Geirfinnsmálinu fyrir kyn-
ferðisofbeldi. Maðurinn,
sem er enn starfandi innan lögreglunnar,
verður ekki ákærður. Brotið, sem átti sér
stað árið 1976, er fyrnt.
FIMM Í FRÉTTUM SKÓGARHÖGG OG SVAMPUR SVEINSSON
NÁTTÚRA „Ég var í heilsubótar-
göngu á Ketillaugarfjalli þegar ég
rakst á hreindýrið þarna á toppi
fjallsins. Hingað til hef ég aldrei
rekist á neitt kvikt þarna nema
fugla,“ segir Sigurður Ragnars-
son, nemi frá bænum Akurnesi í
Nesjum.
Sigurður lagði á fjallið 17. apríl
og þegar hann var kominn í um
600 metra hæð tók hann eftir
dýrinu þar sem það stóð á eystri
hluta tindsins, en hann er klof-
inn frá þeim vestari með kletta-
skorum. „Töluvert klettaklöngur
er að komast þarna upp og ljóst
að dýrið hefur þurft að hafa fyrir
þessu. Þegar dýrið varð vart við
mig fór það í skjól sunnan í tind-
inum. Mér datt fyrst í hug að dýrið
væri í sjálfheldu,“ segir Sigurður
sem gat ekki fylgst með því hver
næstu skref dýrsins voru. „Það var
náttúrulega frekar skrítið að rek-
ast á eitt dýr þarna uppi. Á þessum
árstíma halda þau sig flest á eða
við tún bænda,“ segir Sigurður,
sem ráðfærði sig við Skarphéðin
Þóris son, sérfræðing hjá Náttúru-
stofu Austurlands (NA).
Í svari hans kemur fram að
hreindýrið var veturgamall tarf-
ur; líklega að sækja í æti. Staður-
inn bendi til að dýrið var vel á
sig komið, en NA hafa áður bor-
ist fregnir af hreindýrum uppi á
fjallstindum, og það jafnvel mörg
saman. Eins hafi merki frá „sendi-
tækjakusunni Grímu“ sýnt að hún
dvaldi í júníbyrjun 2009 í þúsund
til tólf hundruð metra hæð í Þjófa-
dölum á bak við Snæfell, sem rís í
1.833 metra hæð 20 kílómetra norð-
austan Brúarjökuls í norðanverðum
Vatnajökli. svavar@frettabladid.is
Rakst á hreindýr á
illkleyfum fjallstindi
Sigurður Ragnarsson rakst á hreindýr á heilsubótargöngu á tindi Ketillaugarfjalls í
Nesjum. Þetta háttalag hreindýra er þó ekki einsdæmi, að sögn líffræðings.
TARFUR Á TINDI Tarfurinn er veturgamall og var sennilega að sækja í æti. Höfn í Hornafirði í baksýn. MYND/SIGURÐUR RAGNARSSON
ÚTIVIST Áætlað er að gera malbikaðan
hjólreiða- og göngustíg þvert fyrir
Elliðaárdal með tilheyrandi brúm yfir
báðar kvíslar árinnar.
Tillögu um þessa nýju samgönguæð
frá umhverfis- og skipulagssviði var í
skipulagsráði vísað til umsagnar aðila
sem ráðið telur eiga hagsmuna að
gæta varðandi framkvæmdina. Þetta
eru Veiðimálastofnun, Fiskistofa,
Orkuveita Reykjavíkur og Landssam-
band hjólreiðamanna.
Stígurinn á að liggja um það bil frá
undirgöngum sunnan Bústaðavegar
að gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal. Á
miðri leið á að vera áningarstaður við
hringtorg. - gar
Umhverfis- og skipulagsvið með tillögu um betri aðstöðu fyrir hjólreiðafólk:
Malbikað og brúað í Elliðaárdal
NÝ BRÚ Brúa á neðan laxateljarans í
eystri kvísl Elliðaánna.
SAMSETT MYND/LANDSLAG
Til leigu verslunarhúsnæði við Fjarðargötu 19 í miðbæ Hafnarfjarðar.
Hægt er að leigja húsnæði á bilinu 130 til 364,2 fermetrar.
Góð bílastæði, gott aðgengi og stórir gluggar. Húsnæðið er laust.
Uppl. veita Úlfar Þór Davíðson s: 897-9030 og
Gunnar Skúli Guðjónsson 696-7008
Til leigu verslunarhúsnæði
á besta stað í miðbæ Hafnarfjarðar
TIL
LEI
GU
LÚTA EIGIN
LÖGMÁLUM 30
Mótorhjólakappar í Kansas
eru viðfangsefni ljósmyndar-
ans Spessa á sýningunni
Nafnlaus hestur.
SKÍNANDI
SUMARLITIR 32
Flíkur með málmáferð setja
skemmtilegan svip á sumar-
dressið.
HLEMMUR VAR
ÓMERKILEG BRÚ 36
Hlemmur, Skuggahverfi ð og
Þingholt. Í Reykjavíkurborg
má fi nna fj ölda örnefna sem
ekki allir þekkja söguna á
bak við.
KRAKKAR 44
KROSSGÁTA 46
NÝR MATREIÐSLUÞÁTTUR 60
Árni Ólafur Jónsson tók Borgarfj örðinn fram
yfi r Manhattan.
SJÓÐHEITUR POPPARI OG
TÍSKUÁHUGAMAÐUR 64
Pharrell Williams er einn heitasti tónlistar-
maðurinn í dag.
GERIR BÓK ÚR BLOGGINU 78
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir undirbýr
útgáfu sinnar fyrstu matreiðslubókar.
KREFST 366 MILLJÓNA 4
Slitastjórn Glitnis hefur stefnt fi mma
manns vegna láns sem veitt var til Stíms.
DAUÐAREFSING
MÖGULEG 6
Saksóknari fer líklega fram á dauðarefs-
ingu yfi r Ariel Castro, sem hélt þremur
stúlkum föngnum í um áratug.
BÚIÐ AÐ AFMÁ STAFINA
Í HVERFJALLI 6
„Það skortir úrræði á Ís-
landi til að bregða fæti
fyrir ólöglegt niðurhal.“ 10
Snæbjörn Steingrímsson,
framkvæmdastjóri Smáís.
➜ Ágúst Freyr Kristinsson, annar af hugmyndasmiðum teiknimyndaþáttanna
Space Stallions, greindi frá því í vikunni að hópurinn hefði fengið höfund Svamp
Sveinssonar og Beavis and Butthead, til þess að þróa handrit að teiknimyndaseríu.
SKAMMTÍMALAUSNIR 12
Þorsteinn Pálsson skrifar um Ísland á alþjóða-
vettvangi.
HVER BER ÁBYRGÐINA? 16
Ólafur Hallgrímsson skrifar um afl eiðingar Kára-
hnjúkavirkjunar og áhrif á lífríkið í Lagarfl jóti.
PETTINELLA ÁTTI ÓLÖGLEGA
DRYKKINN 70
Ómar Örn Sævarsson var dæmdur í leikbann fyrir
að neyta orkudrykkjar liðsfélaga síns.
ÚRSLITIN RÁÐAST Á WEMBLEY 72
Manchester City og Wigan eigast við í úrslitaleik
ensku bikarkeppninnar í dag.