Fréttablaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 104
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 72
www.kaupa.is • Sími: 466 1600
Til leigu mjög vel stað-
sett verslunar húsnæði
á jarðhæð við aðal
umferðargötu bæjarins.
Húsnæðið er 470m² með
lager og með aðkomu
bæði frá Glerárgötu og
Hvannavöllum. Stórir
gluggar með með miklu
auglýsingarlegu gildi.
Frekari upplýsingar
veitir Björn í síma
466 1600 eða
bubbi@kaupa.is
Verslunarhúsnæði – Akureyri
Til SÖLU
GLÆSILEGT GISTIHEIMILI
Til sölu er glæsilegt og vandað gistiheimili, um er að ræða
bæði húsnæði og rekstur. Gistiheimilið er mjög vel staðsett
miðsvæðis í Reykjanesbæ, þannig að það er stutt bæði í
miðbæinn og á Keflavíkurflugvöll. Aðkoman er mjög góð og
næg bílastæði.
Fasteignin er vel byggð og í góðu ástandi, stærð hússins
er um 406,9 fm. Í húsinu eru 13 herbergi með mögulega
gistiaðstöðu fyrir allt að 29 gesti. Rúmgóður borðsalur og
setustofa eru í húsinu. Það er möguleiki fyrir rekstraraðila
að búa í húsinu. Gistiheimilið er mjög vel búið og er í fullum
og góðum rekstri.
Hér er um að ræða verðmætan möguleika fyrir rétta aðila.
Upplýsingar í síma 896-2822.
Halla Unnur
Helgadóttir
Löggiltur
fasteignasali
Fasteignasalan Torg – Garðatorgi 5 – 210 Garðabæ
Sími: 520 9595 – Fax: 520 9599 – www.fasttorg.is
STÓRGLÆSILEGT LÚXUS SUMARHÚS
ÁSAMT GESTAHÚSI, SAUNAHÚSI
OG 300m2 VERÖND MEÐ HEITUM POTTI
VERIÐ VELKOMIN Í OPIÐ HÚS, SJÓN ER SÖGU RÍKARI.
KERHRAUN 54 - GRÍMSNESI
Einstaklega glæsilegt og vandað lúxus
sumarhús / heilsárshús í Kerhrauni í
Grímsnesi sem á fáa sína líka. Mjög
vandaðar innréttingar og tæki. Falleg
lýsing. 4 svefnherbergi.
Eldhús með eyju og
stofa eru í einu rými.
Húsið stendur á
5200 fm eignarlóð
sem skartar afar
miklu útsýni til allra
átta. Allt innbú getur
fylgt með eigninni.
Uppl. kort og leiðbeiningar
um staðsetningu veitir Edda
sölufulltrúi í síma 6-600-700
eða edda@fasttorg.is
OPIÐ HÚS
LAUGARD.
11. MAÍ KL.
13:00-14:00.
MÓBERG 2 - HAFNARFIRÐI
TIL SÖLU 230, 2 HA. JÖRÐ -
KALDAKINN Í RANGÁRÞINGI YTRA
Fjarðargötu 17, Hf.
Sími 520 2600
as@as.is
www.as.is
Eiríkur Svanur
Sigfússon
lögg. fasteignasali
SÉRLEGA FALLEGT 226 fm parhús, þar af er bílskúr 28 fm á
GÓÐUM STAÐ í Setberginu. 5 svefnherbergi. Rúmgóðar svalir
í SUÐVESTUR. Flott útsýni. Falleg ræktuð lóð, verönd m/
skjólveggjum. Stutt í skóla og leikskóla.
Laust fljótlega. Verð 49,5 millj.
Brynhildur tekur á móti gestum, s. 565-1372
Jörðin er staðsett á mótum Landvegar og Árbæjarvegs með
VÍÐÁTTU ÚTSÝNI. 50 ha ræktað land. Landið er mjög gróið
og grasgefið. Tilraunaborun eftir heitu vatni hefur fari fram.
Öll tilskilin leyfi fyrir ferðaþjónustu. Veiðiréttindi. Á landinu er
gott 110,8 ÍBÚÐAHÚSNÆÐI. 2 GESTAHÚS annað 80,4 fm og
hitt 38,2 fm. Gott 327,1 fm HESTHÚS pláss fyrir 12-16 hross og
GISTIAÐSTAÐA í efri hæð. 160 fm FJÁRHÚS (skemma).
Allar þessar eignir eru í góðu standi byggðar frá
1983 til 2010. VERÐ 90.000.000,-
OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 12. MAÍ KL. 14-15
OP
IÐ
HÚ
S
Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali.
Suðurgata 7, 101 Reykjavík - www.hibyli.is - hibyli@hibyli.is - Sími: 585 8800 - Fax: 585 8808
STÓRAGERÐI 5, REYKJAVÍK
OPIÐ HÚS Í DAG, LAUGARDAG MILLI KL. 13:00 og 13:30
Mjög falleg og algjörlega endurnýjuð
80,8 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð
með sérinngangi. Íbúðin skiptist í
forstofu, hol, tvö svefnherbergi með
fataskápum, rúmgóða stofu, eldhús og
baðherbergi. Flísar á forstofu, eldhúsi
og baðherbergi. Harðparket á stofu og
herbergjum. Vatns- hita- skólp- og raflagnir eru nýjar. Öll gólfefni og inn-
réttingar sem og hurðir eru nýjar. Ný blöndunartæki og ofnar.
Eignin verður sýnd í dag, laugardag milli kl. 13 og 13:30
OP
IÐ
HÚ
S
FÓTBOLTI Wigan og Manchester City
mætast á Wembley-leikvanginum í
London í 132. úrslitaleik enska bik-
arins á laugardag. City getur unnið
titilinn í sjötta skipti og í annað
skiptið á þremur árum. Eftir 43 ára
bið vann City loks stóran titil á Eng-
landi og ári síðar kom Englands-
meistaratitillinn eftirsótti í hús.
„Ég held að hvorugt liðið sé lík-
legra fyrir fram til að vinna bikar-
inn,“ segir Roberto Mancini, knatt-
spyrnustjóri Manchester City.
Ítalinn er líklega sá eini á jörðinni
sem heldur slíku fram enda himinn
og haf á milli styrkleika liðanna.
Fráfarandi Englandsmeistarar City
sitja í 2. sæti deildarinnar en Wigan
berst fyrir lífi sínu í 18. sæti. City
hefur aðeins fengið á sig eitt mark í
leikjum sínum sex í keppninni hing-
að til en meiðsli hrjá varnarmenn
Wigan.
Wigan hefur aldrei unnið stóran
titil. Stærsta hnossið í 81 árs sögu
félagsins er sigur í C-deildinni árið
1999. „Það vita allir að City er lík-
legri aðilinn. Hins vegar eru fjöl-
mörg dæmi um afar óvænt úrslit
ef rýnt er í söguna,“ segir Roberto
Martinez, stjóri Wigan. Dave Whel-
an, eigandi og stjórnar formaður
Wigan, hefur breytt Wigan úr
óþekktu neðrideildarliði í enskt
úrvalsdeildarlið. Nú er FA bikar-
inn handan við hornið en Whel-
an spilaði á sínum tíma í úrslitum
með Blackburn sem tapaði gegn
Wolves. Hann lauk keppni í leikn-
um á undan áætlun vegna fótbrots.
„Hann þurfti frá að hverfa í
úrslitaleiknum árið 1960 og á
óunnið verk fyrir höndum á Wem-
bley. Við hjálpum honum til þess að
hann geti leitt liðið út á völlinn og
lokið hringnum,“ segir Martinez
um Whelan.
Skotinn lyftir sínum síðasta
Hvort sem háværir nágrannar
Sir Alex Ferguson og félaga í
Manchester United fagna bikar-
meistaratitli á laugardeginum eða
ekki verður borgin máluð rauð á
sunnu deginum. United tekur á móti
Swansea í síðasta heimaleik Fergu-
sons og verður Englandsmeistara-
bikarinn afhentur í leikslok.
Tilkynnt var í vikunni að Fergu-
son myndi hætta sem stjóri Rauðu
djöflanna og nú er ljóst að eftir-
maður hans verður David Moyes,
núverandi stjóri Everton.
Tár féllu þegar Ferguson til-
kynnti leikmönnum sínum tíðindin
og ekki er ólíklegt að svipað verði
uppi á teningnum í leikslok á sunnu-
dag. Svo skemmtilega vill til að það
var einmitt enski bikarinn sem kom
Ferguson á kortið hjá Manchester
United. Eftir 43 mánaða titla-
lausa vertíð sem stjóri United þar
sem heitt varð orðið undir sætinu
vann United enska bikarinn. Í dag
er rauða liðið í Manchester sigur-
sælasta lið enskrar knattspyrnu
með 20 Englandsmeistaratitla og
11 bikarmeistaratitla. Þar af hefur
Ferguson unnið þrettán og fimm.
kolbeinntumi@365.is
Bikargleði í Manchester?
Líklegt er að eintóm fagnaðarlæti brjótist út í Manchester-borg um helgina. Sir Alex Ferguson stýrir United í
síðasta skipti þegar félagið fær Englandsmeistarabikarinn afh entan í 20. skipti. Aðeins Wigan getur komið í
veg fyrir að ljósblái hluti borgarinnar fagni líka á laugardeginum þegar liðið mætir City í úrslitum bikarsins.
VILL BIKARINN Tekst báðum liðunum frá Manchester að vinna titil í ár? GETTY AFREK Tekst Roberto Martinez að láta draum Dave Whelan rætast? GETTY
Kenny Dalglish er eini spilandi
þjálfarinn sem hefur unnið
bikarinn. Það gerði hann með
Liverpool 1986.
Ashley Cole hefur oftast allra
orðið bikarmeistari, sjö sinnum.
Didier Drogba hefur oftast allra
skorað í bikarúrslitaleiknum,
fjórum sinnum.
Louis Saha tók sér stystan tíma
allra til að skora mark í úrslita-
leik, eftir aðeins 25 sekúndur fyrir
Everton árið 2009.
Curtis Weston er sá yngsti til að
spila í úrslitum. Hann var 17 ára og
119 daga í 3-0 tapi Millwall gegn
Man. Utd árið 2004.
Dave Beasant varð í úrslita-
leiknum 1988 fyrsti markvörðurinn
til að verja vítaspyrnu.
Kevin Moran varð fyrsti leik-
maðurinn til að fá rautt spjald
í úrslitaleiknum, með Man. Utd
gegn Everton árið 1985.
Aðeins einu sinni hafa úrslit
ráðist í vítaspyrnukeppni. Þá lagði
Arsenal lið Manchester United árið
2005.
➜ Sögulegir
úrslitaleikir í
enska bikarnum