Fréttablaðið - 11.05.2013, Síða 90

Fréttablaðið - 11.05.2013, Síða 90
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 58 BÓKIN SEM BREYTTI LÍFI MÍNU Þórhildur Ólafsdóttir fréttamaður Bróðir minn ljónshjarta Astrid Lindgren 11. MAÍ 2013 Tónleikar 14.00 Tónlistarævintýri eftir færeyska þríeykið Rakel Helmsdal rithöfund, Kára Bæk tónskáld og myndskreytinn Janus á Húsagarði flutt af Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Sögumaður er Benedikt Erlingsson en stjórnandi Bernharður Wilkinson. 17.00 Útskriftartónleikar Ingibjargar Guðnýjar Friðriksdóttur í Norður- pólnum. Hún lýkur BA-gráðu í tón- smíðum frá LHÍ í vor. 20.00 Í tilefni Evrópudagsins 2013 stendur Evrópustofa fyrir hátíðar- tónleikum í Eldborgarsal Hörpu, með Ungsinfóníu Evrópusambandsins og söngvurum frá Evrópsku óperu- miðstöðinni undir stjórn hins virta hljómsveitarstjóra Laurent Pillot og er aðgangur ókeypis. Leiklist 12.00 Í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að Félagsheimilið Gjábakki hóf starfsemi sína ætlar Nafnlausi hópurinn í Kópavogi að frumsýna söglulegt leikrit sem hefur hlotið nafnið Gerðu það sjálfur góði. Sýnt í salnum, Kópavogi. Fræðsla 13.30 Í tilefni 50 ára afmælis Sólheima- safns verður farið í bókmenntagöngu um Heima- og Vogahverfi. Lagt er af stað frá Sólheimasafni, Sólheimum 27. Fjallað verður um og lesið úr verkum skálda og listamanna sem eru búsettir í hverfinu eða hafa búið þar um langa hríð. Skáldin Einar Már Guðmundsson, Olga Guðrún Árnadóttir og Salka Guð- mundsdóttir munu mæta í gönguna og lesa úr verkum sínum. Uppákomur 10.00 Hjóladagur Vesturbæjar haldinn við Hagaskóla. Ýmsar uppákomur í tilefni dagsins. Skrúðhjólatúr hefst klukkan 11 og skiptihjólamarkaður. 13.00 Vínylmarkaður á Kex Hostel, Skúlagötu. Einungis íslensk músík til sölu. Dansleikir 23.00 Hljómsveitin Skítamórall leikur á Skemmtistaðnum SPOT Kópavogi. Tónlist 11.30 Barnastund Sinfóníuhljómsveitar Íslands er ætluð yngstu hlustendunum. Í henni er flutt tónlist í um það bil 30 mínútur í Hörpuhorninu á 2. hæð fyrir framan Eldborg. 22.00 Andrea Gylfa og Bíóbandið flytja margar af fínustu perlum kvikmynda- sögunnar á Café Rosenberg. 22.00 Mugison, Maggi Eiríks og KK vera með tónleikana Blúsinn nærir og græðir í Edinborgarhúsinu. Hljóm- sveitin Playmo standa fyrir dansleik í húsinu að loknum tónleikunum. Myndlist 11.00 Síðasta sýningarhelgi á ljós- myndasýningunum Ljósmyndun á Íslandi 1970-1990 og Nýjar myndir- gömul tækni í Þjóðminjasafni Íslands. 14.00 Sýningni Re member Iceland opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri. 14.00 Steinunn Marteinsdóttir opnar sýningu sína VÆTTIR OG VÆNTUM- ÞYKJUFÓLK í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin stendur til 7. júní og er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins. Nánari upplýsingar er að finna á www.bokmos. is. 15.00 Gjörningurinn High-fi sýndur í Populus tremula á Akureyri. Egill Logi Jónasson (89), Hekla Björt Helga- dóttir (85) og Þorgils Gíslason (83) hafa undanfarið leigt saman vinnustofuna Krónikk á Akureyri. Í kjölfar óhóflegrar eyðslu á tíma og orku saman hefur þríeikið ákveðið að afhjúpa fyrstu sam- vinnu sína: Gjörninginn High-fi. 16.00 Myndlistarskóli Kópavogs opnar sýningu í Gerðarsafni í tilefni þeirra tímamóta að hann er 25 ára á þessu ári. Á sýningunni verða verkefni nem- enda skólans á vorönn sem nýlokið er og mun hún standa til 2. júní. 16.00 Avant-garður 3 haldinn í undirgöngunum undir Miklubraut við Lönguhlíð. 16.00 Sýningin Sagnabrunnur- Ásmundur og bókmenntir opnar í Ásmundarsafni. 20.00 Páll Ivan frá Eiðum og Elín Anna Þórisdóttir opna sýninguna Gulldreng- inn í Kunstschlager, Rauðarárstíg 1. Útivist 11.00 Boðið upp á fjölskyldugöngu á Álftanesi þar sem gengið verður frá bókasafninu á Álftanesi að Jörva þar sem María B. Sveinsdóttir ábúandi tekur á móti hópnum og leiðir göngu um svæðið kringum Jörva og Skansinn. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is LAUGARDAGURHVAÐ? HVENÆR? HVAR? Áhrifamesta bók sem ég hef lesið er Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. Eitthvað segir mér að ég sé ekki sú fyrsta til að nefna hana hér í þessum dálki. Þetta er algerlega dásamleg bók, svo marglaga, falleg og ljóðræn. Ég man eftir því þegar ég heyrði þessa bók fyrst – því hún var lesin fyrir mig áður en ég varð sjálf læs. Svo las ég hana sjálf, líklega sjö eða átta ára, og ég hef lesið hana á hverju ári eftir það. Þetta er sem sagt bók sem hefur fylgt mér í lífinu. Ég man hvernig ég upplifði hana sem barn, hvernig ég skildi hana sem táningur, hvað hún sagði mér þegar ég varð fullorðin. Ég kann hana samt ekki utanbókar og gleymi í raun alltaf um hvað hún er. Kannski er hún um eitthvað nýtt í hvert sinn sem hún er lesin? Ég pældi gríðarlega í bókinni þegar ég lærði bókmenntafræði í Háskólanum og fékk í hend- urnar alls kyns fræðigleraugu til að skoða bækur með. Nú er ég hins vegar á tímabili þar sem ég er ekkert að reyna að túlka neitt. Ég les bara bókina. Og græt. Ungsinfónía Evrópusambandsins og söngvarar frá Evrópsku óperu- miðstöðinni leika undir stjórn Laur- ents Pillot á hátíðartónleikum í Eldborgar sal Hörpu í kvöld klukkan átta. Tilefni tónleikanna er Evrópu- dagurinn sem er haldinn hátíðleg- ur 9. maí ár hvert, en þann dag árið 1950 var lögð fram yfirlýsing sem lagði grunninn að stofnun Evrópu- sambandsins. „Þetta er annað árið sem Evrópu- stofa stendur fyrir sérstökum tón- leikum í tilefni dagsins. Dagskrá- in að þessu sinni er undir írskum áhrifum, í tilefni þess að frændur vorir Írar fara um þessar mund- ir með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins,“ segir Bryn- dís Nielsen, framkvæmdastýra Evr- ópustofu. Boðið verður upp á ýmsar þekkt- ar perlur úr tónlistarsögunni í flutningi Ungsinfóníu Evrópu- sambandsins (e. European Union Youth Orchestra) sem sameinar hæfileikaríkasta unga tónlistar- fólk Evrópu undir stjórn heims- þekktra hljómsveitarstjóra. Hljóm- sveitin hefur getið sér gott orð um allan heim en tónlistarstjóri henn- ar er enginn annar en Vladimir Ashkenazy. Ungsinfónían er fjár- mögnuð með styrk frá Menningar- áætlun ESB og ríkisstjórnum hinna 27 aðildarríkja ESB. Söngvarar Evrópsku óperu- miðstöðvarinnar (e. European Opera Centre) eru einnig á heims- mælikvarða en miðstöðin var stofnuð á sínum tíma til að brúa nám og atvinnumennsku fyrir ungt, evr- ópskt afburðafólk á óperu sviðinu og hafa nokkrir íslenskir söngvarar tekið þátt í starfsemi hennar. Tónleikarnir hefjast klukkan átta og er aðgangur ókeypis. Hlemm- ur, Skuggahverfið og Þingholt. Í Reykjavíkurborg má finna fjölda örnefna sem ekki allir þekkja söguna á bak við. Írsk áhrif á Evróputónleikum Fluttar verða perlur úr tónlistarsögunni á Evróputónleikum í Eldborg. UNGSINFÓNÍAN Evrópskir hljóðfæraleikarar sameinast í þessari sveit. Hljómsveitin Skítamórall kemur saman og leikur á dansleik á Spot í Kópavogi. Hljómsveitin lofar því að allir slagararnir verða teknir, Fljúgum áfram, Farin, Hún, Þú veist hvað ég meina mær, Myndir og allir hinir. ÓKEYPIS AÐGANGUR ALLIR VELKOMNIR EVRÓPSKI ÓPERUDAGURINN TÓNLEIKAR Í ANDDYRI HÖRPU Í DAG KL. 17 HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR OG GISSUR PÁLL GISSURARSON SYNGJA ÓPERUARÍUR OG DÚETTA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.