Fréttablaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 62
| ATVINNA |
www.vedur.is
522 6000
Sérfræðingur á sviði vatna- og straumfræði
Veðurstofa Íslands er opinber stofnun
sem heyrir undir umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytið. Hjá stofnuninni starfa um
130 manns með fjölbreytta menntun
og starfsreynslu sem spannar mörg
fræðasvið. Auk þess starfa um 120 manns
við athugana- og eftirlitsstörf víðsvegar um
landið. Hlutverk stofnunarinnar er öflun,
varðveisla og úrvinnsla gagna, sem og
miðlun upplýsinga á helstu eðlisþáttum
jarðarinnar, þ.e. lofti, vatni, jörð, snjó,
jöklum og hafi. Starfsemin fer fram á fjórum
sviðum: Eftirlits- og spásviði, Fjármála- og
rekstrarsviði, Athugana- og tæknisviði
og Úrvinnslu- og rannsóknasviði. Nánari
upplýsingar um stofnunina má finna á
heimasíðu hennar www.vedur.is
Gildi Veðurstofunnar eru þekking,
áreiðanleiki, framsækni og samvinna.
Ráðningar hjá stofnuninni munu taka
mið af þessum gildum.
Veðurstofa Íslands auglýsir eftir fagstjóra
í vatna fræði í fullt starf á Úrvinnslu- og rann-
sóknar sviði. Í boði er spennandi, krefjandi
og fjölbreytt framtíðarstarf.
Á Úrvinnslu- og rannsóknasviði Veðurstofu
Íslands starfa rúmlega 40 manns m.a. við
ýmis spennandi þróunar- og rannsóknar-
verkefni er tengjast veður- og loftslags rann-
sóknum, jökla- og vatnafræði, jarð skorpu-
hreyfingum og ofanflóðum.
Helstu verkefni
Vinna við faglega þróun vatnafræðilegrar
líkangerðar, bæði hvað varðar aðferðafræði
og úrvinnslu og tengingu líkana við aðrar
afurðir. Leiðandi hlutverk í tímaraðaúrvinnslu,
úrvinnslu vatnafræðigagna og skýrslugerð.
Verkefnisstjórn skilgreindra verkefna.
Sérfræðivinna við gerð straumfræðilegra
líkana. Þátttaka í mótun stefnu í vatnafars-
rannsóknum og -mælingum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf og framhaldsmenntun
á sviði raunvísinda og/eða verkfræði
Farsæl reynsla í vatna- og
straumfræðirannsóknum
Hæfni í mannlegum samskiptum
Hæfni til að vinna sjálfstætt
sem og í teymisvinnu
Færni og geta til að miðla niðurstöðum
innan teymis og út á við
Skipulögð og fagleg vinnubrögð í starfi
Frumkvæði og faglegur metnaður
Góð tölvukunnátta, þ.á.m.
forritunarkunnátta
Góð kunnátta í land upplýsinga-
kerfum (LUK)
Góð færni í íslensku og ensku nauðsynleg
Farsæl reynsla í verkefnastjórnun er kostur
Um er að ræða fullt starf og taka laun mið
af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi
stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veita Jórunn
Harðar dóttir, framkvæmdastjóri (jorunn@
vedur.is) og Borgar Ævar Axelsson, mann-
auðs stjóri (borgar@vedur.is), í síma
522 6000.
Umsóknarfrestur er til og með 27. maí nk.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að
sækja um störfin á heimasíðu Veðurstofu
Íslands undir www.vedur.is/um-vi/laus-storf
eða á www.starfatorg.is
Gerðaskóli í Sveitarfélaginu Garði
Óskum eftir að ráða sérkennara til starfa.
Mikilvægt er að hann hafi réttindi til sér-
kennslu og til að leggja fyrir helstu skimanir og
greiningarpróf. Um er að ræða 100% starf.
Vegna veikindaleyfis óskum við eftir að ráða
myndmenntakennara í 60-70% starf.
Starfsmaður óskast í skólasel Gerðaskóla, um
er að ræða gæslustarf í lengdri viðveru yngstu
nemendanna, starfshlutfall er um 40-50% og
vinnutími er eftir hádegi.
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og leyfisbréfi
skal senda til skólans með tölvupósti á
netfangið: skarphedinn@gerdaskoli.is í
síðasta lagi 24. maí.
Skólastjórnendur veita frekari upplýsingar í
síma 422-7020.
Við Iðnskólann
í Hafnarfirði eru
auglýstar lausar til
umsóknar eftirtaldar
stöður við kennslu
næsta skólaár.
• Rennismíði með kunnátti í CNC tækni. 100%
• Iðnhönnun með möguleika á deildarstjórn
listnámsdeildar. 100%
• Aflvélavirkjun. 100%
• Málmsmíði. 100%
• Grunndeild rafiðna.100%
• Ljósmyndun. 50%
Umsóknarfrestur er til 25. maí 2013.
Ekki þarf að sækja um á sérstöku umsóknareyðublaði en
umsókn þarf að fylgja tilheyrandi fylgigögn s.s. ferilskrá
og prófskírteini ásamt öðrum upplýsingum sem umsæk-
janda þykir skipta máli.
Umsóknir skal senda til skólameistara á netfangið
arsaell@idnskolinn.is
Ráðið er í störfin frá 1. ágúst 2013. Launakjör fara eftir
gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og KÍ.
Upplýsingar um skólann eru á heimasíðu skólans
www.idnskolinn.is.
Frekari upplýsingar um störfin veitir skólameistari
í síma 585 3600
Skólameistari
11. maí 2013 LAUGARDAGUR16