Fréttablaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 12
11. maí 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN F yrir sautján árum voru innflytjendur á Íslandi rétt tæp sex þúsund en í dag eru þeir fimmfalt fleiri, næstum þrjátíu þúsund. Það er Hagstofa Íslands sem heldur skrá yfir það fólk sem flytur hingað. Óhætt er að fullyrða að aðlögun nýrra Íslendinga að samfélagi okkar hafi að mestu heppnast frábærlega. Í Reykjavík einni býr fólk af 130 þjóðernum. „Þetta er tilbreyting sem reynir meira á hæfni okkar sem fólks til samskipta,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði. Hann sagði okkur hér á landi ekki undanskilin breytingum á samfélagsmynd flestra nútímasamfélaga, en þau verða æ fjölmenningarlegri. „Ég fagna því að við séum þátttakendur í fjölmenningunni og tökum vel á móti fólki sem vill búa hér,“ sagði borgar- stjórinn. Jón Gnarr er borgarstjóri í borg sem hefur álíka hátt hlut- fall innflytjenda og Kaupmannahöfn. Einn af hverjum tíu Reykvíkingum er innflytjandi. Samt hafa innflytjendur hér í borg ekki átt í sömu erfiðleikum og nýir borgarar Kaup- mannahafnar. Þar hafa oft brotist út óeirðir og í Danmörku hafa stjórnmálaflokkar meira að segja sótt mikið fylgi frá kjósendum út á hatur gegn útlendingum. Við erum blessunarlega laus við vandræði nágrannaþjóða okkar þegar kemur að innflytjendum á Íslandi. Hér leggjast allir á eitt, yngri sem eldri Íslendingar, við að byggja hér upp fallegt fjölmenningarsamfélag. Pólverjar eru stærsti innflytjendahópurinn hér á landi. Í Fréttablaðinu í dag er skemmtilegt viðtal við Aleksöndru Wójtowicz, sem starfar sem lögreglufulltrúi við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Hún flutti til Íslands átján ára gömul fyrir sautján árum þegar hér voru einungis um sex þúsund innflytjendur. Síðan þá hefur hún líkt og svo margir aðrir Íslendingar unnið í fiski og á leikskóla en er nú lögreglu- fulltrúi. Á vordögum fékk hópur ungra Pólverja sem kalla sig Projekt Polska samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Ungu krakkarnir sem mynda þann hóp vilja sjálfir axla ábyrgð á því að bæta hag sinn hér á landi. Þeir vinna að aðlögun og bættum aðstæðum inn- flytjenda og vilja að auki kynna íslenska menningu í Póllandi og pólska menningu hér á landi. Stundum heyrum við frásagnir af fordómum og hatri í garð útlendinga á Íslandi. Slíkt ber að taka mjög alvarlega og á ekki að líðast. Við megum samt ekki gleyma að minnast á það sem vel hefur heppnast. Fjölmenningin blómstrar á Íslandi og við höfum nær öll tekið henni fagnandi líkt og borgarstjórinn í Reykjavík. Við eigum að vera stolt ef fólk vill flytja hingað og freista gæfunnar. Það er gott að búa á Íslandi og við eigum að bjóða það fólk sem hingað vill flytja velkomið. Ótti við útlendinga er ástæðulaus. Einn af hverjum tíu Reykvíkingum er innflytjandi: Fjölmenningin blómstrar á Íslandi FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fjármálakreppan hefur víða dregið úr tiltrú á alþjóðasam-vinnu. Að sama skapi hefur einangrunarhyggju vaxið fiskur um hrygg. Í einstökum ríkj- um Evrópusambandsins hafa við- horfsbreytingar af þessu tagi skerpt átakalínur í pólitík. Þegar heimskreppan skall á fyrir og eftir 1930 urðu viðbrögðin svip- uð. Víðast hvar urðu þeir ofan á sem vildu láta við það sitja að búa að sínu. Kjörorðin voru höft og þjóðernis hyggja. Eftir síðari heims- styrjöldina varð mönnum ljóst að þeir höfðu ekki borið gæfu til að velja þá braut sem leiddi til hagsældar. Deilurnar nú eru ekki nákvæm eftir- mynd þess sem þá gerðist. Heim- urinn hefur einfaldlega breyst of mikið til þess. En þær snúast í eðli sínu um það sama. Lykillinn að kosningasigri Framsóknarflokksins á dögunum var til að mynda boð- skapurinn um að höftin séu þunga- vopn Íslendinga í glímu þeirra við erlend fjárplógsöfl. Þessi boðskapur er aftur gott dæmi um hvernig skammtíma- sjónarmið verða smám saman ráð- andi. Bráðabirgðaráðstöfun til nokk- urra mánaða er allt í einu orðin að vopni sem enginn sannur Íslending- ur má efast um. Þannig umbreytast höftin auðveldlega í haldreipi fyrir þjóðernis hyggju. Gerjun í utanríkispólitíkinni Önnur birtingarmynd umræð-unnar í vestrænum hag-sældarríkjum er vaxandi andstaða við aðhaldsaðgerðir í ríkis fjármálum og peninga málum. Þegar þjóðir hafa eytt um efni fram er auðvelt að ala á óánægju með klassísk íhaldsúrræði. Þessar aðstæður hafa byggt brýr í pólitíkinni milli ólíkra afla sem lengi hafa eldað grátt silfur. Marg- ir þeirra sem áður töldu aðhalds- aðgerðir í efnahagsmálum vera lög- mál til að laga þjóðarbúskapinn að raunverulegum aðstæðum líta nú svo á að þær séu verkfæri alþjóða- samfélagsins gegn þeim ríkjum sem höllum fæti standa. Rök geta staðið til þess að fara hægt í að- lögun ríkisútgjalda eins og áætl- un Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér gerði ráð fyrir. Einu geta þær þjóðir sem dregist hafa aftur úr í framleiðni þó ekki skotið á frest. Það er að gera nauðsynlegar kerfis- breytingar. En þær geta líka verið sársaukafullar í byrjun. Reynslan sýnir á hinn bóginn að langvarandi bráðabirgðaráðstafanir verða mót- sagnakenndar og ómarkvissar. Spurningin er hvort þjóðernis- umræðan í Evrópu og víðar verð- ur Þrándur í Götu nauðsynlegra kerfis breytinga af því að þær eru taldar eiga rætur í alþjóða- samvinnu eins og aðhalds- aðgerðirnar. McKinsey-skýrslan sýndi að framleiðni í íslenskum þjóðarbúskap stendur langt að baki því sem best gerist. Til að ráða bót á þeim vanda þarf margs konar kerfisbreyting- ar, meðal annars í peningamálum, til að tryggja meiri samkeppni og jöfn samkeppnisskilyrði. Þeir tveir flokkar sem nú mynda nýja ríkis- stjórn sögðu á liðnu kjörtímabili að langtímasjónarmið í þeim efnum yrðu að víkja fyrir þeirri brýnu nauðsyn að krafsa sig út úr ástand- inu. Niðurskurður og kerfi sbreytingar Viðskiptakerfi heimsins ræður miklu um hagsæld á Íslandi. Efnahagsleg markmið verða því aldrei slitin frá utanríkispólitíkinni. Þegar viðreisnin tók við af höftunum á sínum tíma var strax farið að huga að stöðu Íslands í efnahags- og viðskiptasamvinnu Evrópu. Í dag erum við aðilar að innri markaði Evrópusambandsins, sem ákveður lagaumgjörð efna- hagsstarfseminnar. En sá bögg- ull fylgir skammrifi að við höfum ekki mynt sem gjaldgeng er á þeim markaði, hvað þá víðar. Í heimi örra breytinga er óbreytt staða í utanríkispólitík ávísun á stöðnun. Þá vill enginn kannast við að vera formælandi einangrunarstefnu. Síðan er í aðalatriðum deilt um tvær leiðir. Önnur byggir á hugmynda- fræði sem forseti Íslands hefur mótað öðrum fremur. Hún felst í því að auka tengslin við Kína og Indland en leggja minni áherslu á Evrópu og Bandaríkin. Sú leið kallar ekki á neinar kerfis- breytingar. Framsóknarflokkurinn fylgir þessari hugmyndafræði alfar- ið og Sjálfstæðisflokkurinn að miklu leyti. Utanríkisstefnan gerjast nú á þennan veg. Hin leiðin er að byggja á því sem fyrir er og stíga nýtt skref í samvinnu við þær þjóðir sem við höfum átt samleið með til þessa. Þar skiptir gjaldgeng mynt mestu máli. Hún yrði afgerandi kerfis- breyting sem kallaði á mikinn aga í hagstjórn. Sjálfstæðisflokk- urinn gaf forystuhlutverk sitt á þessu sviði eftir. Samfylkingin reyndi að ná pólitískri forystu um þessa leið. En það mistókst með öllu af mörgum ástæðum. Fyrir vikið er engin alvöru breið pólitísk forysta fyrir því að halda áfram á þeirri braut í utan- ríkisviðskiptapólitíkinni sem mótaðist í kjölfar viðreisnarinn- ar, þó að margir séu þess fýsandi. En þar gæti auðvitað byrjað gerj- un líka. Viljum við horfa fram eða halda áfram að krafsa? Að krafsa eða horfa fram S E L T J A R N A R N E S B Æ R UMSÓKNIR UM LISTSÝNINGU Óskað er eftir umsóknum um sýningahald í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga, vegna sýningarhalds frá september 2013 til júní 2014. Eiðissker er sýningarsalur Seltirninga á Eiðistorgi og staðsettur inn af Bókasafni Seltjarnarness. Salurinn er lánaður endurgjaldslaust til sýnenda. Með umsóknum skulu fylgja með myndir af verkum, ferilskrá og lýsing á fyrirhugaðri sýningu. Frekari upplýsingar veitir Soffía Karlsdóttir sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs Seltjarnarness í netfangið soffia@sletjarnarnes.is eða í síma 595-9100. Umsóknir skulu berast fyrir 15. júní 2013. Menningarsvið Seltjarnarnesbæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.