Fréttablaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 36
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 HLEMMUR VAR ÓMERKILEG BRÚ Sara McMahon sara@frettabladid.is Hlemmur, Skuggahverfið og Þingholt. Í Reykjavíkurborg má finna fjölda örnefna sem ekki allir þekkja söguna á bak við. Fréttablaðið rýndi í uppruna nokkurra örnefna miðborgarinnar sem öll eiga sér athyglis verða sögu. Sem dæmi má nefna að Barónsstígur er nefndur eftir franska baróninum C. Gauldrée de Bouvilleau og Skugga hverfið dregur nafn sitt af litlu tómthúsbýli sem reist var um 1800 nálægt núverandi Skúlagötu. Til að greiða fyrir umferð var gerð brú yfir Rauðarárlæk á ofanverðri 19. öldinni. Brúin hefur ekki þótt merkileg því hún var jafnan nefnd hlemmur. Á þessum tíma þótti nokkur gönguferð að fara úr miðbænum inn að Hlemmi, en eftir því sem byggð þokaðist austur á bóginn fór þýðing svæðisins við Hlemm að aukast og í kringum 1930 var þar kominn vísir að torgi. Á myndinni má sjá póst- vagna við gömlu Gasstöðina við Hlemm. HLEMMUR ➜ Hlemmur ➜ Skuggahverfið SKUGGAHVERFIÐ Skuggi var tómthúsbýli sem var reist um 1800 nálægt núverandi Skúlagötu. Skuggi var fyrsta býlið sem reis á þessum slóðum og var húsið stundum nefnt Jensbær, eftir fyrsta ábúandanum, Jens Jenssyni. Skugga- hverfið er kennt við bæinn Skugga. Hverfið var upphaflega óskipu- lagt hverfi tómthús- býla sem tóku að rísa snemma á 19. öld með- fram sjávarsíðunni. Hér til hægri má sjá steinbæinn Höfn í Skuggahverfinu. ➜ Þingholt ÞINGHOLT Upp úr miðri 18. öld var ákveðið að þingstaður Seltjarnarneshrepps skyldi fluttur frá Kópavogi til Reykjavíkur og var ráðist í byggingu þinghúss nokkurn veginn þar sem nú er Skólastræti 5. Þetta hús virðist þó ekki hafa staðið lengi. Árið 1765 var reist tómthúsbýli skammt frá Alþingishúsinu og var það nefnt Þingholt. Einhver byggð reis svo við tómthúsbýlið og smám saman færðist nafnið Þingholt yfir á þá byggð. Síðasti hluti Þingholtsins reis um 1920 og hlaut sá bæjarhluti mikla gagnrýni á sínum tíma fyrir skipulagsleysi. Það átti einkum við svæðið við Óðinsgötu og næsta nágrenni hennar. ➜ Barónsstígur Er grágrýtishæð sem rís upp frá læknum og tjörninni austan megin. Hæðin dregur nafn sitt af Skólavörðunni svonefndu. Varðan stóð þar sem nú er stytta Leifs Eiríkssonar og var reist af skólapiltum í Hólavallaskóla, sennilega árið 1793. Tómt- húsbýli tóku að rísa neðarlega í holtinu eftir að byggð fór að þéttast í Reykjavík og skömmu fyrir miðja öldina reis lítils háttar byggð við stíginn upp að Skólavörðu sem var hluti af alfaraleiðinni austur fyrir fjall og suður í Hafnarfjörð. Árið 1924 lagði Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, fram tillögu að skipulagi efst á Skólavörðuholti. Hann sá fyrir sér að þar myndu rísa háskóli, ýmsar háskólastofn- anir, stúdentabústaðir, söfn og kirkja. Ekkert varð þó úr þessari hugmynd. SKÓLAVÖRÐUHOLT ➜ Skólavörðuholt ➜ Suðurgata Gatan er meðal þeirra elstu í Reykjavík. Þetta var upphaflega götu- slóði sem lá suður í Vatnsmýrina, sem var mikið notuð á fyrri tíð í sam- bandi við búskap. Slóðinn var einnig aðalleiðin í Skildinganes, en Bessastaðamenn styttu sér gjarnan leið yfir í Skerjafjörðinn. SUÐURGATA Gatan er nefnd eftir franska baróninum C. Gauldrée de Bouvilleau. Hann kom til landsins árið 1898 og hafði hér töluverð umsvif. Í Reykjavík lét hann reisa fjós fyrir 40 nautgripi. Er það talið fyrsta steinsteypu- húsið sem reist var í bænum. Fjósið stóð á horni Hverfisgötu og Barónsstígs. BARÓNSSTÍGUR ➜ Hverfisgata Gatan er nefnd eftir Skugga- hverfinu og var hún aðalgata hverfisins. Á síðustu öld var gatan framlengd yfir Arnarhóls- tún og niður að Lækjartorgi. HVERFISGATA ➜ Hringbraut Snemma á síðustu öld kom upp hugmynd um lagningu götu sem skyldi umlykja byggð Reykjavíkur. Á uppdrætti frá 1920 er sýndur elsti hluti þessarar hringbrautar, sá lá frá Laugavegi nokkuð suður í Norðurmýri. Lega götunnar er nánast óbreytt frá upphafi nema í námunda við Landspítalann. Árið 1948 var ákveðið að breyta nafni Hring- brautar þannig að austasti hlutinn héti Snorrabraut en vestasti kaflinn Ánanaust. HRINGBRAUT MYNDIR/LJÓSMY NDASAFN REYKJ AVÍKUR Heimildir: Steindór Steindórsson og Þorsteinn Jósepsson, Landið þitt Ísland, Örn og Örlygur hf. 1984
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.