Fréttablaðið - 11.05.2013, Side 102

Fréttablaðið - 11.05.2013, Side 102
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 70 LAUGARDAGUR 8.55 FORMÚLA 1 - ÆFINGAR Stöð 2 Sport og HD 11.40 ASTON VILLA-CHELSEA Sýndur á Stöð 2 Sport 2 & HD 2 11.50 FORMÚLA 1 - TÍMATAKA Sýndur á Stöð 2 Sport & HD 15.15 MAN. CITY - WIGAN Sýndur á Stöð 2 Sport & HD 19.50 ESPANYOL - REAL MADRID Sýndur á Stöð 2 Sport 3 21.00 MEMPHIS - OKLAHOMA Sýndur á Stöð 2 Sport & HD SUNNUDAGUR 11.25 ENSKA B-DEILDIN Sýndur á Stöð 2 Sport 3 11.30 FORMÚLA 1 - KEPPNIN Sýndur á Stöð 2 Sport & HD 12.20 STOKE - TOTTENHAM Sýndur á Stöð 2 Sport 2 & HD 2 13.53 FULHAM - LIVERPOOL Sýndur á Stöð 2 Sport 3 13.53 SUNDERLAND - SOUTHAMPTON Sýndur á Stöð 2 Sport 4 13.53 EVERTON - WEST HAM Sýndur á Stöð 2 Sport 6 13.53 QPR - NEWCASTLE Sýndur á Stöð 2 Sport 5 14.45 MAN. UTD - SWANSEA Sýndur á Stöð 2 Sport 2 & HD 2 16.45 ÍBV - BREIÐABLIK Sýndur á Stöð 2 Sport & HD 16.55 ATLETICO M. - BARCELONA Sýndur á Stöð 2 Sport 3 19.30 GOLDEN STATE - SAN ANTONIO Sýndur á Stöð 2 Sport & HD 20.00 SUNNUDAGSMESSAN Sýndur á Stöð 2 Sport 2 & HD 2 PEPSI-DEILD KARLA SUNNUDAG 17.00 ÍBV - BREIÐABLIK 17.00 ÞÓR - FH 17.00 KEFLAVÍK - KR 17.00 STJARNAN - VÍKINGUR Ó. FÓTBOLTI David Moyes, stjóri Everton og arftaki Sir Alex Ferguson hjá Manchester United, hitti fjölmiðla- menn í fyrsta skipti í gær eftir að hafa verið ráðinn stjóri Englandsmeistaranna. „Stuðningsmenn Everton hafa verið frábærir við mig frá fyrsta degi. Mig langar að byrja þennan fund á að þakka þeim fyrir mig,“ sagði Moyes. „Ég var ekki búinn að skipuleggja það að fara frá félaginu. Samningurinn minn var að renna út en ég var samt að hugsa um næsta tímabil.“ Moyes hefur verið lengi hjá Everton og hann mun aðstoða félagið við að finna eftirmann sinn. „Stjórnarformaðurinn hefur beðið mig um aðstoð og ég mun að sjálfsögðu hjálpa til eins og ég get. Ég vil svo taka fram að ég er enn stjóri Everton og þessi fundur er um Everton,“ sagði Moyes, en liðið mætir West Ham á morgun. - hbg Ekki stóð til að yfi rgefa Everton SNÖGGIR Vettel ræðir hér við Felipe Massa hjá Ferrari. NORDICPHOTOS/GETTY FORMÚLA 1 Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tímann í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barcelona á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. Það munaði hins vegar ekki miklu nú síðdegis því Alonso, sem er á heimavelli um helgina, var aðeins 0,017 sekúndum á eftir heimsmeistaranum þrefalda. Red Bull-bíllinn virðist vera mjög fljótur enda átti Mark Webber, liðsfélagi Vettels, þriðja besta tíma seinni æfingarinnar, 0,083 sekúndum á eftir Alonso. McLaren-liðið mætti til Spánar með mikið uppfærðan keppnis- bíl síðan í Barein fyrir þremur vikum. Uppfærslurnar virðast hins vegar ekki vera að skila þeim betri hringtímum því Jen- son Button og Sergio Perez áttu í basli í tólfta og þrettánda sæti. - bþh Alonso og Vet- tel fl jótastir SPORT Það var eftir bikar-úrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar þann 16. febrúar sem Ómar Örn Sævarsson var tekinn í lyfjapróf. Niðurstöður prófsins sýndu að magn örvandi efnisins methylhexanamine var tífalt meira en löglegt er. Efnið er í fæðubótarefninu Jack 3D en því hafði verið blandað í Power ade er Ómar drakk það. Ómar var því settur í keppnis- bann frá og með 8. mars síðastliðn- um. Dæmt var í máli hans síðasta þriðjudag og þar var staðfest sex mánaða keppnisbann sem lyfjaráð ÍSÍ fór fram á. Ómar sættir sig við dóminn. Leikmaðurinn hefur frá fyrsta degi haldið fram sakleysi sínu en mátti ekki tjá sig fyrr en að dómur hefði fallið. Hann segist aðeins hafa fengið sér tvo sopa af orku- drykk. „Þessi fæðubótarefni (Jack 3D) eru ekki seld á Íslandi eftir því sem ég best veit. Þau eru seld í Bandaríkjunum. Þessir tveir sopar nægðu til þess að fella mig. Það sem drepur mig er að þetta er til- tölulega nýtt efni og viðmiðunar- mörkin eru því ansi lág. Þegar efni hafa verið lengur á lista þá hækka oft viðmiðunarmörkin en ekki á öllum efnum samt,“ segir Ómar og bætir við að efnið sé náskylt efe- dríni sem sé einnig örvandi efni. Þar eru viðmiðunarmörkin mun hærri. Fékk áfall „Ég hefði ekki fallið ef þetta hefði verið efedrín. Ég fékk áfall er ég sá að ég var tíu sinnum yfir viðmiðun- armörkunum. Í kjölfarið ræddi ég málið við lyfjafræðing sem fræddi mig um þetta. Hann segir að þessi tvö efni sé mjög svipuð en það sem ég mældist með er aðeins veikara. Ég hefði mátt vera með tíu sinnum meira magn af efedríni en af þessu án þess að falla.“ Eins og áður segir heldur Ómar því fram að hann hafi aðeins tekið tvo sopa af drykknum. Er það trú- legt að menn mælist svona hátt yfir viðmiðunar mörkum eftir aðeins tvo sopa? „Ég veit ekki hvort það telst trú- legt eða ekki. Þetta er samt mjög lág tala sem er í mér þó svo að ég sé svona hátt yfir viðmiðunar- markinu.“ Í dómnum kemur fram að liðs- félagi Ómars hafi átt drykkinn sem felldi hann en það hefur ekki komið fram áður. Ekki kemur þó fram hver leikmaðurinn sé en Ómar staðfesti það við Frétta blaðið. „Það var ekki ég sem átti þetta efni. Það var Ryan Pettinella sem átti það. Ástæðan fyrir því að ég kom ekki fram með það hver átti fæðubótarefnin er sú að liðið mitt var að spila í úrslitakeppninni og ég vildi ekki bendla annan mann við málið á meðan liðið var að spila. Ég leit svo á að mitt skip væri sokkið og að það myndi ekki hjálpa neinum að ég drægi ein- hvern niður með mér. Ryan gerði þetta óviljandi. Hann vissi ekki að hann væri að neyta ólöglegra fæðubótarefna,“ segir Ómar en var hann ekki beðinn um að gefa upp nafn þessa liðsfélaga síns í yfir- heyrslu hjá lyfjaráði? Varð að smakka „Nei. Ég var fyrst í sjokki yfir því að hafa fallið og áttaði mig ekki á því hvernig það gat hafa gerst. Sjálfur nota ég ekki fæðubótarefni. Íslenska skyrið og harðfiskurinn hafa dugað mér. Ég var heillengi að átta mig á því hvað það hefði verið sem felldi mig. Svo fattaði ég síðar að ég hefði smakkað drykk hjá Ryan á leiðinni í bikarúrslitaleik- inn. Ég sá að hann hafði blandað í Powerade og spurði hvort það væri ekki viðbjóðslega vont. Hann sagði að það væri fínt og þá varð ég að smakka,“ segir Ómar. Leikmaðurinn segir að í kjöl- farið hafi hann og Pettinella farið að skoða efnið á netinu og komist að því að það væri ólöglegt. Þurfti ekki að segja frá „Svo skeggræddum við okkar á milli hvað ég ætti að gera. Hann sagðist vera til í að koma og segja frá því sem hefði gerst ef það myndi hjálpa mér. Ég fer svo í bráðabirgðaviðtal hjá lyfjanefnd. Kom með efnið með mér og sagði frá því sem hefði gerst. Spurði svo flatt út hvort það myndi hjálpa máli mínu að segja frá eiganda efn- isins. Einnig spurði ég hvort það myndi skaða mitt mál ef ég myndi ekki segja frá því. Þau sögðu að það myndi ekki skaða mál mitt og að ég þyrfti ekki að greina frá því. Þá kaus ég að segja ekki frá því,“ segir Ómar en hann sér ekki eftir því að hafa tekið þá ákvörðun. „Það hefði ekki haft nein áhrif á mitt mál og hefði aðeins dregið hann með mér. Þau fóru heldur ekkert fram á það. Ef þau hefðu sagt að það myndi skaða mig að segja ekki frá því þá hefði ég sagt þeim hver ætti efnið. Ég ætlaði ekki að segja nafn hans bara til að segja frá því.“ Pettinella átti drykkinn Körfuknattleikskappinn Ómar Örn Sævarsson hjá Grindavík var í gær dæmdur í sex mánaða keppnisbann en hann féll á lyfj aprófi . Ómar segist aðeins hafa drukkið tvo sopa af orkudrykk sem liðsfélagi hans átti. Ómar staðfestir að það hafi verið Ryan Pettinella sem átti drykkinn. Pettinella fór aldrei í lyfj apróf. DRUKKU SAMA DRYKKINN Drykkurinn sem Ómar drakk af, og felldi hann í lyfja- prófi, var í eigu Ryans Pettinella, liðsfélaga hans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN & VALLI Sáum ekki hag í að prófa liðsfélagana Þó svo að Ómar hafi greint frá því að liðsfélagi hans hafi átt ólöglegu efnin, og notað þau í meira magni en hann, ákvað lyfjaráð ÍSÍ að aðhafast ekkert frekar í málinu. „Í þessu tilfelli erum við að fá niðurstöður 4-5 vikum eftir að sýnið er tekið. Efnið sem þarna fannst hverfur úr líkamanum einum og hálfum til tveimur sólarhringum eftir inntöku. Það er því enginn tilgangur að mæla við- komandi íþróttamann þá,“ segir Skúli Skúlason, formaður Lyfjaráðs. „Þeir voru ekki til í að gefa upp nafn á þeim sem átti efnið. Við gátum ekki pínt þá til þess að gera það. Ég held að þeir hafi gert sér grein fyrir alvar- leika efnisins eftir þetta og farið varlega í kringum hann. Við sáum því ekki haginn í að prófa þá enda væri efnið löngu farið úr leikmanninum nema hann hefði haldið áfram að nota það.“ Skúli segir að það hefði hjálpað máli Ómars ef hann hefði gefið upp eiganda efnisins. Ómari virðist þó ekki hafa verið kunnug um það. „Reglur okkar segja til um að ef menn sýna samstarfsvilja um að upplýsa lyfjamisferli á víðari grundvelli þá geta menn fengið mildun á dómi sínum um allt að helming og jafnvel meira.“ Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is HANDBOLTI Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Pálsson munu dæma undanúrslitaleik Barcelona og Kielce í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Leikurinn fer fram í Köln um mánaðamótin en þar fer fram úrslitahelgin í Meistaradeildinni ár hvert. „Þetta verður hörkuleikur og það er mikill heiður að fá þetta verk- efni,“ segir Hlynur, sem tilkynnti á dögunum að hann myndi hætta í dómgæslu í lok tímabilsins. Líklega verður þetta hans næstsíðasti leikur því hann mun væntanlega dæma landsleik í næsta mánuði. Hlynur segist hafa verið hvattur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta. Hann stendur hins vegar við sitt. „Ég var búinn að velta þessu lengi fyrir mér. Það er einfaldlega of mikið að vera í burtu í allt að tvo mánuði á ári þegar maður er með fjölskyldu og í vinnu,“ segir Hlynur en hann hefði getað dæmt í sjö ár í viðbót. „Það hefði verið gaman að dæma á Ólympíuleikum en það er fleira í lífinu en handbolti. Nú fær Anton tíma til að byggja sig upp með nýjum félaga og vonandi komast þeir á leikana í Ríó eftir þrjú ár.“ Kiel og Hamburg eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni. - esá Hefði verið gaman að fá að dæma á Ólympíuleikum DÆMIR Í KÖLN Hlynur ræðir hér við Stellu Sigurðardóttur, leikmann Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.