Fréttablaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 10
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 ALLT SENT FRÍTT HEIM AÐ DYRUM Husse fóður og aðrar gæludýravörur er nýjung á Íslandi. Fyrirtækið Husse var stofnað í Svíþjóð fyrir 25 árum og er enn rekið af sömu fjölskyldunni. Husse leggur allan sinn metnað í að framleiða bestu mögulegu vörur fyrir litlu málleysingjana því það er okkar skylda að gefa þeim það allra besta - sem þau eiga auðvitað skilið. Allar Husse vörur er framleiddar samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Leyfðu dýrinu þínu að smakka og finna muninn. BARA ÞAÐ BESTA FYRIR GÆLUDÝRIÐ ÞITT Kíktu á www.husse.is og skoðaðu úrvalið! Söluaðilar okkar um land allt bíða spenntir að skutla vörum þínum heim að dyrum SWEDISH QUALIT Y P ET FO OD ! HÖFUNDARRÉTTUR Norska Stór- þingið samþykkti í vikunni laga- frumvarp sem gæti takmarkað verulega möguleika Norðmanna á ólöglegu niðurhali. Framkvæmda- stjóri SMÁÍS, samtaka myndréttar- hafa, kallar eftir því að sambærileg lög verði sett hér á landi. „Það skortir úrræði á Íslandi til að bregða fæti fyrir ólöglegt niðurhal. Hér hafa verið reknar síður með íslensku eignarhaldi sem dreifa höfundarvörðu efni án greiðslu í mörg ár án þess að hægt hafi verið að loka á þær,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri SMÁÍS. Þá segir Snæbjörn að íslensk stjórnvöld ættu að líta til nýju lag- anna í Noregi. „Íslensk stjórnvöld ættu að skoða vel þá vinnu sem hefur farið fram í Noregi. Þessi lög, sem víðtækur stuðningur var við í þinginu, eru afrakstur margra ára vinnu þar sem allir hagsmuna- aðilar voru leiddir að borðinu og vandað til verks,“ segir Snæbjörn. Norsku lögin veita þarlendum eftirlitsaðilum heimild til þess að loka fyrir aðgengi að vefsíðum, bæði þeim sem skráðar eru í Nor- egi og öðrum, sem brjóta með stór- felldum hætti gegn höfundarréttar- lögum. Þá verður framvegis hægt að bera kennsl á þá einstaklinga sem grunur leikur á að hafi brotið höfundarréttarlög á netinu með því að skoða IP-tölu viðkomandi. Mikill stuðningur var við laga- frumvarpið í norska Stórþinginu en einungis tveir þingmenn kusu gegn því. Nýju lögin taka gildi þann 1. júlí næstkomandi og er fastlega búist því að gerð verði tilraun til þess að loka fyrir aðgang að skrá- ardeilingarsíðum eins og hinni sænsku The Pirate Bay í kjölfarið en norskir dómstólar munu hafa vald til þess. Rétthafar tónlistar, kvikmynda, bóka og annars efnis sem hægt er að dreifa á stafrænu formi án mik- illa vandkvæða hafa lengi haft horn í síðu ólöglegs niðurhals. Telja rétt- hafar að þeir verði árlega af stórum upphæðum vegna ólöglegs niður- hals. Þannig segir Snæbjörn að ólöglegt niðurhal á Íslandi kosti hinar skapandi greinar hátt í tvo milljarða á ári. „Við létum gera könnun á neyslu Íslendinga á kvik- mynda- og tónlistarefni í mars 2011. Sú könnun leiddi í ljós að lang- stærstur hluti neyslunnar fer fram í gegnum vefsíður þar sem lista- menn og rétthafar fá ekkert fyrir vinnu sína. Enn fremur sáum við að tæplega fimmtungur hefði keypt efnið hefði það ekki verið aðgengi- legt í gegnum þessar síður,“ segir Snæbjörn. magnusl@frettabladid.is Lokað á ólög- legt niðurhal Norðmanna Ný lög í Noregi gera þarlendum stjórnvöldum kleift að loka fyrir sjóræningasíður þar sem höfundarréttar- vörðu efni er dreift. Framkvæmdastjóri SMÁÍS kallar eftir því að sambærileg lög verði sett á Íslandi. Íslensk stjórnvöld ættu að skoða vel þá vinnu sem hefur farið fram í Noregi. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS NIÐURHAL Könnun sem SMÁÍS lét framkvæma árið 2011 bendir til þess að ólög- legt niðurhal kosti skapandi greinar á Íslandi hátt í 2 milljarða króna á ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÚTIVIST Ekkert verður af gerð stíga meðfram Eyvindará og Lagarfljóti þar sem þessi vatnsföll liggja næst Egilsstaðaflugvelli. Nokkrir íbúar sendu bæjaryfirvöldum undirskriftalista með ósk um stíga meðfram og utan girðingar umhverfis flugvallar- svæðið þannig að hægt væri að komast gangandi og hjólandi umhverfis völlinn. Isavia, sem annast rekstur Egilsstaðaflugvall- ar, lagðist alfarið gegn stígagerðinni af öryggis- ástæðum. „Forsvarsmenn Isavia eru þó tilbúnir að fara í viðræður við sveitarfélagið um tilhögun og fyrirkomulag göngustígs sem samræmist öryggis- reglum flugvallarins, en kostnaður vegna hans verði alfarið sveitarfélagsins,“ bókaði mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs. „Nefndin vekur athygli á að þetta er dýr fram- kvæmd og ekki fyrirsjáanlegt að sveitarfélagið hafi bolmagn í svona verkefni á næstu árum,“ hélt mann- virkjanefndin áfram. Til að koma til móts við athuga- semdir íbúanna lagði nefndin til að sett yrði í grein- argerð með aðalskipulagi að umferð gangandi manna meðfram Eyvindará og Lagarfljóti yrði ekki hindruð. Þessa niðurstöðu samþykkti bæjarstjórnin. - gar Undirskriftalistar dugðu ekki til stígagerðar umhverfis Egilsstaðaflugvöll: Flugvallarstígar of áhættusamir Á EGILSSTAÐAFLUGVELLI Isavia sagði útfærslu hugmyndar um stíga umhverfis flugvöllinn stangast á við öryggiskröfur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BANGLADESS, AP Björgunarmenn í Bangla- dess fundu í gær konu á lífi í rústum verk- smiðju sem hrundi fyrir átján dögum. Konan heitir Reshma. Hún slasaðist ekk- ert í hruni byggingarinnar en festist í stóru rými í rústunum. Hún fann hins vegar bæði vatnsflöskur og þurrmat og lifði á því í sautján daga. Hún sagði fréttamönnum í gær að hún hefði heyrt í björgunarmönnum í marga daga og reynt að ná athygli þeirra. Þegar hún loks fannst tók fjörutíu mínútur að losa hana og var hún flutt á spítala. Nú hafa yfir þúsund lík fundist í rústun- um. - þeb Yfir þúsund lík hafa fundist í rústunum í fataverksmiðjunni sem hrundi í Bangladess: Kona fannst á lífi eftir sautján daga RESHMA Læknar segja Reshmu ótrúlega vel á sig komna miðað við að hafa verið föst í sautján daga í rústunum. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /A P HOPPANDI KANÍNA Kanínan Tommi sést hér hoppa yfir hlið í hindrunar- hlaupi kanína sem fram fór í Branden- burg í Þýskalandi fyrir skömmu. NORDICPHOTOS/AFD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.