Fréttablaðið - 11.05.2013, Síða 71

Fréttablaðið - 11.05.2013, Síða 71
KYNNING − AUGLÝSING Heitir pottar11. MAÍ 2013 LAUGARDAGUR 3 Við erum með eina gerð af pottum í tveimur litum, bláum yrjóttum og græn- um yrjóttum,“ segir Ágúst Óskars- son, eigandi og stofnandi fyrir- tækisins Á. Óskarssson ehf., sem sérhæfir sig meðal annars í bún- aði og ýmsum vörum fyrir sund- laugar. ,,Við höfum mikla reynslu af f lestu sem tengist sundi og bað- menningu og höfum sjálfir byggt þónokkrar sundlaugar. Við erum sem dæmi að byggja 50 m sund- laug í Færeyjum um þessar mund- ir og verður það fyrsta sundlaug Færeyinga í fullri keppnisstærð. Það fer því afskaplega vel saman við reksturinn hjá okkur að bjóða upp á heita potta fyrir heimili og sumarbústaði líka.“ Pottarnir frá Á. Óskarssyni ehf. eru tveir sinn- um tveir metrar á breidd og 90 cm háir. „Þeir eru þannig í lögun að það flæðir vel yfir axlirnar á fólki og sætin eru þægileg. Svo er hægt að fá barnayfirfall sem lækkar vatnsyfirborðið þegar það hentar. Pottaskeljarnar eru óvenju þykk- ar og sterkbyggðar. Þær eru fram- leiddar úr trefja- og akrýlplasti en akrílplastið er einmitt lykilatriði þegar kemur að því að kaupa pott og ekki mikið vit að mínu mati að velja annan efnivið. Akrýlplast- ið heldur eiginleikum sínum svo árum skiptir. Það verður hvorki lint eða stamt með tímanum og upplitast ekki né rispast auðveld- lega. Það hrindir einnig mjög vel frá sér óhreinindum sem auðveld- ar þrif í alla staði.“ Alvöru nudd Á. Óskarsson ehf. býður upp á nudddælur sem fyrirtækið hefur í áratugi selt til íslenskra sund- staða. Dælurnar eru talsvert öflugri og vandaðri en gengur og gerist í nuddpottum sem eru seld- ir til heimabrúks. „Með því að velja góða dælu hjá okkur og rétt- an fjölda nuddstúta er hægt að fá kraftmeira nudd sem gerir al- mennilegt gagn,“ segir Ágúst. „Lagnirnar hjá okkur eru mun sverari heldur en í mörgum öðrum pottum. Við höfum séð potta og þá sérstaklega rafmagnspotta sem eru með alltof mjóar lagnir fyrir íslenskar aðstæður. Þessar lagn- ir gefa sig f ljótlega ef það frýs í þeim en hjá okkur er lítil hætta á skemmdum.“ Sparnaður að velja hitaveitu Á. Óskarsson ehf. leggur aðal- áherslu á potta sem eru tengdir við hitaveitu enda eru þeir tölu- vert ódýrari bæði í innkaupum og í rekstri en rafmagnskyntir pottar. „Það er svolítið merkilegt að geta setið í pottinum og drukkið eina öldós sem er síðan að öllum líkindum dýrari en allt vatnið sem maður notar. Það er líka stór kost- ur að geta notað alltaf ferskt og hreint vatn og þurfa ekki að vera að sulla í klór eða öðrum hreinsi- efnum eins og þarf með rafmagns- potta.“ Þeir sem búa á köldum svæð- um þurfa eðli málsins samkvæmt að leita annarra lausna en Ágúst segir að þá sé til dæmis mögulegt að tengja hitakút við pottinn. Vandaðir pottar og alvöru nudd Á. Óskarsson ehf. í Mosfellsbæ hóf sölu á heitum pottum fyrir meira en þrjátíu árum. Fyrirtækið sérhæfir sig meðal annars í sundlaugabúnaði og leggur áherslu á potta sem eru tengdir við hitaveitu og þola íslenskt veðurfar. Heitur pottur frá Á. Óskarsson. Það er mjög skemmtilegt að busla í heitum potti í góðu veðri, jafnt fyrir börn og þá sem eldri eru. Mikil umfjöllun hefur verið um hreins- un og umhirðu heitra potta í heimahúsum og sumarbústöðum undanfarin ár. Fjöl- margir heitir pott- ar eru líka á almenn- ingsstöðum, til dæmis í su nd laug u m og líkams ræktarstöðvum og eftirlit með þeim er í höndum heilbrigðisyfirvalda. Ingibjörg H. Elíasdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja víkur, segir að vatnið í heitum pottum á opinberum stöðum á Reykja- víkur svæðinu sé yfirleitt mjög gott. „Heilbrigðiseftirlitið heim- sækir þessa staði þrisvar til fjór- um sinnum ári. Við fylgjumst með mælingum þeirra sem starfa hjá sundlaugunum. Þeir notast við sjálfvirk tæki og við fylgjumst með mælingum þeirra, förum yfir þær skráningar og tökum gerla prufur. Ég get alveg fullyrt með góðri sam- visku að vatnið í heitum pottum á Reykjavíkursvæðinu er í góðu lagi.“ Klór er notaður í heitum pottum á almenningsstöðum en hann er sótthreins- andi og drepur ör- verur. „Engum öðrum efnum utan klórs er blandað í vatnið. Ólíkt því sem fólk þekkir úr heitum pottum í sum- arbústöðum eru ekki notaðar k lór töf lur heldur f ljótandi klór sem blandast í vatnið og rúllar stöðugt í gegn.“ Eftirlit með hreinlæti í pottum í heimahúsum fellur eðlilega ekki undir svið Heilbrigðiseftirlitsins að sögn Ingibjargar. Það sé undir hverjum og einum komið hvernig því er háttað en fæstir séu þó með sjálfvirkan hreinsibúnað. Þó er æskilegt að hennar sögn að nota klór í heitum pottum á heimilum og í sumarbústöðum. Aðspurð hvort hreinlæti sé betra hér á landi en annars staðar þegar kemur að heitum pottum á opinberum vett- vangi segist Ingibjörg ekki hafa upplýsingar um það. „Þessi potta- kúltúr þekkist auðvitað víða þótt við Íslendingar stundum vafalaust heitu pottana meira en margar aðrar þjóðir.“ Hreinlæti í pottum á opinberum vettvangi Heilbrigðisyfirvöld sjá um eftirlit með heitum pottum á opinberum vettvangi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur kemur að eftirliti tæplega 100 heitra potta. Allt hreinlæti er með besta móti að sögn heilbrigðisfulltrúa hjá embættinu. Ingibjörg H. Elíasdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur. MYND/ÚR EINKASAFNI Heitir pottar eru vinsælir hjá fólki á öllum aldri. MYND/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.