Fréttablaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 6
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 SKIPULAGSMÁL Ekki verður frekari þróun hafnarlands í Reykjavík með landfylling- um. Útmörk heimilda um fyllingar í sam- þykktum skipulagsáformum hafa verið fullnýttar. Efnismóttöku á Kleppssvæði í Sundahöfn á vegum Faxaflóahafna verður því hætt í þessum mánuði, eftir 100 ára sögu þeirrar starfsemi. Á vegum Faxaflóahafna hefur móttöku á burðarhæfu fyllingarefni, sem til hefur fallið úr framkvæmdum á höfuðborgar- svæðinu, verið sinnt um langan tíma. Þetta fyllingarefni hefur verið nýtt til landgerðar og þróunar hafnarlands við Gömlu höfnina og Sundahöfn. Með þess- um hætti hefur höfnin fengið fyllingarefni með hagkvæmum hætti en í staðinn hafa þeim sem í framkvæmdum hafa staðið boðist stuttar vegalengdir við brottflutn- ing efnis, og umhverfisáhrifum og kostn- aði við flutning efnis með þessu haldið í lágmarki. Nú eru liðin nákvæmlega 100 ár frá því að efnisflutningar hófust í Reykjavík við upphaf hafnargerðar. Frá þeim tíma hefur hafnarland verið fyllt út og þróað í sam- ræmi við þróunaráform og þarfir á hverj- um tíma. - shá Þróun hafnarsvæða í Reykjavík er lokið samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi: Hætta móttöku fyllingarefnis í höfninni NÁTTÚRA Umhverfisstofnun hefur látið afmá stafina sem úðað var með olíumálningu á hól í miðju náttúru- vættisins Hverfjalls (Hverfells) í Mývatnssveit. Nú sjást nánast engin ummerki eftir áletrunina en ekki er útilokað að til frekari aðgerða þurfi að grípa síðar. Eins og greint var frá í fréttum voru í síðastliðn- um mánuði sex stórir stafir úðaðir með olíumáln- ingu á hól í miðju fjallsins. Áletrunin [Crater] var mjög áberandi og greinilegt að mikil vinna hafði farið í að búa hana til. Við að afmá stafina úr gígn- um var að mestu notast við efni úr gígnum til að hylja áletrunina, en um tíu lítrar af grárri málningu og svolítið af þynni voru notaðir til að úða fyrst á áletrunina til að hylja hana enn betur. Einnig var litað inni í Grjótagjá, en landeigendur sjá þar um hreinsun. Lögreglan á Húsavík fer með rannsókn málsins en er engu nær um hver eða hverjir voru þarna á ferð. Nokkrar vísbendingar hafa verið kannaðar; haft upp á fólki sem var á ferðinni á þessum slóðum. Haft var samband við hóp fólks í gegnum tölvupóst og rætt við fararstjóra. Þessi vinna hefur engu skil- að enn. - shá Rannsókn lögreglu hefur enn engu skilað um spellvirkja í Mývatnssveit: Búið að afmá stafi í Hverfjalli HVERFJALL Stafirnir voru 8-9 metrar á hæð. SUNDAHÖFN Uppbygging hafnarsvæða setur mikinn svip á borgarlandið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BANDARÍKIN Líklegt er að sak- sóknari fari fram á dauðarefsingu yfir Ariel Castro, manninum sem rændi þremur stúlkum á árunum 2002 til 2004 og hélt föngnum þar til á mánudag. Í Ohio-ríki er hægt að krefjast dauðarefsingar fyrir dráp á ófædd- um börnum. Michelle Knight hefur greint lögreglu frá því að hún hafi fimm sinnum orðið þunguð í prísund inni. Í öll skiptin hafi Castro svelt hana svo vikum skipt- ir og svo kýlt hana ítrekað í mag- ann þangað til hún missti fóstr- in. Timothy McGinty saksóknari hefur einnig sagt að Castro verði ákærður fyrir hvert einasta brot gegn konunum. Ákæruliðirnir gætu þannig skipt hundruðum eða þúsundum að lokum. Þá staðfesti rannsókn á erfða- efnum Castros og sex ára dóttur Amöndu Berry að Castro er faðir stúlkunnar. Berry hefur greint frá því að hún hafi verið neydd til að fæða barnið í lítilli uppblás- inni sundlaug og Knight hafi tekið á móti barninu. Knight greindi frá því í viðtölum við lögreglu að Castro hefði hótað henni lífláti ef Dauðarefsing yfir Castro möguleg Líklegt þykir að saksóknari fari fram á dauðarefsingu yfir manni sem hélt þremur stúlkum föngnum í um áratug í Cleveland. Maðurinn framkallaði fimm fósturlát með barsmíðum og svelti. Hann er faðir sex ára stúlku sem fæddist í prísundinni. Bæði móðir Ariels Castro og dóttir hans hafa tjáð sig við fjölmiðla um mál hans. Móðirin Lillian Rodriguez bað ungu konurnar fyrirgefningar í viðtali á fimmtudag. „Ég á sjúkan son sem hefur framið mjög alvarleg afbrot. Ég þjáist mjög mikið.“ Arlene dóttir hans kom fram í viðtali hjá CNN í gær. Hún kallaði hann öllum illum nöfnum og sagði að hann væri dáinn í hennar augum. „Það verða engar heimsóknir og engin símtöl. Hann getur aldrei orðið pabbi aftur. Ég hef enga samúð með manninum,“ sagði hún meðal annars. Hún sagði pabba sinn hafa verið góðan við þau systkinin og að hana hefði aldrei grunað hvað ætti sér stað á æsku- heimili hennar. Þegar hún vissi sannleikann hefðu hins vegar ýmis smáatriði raðast saman og hún hefði séð þau í nýju ljósi. Húsið hefði alltaf verið harðlæst, hún hefði stundum ekki fengið að koma inn í húsið strax og pabbi hennar hefði stundum horfið á meðan á heimsóknum hennar stóð. ➜ Dóttir og móðir Castro miður sín Meðal þeirra 200 hluta sem teknir hafa verið úr húsinu sem sönnunar- gögn herma fréttir að sé langt bréf sem Castro sjálfur skrifaði árið 2004. Í bréfinu kemur ýmislegt fram um hagi Castros. Meðal þess sem sagt er að komi þar fram er að honum hafi sjálfum verið nauðgað af frænda sínum þegar hann var barn og að for- eldrar hans hafi líka misnotað hann. Þá segist hann vera níðingur en biður einnig um að allar eigur hans renni til fórnarlamba hans eftir dauða hans. ➜ Vildi að eigurnar færu til fórnarlamba Málþing um nýsamþykkt lög um dýravelferð fimmtudaginn 16. maí kl. 13:30 -16:15 Dagskrá 13:30 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra setur málþingið 13:40 Kristinn Hugason: Kynningarerindi um hin nýju lög, aðdraganda þeirra, megin inntak og tilgang 14:00 Sigurborg Daðadóttir: Breyttar áherslur í starfi að velferð dýra og nýtt hlutverk Matvælastofnunar 14:20 Fyrirspurnir til KH og SD 14:30 Kaffihlé 15:00 Bændasamtök Íslands, afstaða bænda til hinna nýju laga 15:15 Dýraverndarsamtök Ísland, afstaða dýravina til nýrra laga 15:30 Pallborðsumræður / fyrirspurnir 16:15 Ráðstefnuslit og léttar veitingar Málþingið fer fram í Sjávarútvegshúsinu Skúlagötu 4 og eru allir velkomnir. Skráning á anr.is. Dýravelferð www.anr.is PO RT h ön nu n NIÐURLÚTUR CASTRO Castro tjáði sig ekkert þegar hann kom fyrir réttinn á fimmtudag. Sagt er að bréf frá honum greini frá misnotkun sem hann sjálfur varð fyrir og játningar á brotum gegn stúlkunum. NORDICPHOTOS/AFP barnið lifði ekki af, en hún blés lífi í það skömmu eftir fæðinguna. Ættingjar fyrrverandi konu Castros hafa einnig stigið fram og sagt frá því ofbeldi sem hann beitti konu sína í mörg ár. Hann er sagður hafa lamið hana oft, beitt hana andlegu ofbeldi og læst hana og börn þeirra inni í húsinu marg- sinnis. Hún fór frá honum árið 1996 og lést í fyrra. thorunn@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Haglabyssa og skotfæri fundust í tösku í bíla- leigubíl, sem hafði verið í útleigu hjá bílaleigu á Suðurnesjum í vikunni. Starfsmaður bílaleigunnar hafði tekið bílinn af leigjand- anum þar sem bílnum hafði ekki verið skilað á settum tíma. Þá neitaði maðurinn einnig að greiða leiguna og sagði að trygginga- félag ætti að gera það. Lögreglan gerði byssuna og skotfærin upptæk. Ósvífinn leigutaki: Fundu byssu í bílaleigubíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.