Fréttablaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 76
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 44
Veistu hvað er svart og hvítt og framleiðir rosalegan hávaða?
-Sebrahestur að spila á trommusett.
-Hvað er gult og mjúkt og stórhættulegt?
-Sítrónubúðingur með handsprengju.
-Hvað er hnöttótt, loðið og hóstar?
-Kókoshneta með kvef.
-Hvað er lítið, grænt og rosalega hávaðasamt?
-Marsbúi með trommukjuða.
-Hvað er röndótt og flýgur um himingeiminn?
-Fljúgandi diskur í náttfötum.
Teikningar og texti: Bragi Halldórsson
43
„Heyrðu, heyrðu,“ sagði Kata. „Þessar myndir eru ekki eins!“
Það er rétt, á neðri myndina vantar fimm hluti. Getur þú séð
hvaða hlutir það eru?
Brandarar
Hver eru þín helstu áhuga-
mál? Mér finnst mjög gaman
að syngja og dansa og ég er líka
í Kramhúsinu. Svo les ég líka
mjög mikið og ég æfi á fiðlu.
Svo finnst mér rosalega gaman
að elda og baka, smíða og
margt fleira.
Hvernig datt þér í hug að byrja
á ljóðabók? Mamma mín er í
ritlist í háskólanum og ég heyri
oft ljóð þaðan og svo er ég að
lesa rosaskemmtilega ljóðabók
sem heitir Bjarg.
Hver er uppáhaldshljómsveitin
þín? Þær heita Dætrasynir og
Skálmöld. Svo er ég líka hrifin af
alls konar öðrum hljómsveitum
og til dæmis Páli Óskari, ég fór á
tónleikana í Hörpu með honum.
Hvort myndir þú vilja geta gert
þig ósýnilega eða flogið, ef þú
mættir velja? Bæði, af því þá
gæti ég smogið fram hjá öllum
án þess að þeir taki eftir því og
farið hvert sem er án þess að
labba.
Hvaða bækur eru í mestu
uppáhaldi hjá þér? Eyja gull-
ormsins, Eyja glerfisksins og
Eyja sólfuglsins af því að þær
eru svo ævintýralegar. Og svo
finnst mér Týndu augun, Frosnu
tærnar og Steinhjartað rosalega
skemmtilegar því þær eru svo
spennandi.
Hvað langar þig til að verða
þegar þú verður stór? Dansari!
Hver er eftirlætiskvikmyndin
þín? Hobbitinn og Lord of the
Rings. Ég sá Lord of the Rings
fyrst þegar ég var þriggja ára
hjá pabba og svo horfir Eva
systir mín líka á þær.
Yrkir ljóð og dansar
Líneik Þula Jónsdóttir verður níu ára á þessu ári. Hún er nemandi í Vesturbæjar-
skóla og hefur áhuga á alls konar hlutum. Um þessar mundir vinnur hún að
sinni fyrstu ljóðabók.
LÍNEIK ÞULA Hefur gaman af því að elda, yrkja og dansa. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Þau Húgó, sem er níu ára, og Klara Sól, þriggja ára, sendu
krakkasíðunni þessar skemmtilegu myndir. Takk fyrir það!