Fréttablaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 34
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Við erum bara dugleg að láta drauma okkar rætast,“ segja þau Svavar Pétur og Berglind í kór, sitjandi í eldhúsinu þar sem Buls-urnar urðu til, sötrandi kaffi með flóaðri mjólk eins afslöppuð og nokkur möguleiki er að vera. Þeim finnst eiginlega alveg út í hött að einhverjum þyki lífsstíll þeirra sérstakur. „Við erum sjúk- legt draumórafólk og það er alltaf einhver hluti af dagdraumum okkar sem rætist, en sem betur fer ekki allir,“ segir Svavar. „Ekki það að okkur leiðist í raunveruleikanum. Við unum okkur bara vel í dagdraumunum.“ Þau kynntust haustið 2003 og giftu sig í júní 2004. Svavar hafði reyndar búið í Berlín meirihlutann af þeim tíma sem þau höfðu þekkst, en þau segjast bæði hafa vitað að þetta væri það rétta. Var það ævintýra- mennskan sem batt þau saman? „Við fund- um auðvitað fljótlega að við áttum þetta ævintýragen sameiginlegt,“ segir Svavar. „Þess vegna ákváðum við að gera með okkur hjónabandssamning sem snerist um það að vinna að því að láta draumana rætast. Síð- ustu níu ár hafa síðan bara farið í það og búið að vera mjög gaman.“ „Ég hef tvisvar gleymt mér og farið að hugsa um að ná ein- hverjum frama í vinnunni,“ segir Berglind. „Þá hefur Svavar snarlega minnt mig á samninginn og eftir á hef ég verið honum mjög þakklát fyrir það. Mér finnst samt mjög gaman að vinna við fjölmiðla og þykir vænt um vinnuna mína og samstarfsfélaga á RÚV svo þetta er stundum svolítil tog- streita.“ Eins og í ævintýri Meðal þess sem þau hafa gert er að flytja til Barselóna, þar sem Svavar vann í fjar- vinnu sem grafískur hönnuður fyrir For- lagið „á þeim dýrðartímum sem hægt var að lifa af einum íslenskum launum í útlöndum“ eins og Berglind orðar það. Eftir heimkomuna bættu þau enn í og fluttu til Seyðis fjarðar í eitt og hálft ár. „Við ætluð- um reyndar bara að vera eitt sumar,“ segir Berglind. „Ég var að vinna á DV og var búin að fá frí um sumarið til að við gætum prófað að búa úti á landi. Svo sá ég aug- lýst eftir svæðisfréttamönnum fyrir RÚV fyrir austan, norðan og vestan, sótti alls staðar um og fékk starfið á Egilsstöðum. Það reyndist svo gaman að við ílengdumst. Þetta var svo ótrúlega skemmtileg reynsla, næstum eins og í ævintýri. Ég hafði aldrei verið neitt af viti úti á landi áður, Svavar var hins vegar í sveit öll sumur austur í Berufirði.“ Eftir Seyðisfjarðardvölina átti landsbyggðin í þeim sterk ítök og hafa þau nýtt hvert tækifæri til að ferðast um land- ið, sumar sem vetur. Í haust stóðu þau til dæmis fyrir eins konar gistiheimilagjörn- ingi í Öxnadal, þar sem þau buðu upp á rétti sem Prins póló hefur sungið um og tónleika á eftir. Stuttu síðar voru þau ráðin sem gestakennarar á Drangsnesi og gerðu skóla- blað með krökkunum. Draumurinn núna snýst um það að „feta í spor forfeðranna og gerast bændur úti í sveit,“ eins og Svavar orðar það. „Tíminn fyrir austan var mjög gefandi að mörgu leyti og við föttuðum þar að það á vel við okkur að búa á rólegum stað úti í náttúrunni. Við vorum hálfpartinn plötuð í bæinn 2009 þar sem við stofnuðum fyrirtæki sem hét Havarí og var plötubúð, gallerí og tónleikastaður, eða dagklúbbur eins og við kölluðum það. Markmiðið var samt alltaf að fara aftur í sveitina þegar það væri búið. Núna er því verkefni lokið þannig að það er ekki eftir neinu að bíða með að fara bara aftur út í sveit.“ „Þetta er nú ennþá svolítið útópískur draumur,“ grípur Berglind fram í. „En þetta er eitthvað sem við verðum og munum prófa hvort sem það verður eftir einhverja mán- uði eða nokkur ár. Þá ætlum við að búa á sveitabæ, gerast nútímabændur og fara kannski meira út í matvælaframleiðslu.“ Saknaði pylsanna Já, vel á minnst. Hvernig stóð á því að þið fóruð út í hana? Svavar: „Já, það var nú eiginlega alveg óvart í upphafi. Málið var að ég hætti að borða kjöt fyrir ári og það eina sem ég saknaði voru pylsur. Ég held það sé nokkuð algengt, þótt ótrúlegt sé. Allavega veit ég um nokkrar grænmetisætur sem laumast niður á Bæjarins bestu í skjóli nætur. Það er eitt- hvert „craving“ sem situr eftir. Til að mæta þessari þörf fór ég að reyna að búa til græn- metispylsur og er núna búinn að vera að þróa þær í heilt ár.“ Ertu svona mikill matgæð- ingur? „Nei, Berglind er miklu betri kokkur en ég, en mér finnst gaman að gera tilraun- ir í matreiðslu.“ „Já, eldhúsið var stundum algjörlega undirlagt,“ segir Berglind. „Hann var alltaf að henda í nýjar og nýjar hrærur. En þetta er í raun ekki eldamennska, meiri svona útrás fyrir sköpunarþrána.“ Talandi um sköpunarþrá. Svavar Pétur er sennilega þekktastur sem tónlistar- maður og þau Berglind stofnuðu hljómsveit- ina Skakka manage fljótlega eftir að þau kynntust. Nú hefur hins vegar hljómsveitin Prins Póló stolið sviðsljósinu. Hvernig varð hún til? „Prins Póló varð til á Seyðisfirði, eiginlega út úr einveru,“ segir Svavar. „Ég var voða mikið einn heima á daginn, hún kannski veðurteppt á Egilsstöðum, og þá fór ég að semja lög. Þetta átti nú bara að vera til að drepa tímann en síðan vatt þetta upp á sig. Mér fannst líka svo gaman að semja textana á íslensku og mikilvægt að halda því áfram. Þetta er mikil vinna en mjög skemmtileg. Við erum búin að spila á fullt af skemmtilegum stöðum, túra um Pólland og víðar og þetta er mjög gefandi.“ Og þið eruð alltaf bæði að performera? „Já, oftast, síðan ég hætti í fæðingarorlofi,“ segir Berglind. „En þetta er svo breytileg hljómsveit. Stund- um spila þeir þrír, stundum erum við sex, stundum fjögur og stundum er Svavar bara einn. Það er rosa þægilegt. Maður getur sagt nei ef maður hefur of mikið að gera.“ Fermingargræjur systurinnar Og þið hafið aldrei hugsað út í það að lífsstíll ykkar sé óhefðbundinn? „Eiginlega ekki,“ segir Svavar og er furðu lostinn. „Ég ber mig voðalega lítið saman við annað fólk. Ég er bara að lifa mínu lífi og reyna að forðast árekstra og samanburð við aðra.“ „Þegar maður er með lítil börn er nú ekkert hægt að tala um eitthvað brjálæðislega óhefð- bundið líf,“ bætir Berglind við. „Dagurinn er náttúru lega í föstu formi.“ „Já, einmitt,“ segir Svavar. „Mér finnst líf okkar að mörgu leyti mjög ferkantað en það rúmast ansi mikið inni í þeim ferningi.“ Berglind er í íhlaupavinnu sem frétta- maður á RÚV og sér um utanumhald á nýjum Flóamarkaði á Nýbýlavegi í Kópa- vogi auk annarra tilfallandi verkefna og Svavar er sjálfstætt starfandi. Berglind á eitt barn úr fyrra sambandi, Elísu Egils- dóttur sem er nýfermd, svo eiga þau hjónin einn strák, Hrólf 3ja ára, og þriðja barnið er á leiðinni. Eru þau aldrei óttaslegin um afkomuna? „Þetta gengur í bylgjum,“ segir Berglind. „Stundum er brjálað að gera en svo koma tímabil sem minna er að gera og þá verðum við að hugsa upp eitthvað til að búa til peninga. Þá bara gerir maður það, notar ímyndunar aflið og það reddast alltaf. Við náum alltaf að borga reikningana og erum í skilum í bankanum, þannig að þetta gengur alveg.“ „Í rauninni snýst þetta um að setja sér markmið og framkvæma það þótt þú mögulega hafir það skítt á meðan þú ert að hrinda því í framkvæmd. Og þá meina ég fjárhagslega. En ef þú ert að skapa þér lifibrauð með hugmyndum þínum þá er allt í lagi að hafa það skítt í svolítinn tíma,“ segir Svavar. Berglind tekur undir þetta og bætir við: „Það er líka smá eftir af þýska geninu í mér. Ég er rosa sparsöm. Bara ósjálfrátt. Það er ekki eins og ég þurfi að pína mig til að sleppa því að eyða pening- um, það er bara eitthvað innbyggt.“ „Ég eyði eiginlega ekki peningum í neitt nema það tengist því sem ég er að gera,“ bætir Svavar við. „Við kaupum okkur yfirleitt ekki húsgögn, fundum þessa stóla til dæmis á ruslahaugunum á Seyðisfirði. Eina mublan sem við höfum keypt er sófinn okkar. Allt annað er samtíningur frá öðrum sem við höfum fengið gefins. Ég er til dæmis ennþá með fermingar græjur systur minnar sem hljómflutnings tæki, þær eru frá 1987. Og gítarinn sem ég nota mest keypti ég mér skömmu eftir fermingu.“ „Þetta er bara okkar val,“ skýtur Berglind inn í. „Það eru allt aðrir hlutir sem skipta okkur máli en eitthvað dót sem fæst fyrir peninga.“ BERGLIND OG SVAVAR HAFA KOMIÐ VÍÐA VIÐ OG TEKIÐ AÐ SÉR ALLS KYNS STÖRF UM ALLT LAND– OG VÍÐAR Lifa í dagdraumunum Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler lifa engan veginn dæmigerðu lífi. Þeim finnst ekkert eðlilegra en að taka sig upp með alla fjölskylduna, sem telur fjóra meðlimi og mun telja fimm í ágúst, og flytja úr landi eða út á land. Og nú er Svavar kominn í framleiðslu á grænmetispylsum, Bulsum, sem hann þróaði í eldhúsinu heima. Hvernig fara þau að þessu? OPNUN HAVARÍS BERGLIND UNDIRBÝR GIGG PRINS PÓLÓ OG FRÚ SVAVAR Í SNJÓNUM Á SEYÐISFIRÐI Þegar Svavar hætti að borða kjöt sat eftir óstjórnleg löngun í pylsur. Hann fór því að prófa sig áfram og niðurstaðan varð Bulsur, þar sem íslenskt bankabygg leikur stórt hlutverk. Auk þess innihalda Bulsur meðal annars baun- ir, mjöl, hörfræ og chia-fræ, möndlur, íslenska repjuolíu og íslenskt sjávarsalt. Markmiðið var að notast við íslenskt hráefni svo framarlega sem kostur væri og naut Svavar meðal annars liðsinnis Matís og Nýsköpunarmiðstöðvar við vöruþróunina. Bulsur fara á markað 1. júní og verða til sölu í Melabúðinni og Frú Laugu. En fram að því er hægt að styðja við Bulsurnar á vefsíðunni www.karolinafund.com þar sem hópfjármögnun verkefnisins fer fram. Bulsur– hvað er nú það? Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DREYMIR UM SVEITINA Berglind og Svavar búa eins og er í miðbæ Reykjavíkur en draumurinn er að flytja út í sveit og gerast nútímabændur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.