Fréttablaðið - 15.06.2013, Side 2

Fréttablaðið - 15.06.2013, Side 2
15. júní 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 FÓLK Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur fært lögheimili sitt til Bret- lands og er því ekki lengur skráð til heimilis með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Flutningar lögheimilis Dorritar frá Bessastöðum til Bretlands gengu í gegn í fyrra, án athuga- semda frá Þjóðskrá, en samkvæmt íslenskum lögum þurfa hjón að vera skráð á sama lögheimili. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir skráninguna hafa gengið í gegn með venjubundnum hætti, án athugasemda frá Hagstofu og Þjóð- skrá. „Breytingin tengist heimili, störf- um og fjölskyldu Dorritar í Lond- on,“ segir Örnólfur. „Það var engin athugasemd gerð af hálfu opinberra aðila.“ Spurður hvort Dorrit og Ólafur hafi slitið samvistir segir hann svo ekki vera. „Að sjálfsögðu eru þau ekki búin að slíta samvistir og hún verður auðvitað hér á þjóðhátíðardaginn.“ Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá þurfa hjón að slíta sam- vistir til þess að geta haft sitthvort lögheimilið samkvæmt lögum. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir að fólk þurfi að framvísa staðfestingu á því að það sé búið að slíta samvistir eða sé að skilja að borði og sæng, ætli annað hjónanna að flytja lögheimili sitt. Svoleiðis séu lögin og engar undan- tekningar gerðar á því að undan- skildum þingmönnum, ráðherrum og starfsmönnum sendiráða erlend- is. Hún geti þó ekki tjáð sig um ein- stök mál. Greint var frá því í fyrra að Dorr- it greiðir ekki auðlegðarskatt hér á landi, þrátt fyrir að vera búsett hér og gift Íslendingi. Fjölskylda henn- ar er vellauðug og voru foreldrar hennar einir fremstu skartgripa- safnarar heims. Eignir fjölskyld- unnar eru metnar á tugi milljarða og hefur hún meðal annars ratað á lista Times um auðugustu fjöl- skyldur heims. Bæði forseti Íslands og maki hans greiða skatta og gjöld af tekjum sínum og eru hjón lögum samkvæmt samsköttuð. Dorrit fékk íslenskan ríkis- borgara rétt árið 2006, þremur árum eftir að hún giftist Ólafi Ragnari. Dorrit og Ólafur trúlofuð- ust árið 2000 og giftu sig á afmælis- degi forsetans þann 14. maí 2003. sunna@frettabladid.is Dorrit búin að flytja lögheimilið úr landi Lögheimili Dorritar Moussaieff er nú í Bretlandi. Ástæðan er sögð „heimili, störf og fjölskylda“ Dorritar í London. Samkvæmt lögum verða hjón að hafa sama lög- heimili. Forsetaembættið segir opinberar stofnanir ekki hafa gert athugasemdir. „Hjón eiga sama lögheimili. Hafi þau sína bækistöðina hvort skal lögheimili þeirra vera hjá því hjónanna sem hefur börn þeirra hjá sér. Ef börn hjóna eru hjá þeim báðum eða hjón eru barnlaus skulu þau ákveða á hvorum staðnum lögheimili þeirra skuli vera, ella ákveður Þjóðskrá Íslands það. Hjón, sem slitið hafa samvistir, eiga sitt lög- heimilið hvort.“ Úr 7. grein laga um lögheimili „Hjón eiga sama lögheimili“ EKKI SKRÁÐ Á BESSASTÖÐUM Dorrit býr nú samkvæmt Þjóðskrá í Bretlandi, en forsetahjónin hafa ekki slitið samvistir, að sögn forsetaritara. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Að sjálfsögðu eru þau ekki búin að slíta sam- vistir og hún verður auðvitað hér á þjóðhátíðardaginn. Örnólfur Thorsson forsetaritari ÍRAN, AP Íranar gengu að kjörborðinu í gær til að velja sér forseta. Ekki er þess að vænta að eftir- maður Mamúds Amadínedjad á forsetastóli muni breyta miklu í stefnu eða stjórn landsins þar sem allir sex frambjóðendurnir eru taldir vera þóknan- legir Alí Kamení erkiklerki sem fer þrátt fyrir allt með öll völd í ríkinu. Helstu kosningamál voru kjarnorkuáætlun Írans, sem eru að vísu á hendi Kamenís, en refsi- aðgerðir vesturveldanna henni tengdar hafa valdið miklum efnahagserfiðleikum í landinu. Þeir fáu umbótasinnar sem hugðu á framboð voru settir út af kjörskrá af mismunandi ástæðum. Meðal annars var Rafsanjaní, fyrrverandi forseta, bannað að bjóða sig fram sökum aldurs. Rafsanjaní styður þó Hasan Rohaní, sem þykir einna frjálslyndastur, en helsti harðlínumaðurinn er Saíd Jalílí. Fyrstu tölur lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun, en talið var líklegt að fyrrnefndir fram- bjóðendur yrðu efstir og kosið yrði milli þeirra í annarri umferð eftir viku. - þj Átta frambjóðendur voru í kjöri til embættis forseta Írans í gær: Erkiklerkurinn mun ríkja áfram Á KJÖRSTAÐ Þessar konur mættu til að nýta kosningarétt sinn. Kosningaþátttaka var nokkuð góð og þurfti meðal annars að lengja opnunartíma kjörstaða víða. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÉLL AF HESTBAKI Drengur slasaðist illa eft ir að ökuníðingur fældi hesta með bílfl auti. 4 FASTEIGNAMAT HÆKKAR Heildarmat fasteigna hækkar um 4,3 prósent. 6 STYÐJA UPPREISNARMENN Bandarísk stjórnvöld fyrirhuga að senda hergögn til sýrlenskra uppreisnarmanna. 8 „Ég get nefnt mörg dæmi þess að stelpur hljóti tækifæri eftir að sigra og taka þátt í svona keppnum.“ 8 Heiðar Jónsson snyrtir um fegurðasamkeppnina Ungfrú Ísland. FRÉTTIR 2➜12 SKOÐUN 16➜19 HELGIN 20➜42 SPORT 64 MENNING 54➜70 ÓLAFUR ER MICHAEL JORDAN HANDBOLTANS Snorri Steinn Guðjónsson lofar Ólaf Stefánsson, sem kveður íslenska landsliðið í dag. HEIMS- OG ÓLYMPÍUMEISTARAR Á ÍSLANDI Ísland mætir Noregi í æfi ngaleik á sunnudag. STEFNA Á AÐ SIGRA SMÁLÖNDIN 20 Hljómsveitin Bárujárn lauk nýverið upp- tökum á annarri breiðskífu sinni. TÓKU BARA SÉNSINN 24 Elín Reynisdóttir fl utti með alla fj ölskylduna til Dubai. Í SVIÐSLJÓSINU FRÁ BLAUTU BARNSBEINI 30 Systkinin Sólveig og Þorleifur Arnarsbörn standa á tímamótum og eru bæði á förum til Þýskalands þar sem nýir sigrar bíða. UMRÆÐA UM ORKUNÝTINGU Á VILLIGÖTUM 32 Ari Trausti Guðmundsson segir hraða uppbyggingu Hellisheiðarvirkjunar mistök sem hafi átt sér pólitískar og efnahagslegar rætur. RON JEREMY KOM BAKSVIÐS 36 Sjöunda hljóðversplata Sigur Rósar, Kveikur, kemur út á þjóðhátíðardegi Íslendinga. STÓRKOSTLEGUR FERILL Á ENDA 38 Ólafur Stefánsson, dáðasti handknattleiksmaður Íslendinga, leikur sinn síðasta landsleik á morgun. KRAKKAR 40 KROSSGÁTA 42 TVÆR STEFNURÆÐUR OG EIN Í ÞUNGAVIGT 16 Þorsteinn Pálsson um stefnuræður og fyrirheit VEIÐIGJALDIÐ ER LANGHAGKVÆMASTA TEKJULINDIN 18 Jón Steinsson um veiðigjald TIL VARNAR VÍSINDUM 19 Ómar Harðarson um Persónuvernd og Íslenska erfðagreiningu BÖRNIN Á BREIÐTJALDIÐ Jón Atli selur kvikmyndaréttinn að Börnunum í Dimmuvík. 54 ELSKHUGINN ER EKKI MÁLIÐ Ritdómur um Elskhugann eft ir Karl Franzson 56 GRAPEVINE 10 ÁRA Myndir úr afmælisfagnaði 58 SEMJA FYRIR THE SATURDAYS Strákarnir í íslenska upptökuteyminu StopWaitGo sömdu diskósmell fyrir bresku stúlknasveitina The Saturdays. 70 SETUR SVIP Á HVERFIÐ Veggmynd af eldri manni prýðir steinhús í Vesturbænum. 70 Efasemdir eru uppi um að Gestur Valur Svansson hafi sagt satt um handritaskrif sín í samkrulli við framleiðslufyrirtæki Adams Sandler. Myndin sem Gestur Valur sagðist vera með í skrifum átti að heita Síðasta fullnægingin en greinilega er mjög óvíst hvort af gerð hennar verður. Leoncie gerði allt vitlaust í vikunni þegar hún veittist með harkalegu orðfæri að þjóðargersemunum Björk og Sigur Rós. Kónginum sjálfum, Bubba Morthens, var nóg boðið og sagði indversku prinsess- unni að þegja. FIMM Í FRÉTTUM HANDRITAFÖLSUN, SÓLBRUNI OG GRÍMAN ➜ Kristbjörg Kjeld var valin besta leikkona ársins á Grímuverðlaun- unum á miðvikudagskvöld fyrir hlutverk sitt í Jónsmessunótt. Kristbjörg er orðin vön upphefð af þessu tagi, enda hlaut hún sömu verðlaun í fyrra. Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar, gefur lítið fyrir áhyggjur manna af ósjálfbærni Hellisheiðarvirkjunar. Hann segir málið hluta af „öfugsnúinni umhverfis- umræðu“ og pólitískri refskák. Sólgleraugnasölumaðurinn Steinar Thorberg segir farir sínar ekki sléttar eftir heimsókn á sólbaðsstofuna Sól 101. Hann brenndist illa í andliti og á líkama og fannst ótækt að hafa ekki fengið hlífðar- gleraugu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.