Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2013, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 15.06.2013, Qupperneq 6
15. júní 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 EFNAHAGSMÁL Þjóðskrá Íslands kynnti í gær nýtt fasteignamat sem tekur gildi um áramótin. Heildarmat fasteigna á landinu hækkar um 4,3% frá yfirstand- andi ári og verður 4.956 milljarð- ar króna. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar fasteignamatið um 4,4% en mest hækkun er á Suðurlandi. „Heildarfasteignamatið hækk- ar um 4,4% en svo eru alltaf sveitarfélög og hverfi sem hækka meira en önnur. Sé litið á íbúðar- húsnæði er þróunin ekki jafn skýr og stundum áður. Við sjáum að fasteignamatið hækkar talsvert í nýjum hverfum eins og Norð- lingaholti og Leirvogstungu í Mos- fellsbæ en svo hækkar það einn- ig mikið í hverfum miðsvæðis,“ segir Margrét Hauksdóttir, for- stjóri Þjóðskrár. Í nýja matinu hækkar mat 86,9% eigna á landinu en mat 13,1% eigna lækkar. Breyting á fasteignamati 90% eigna er á bilinu 0 til 15%. Á höfuðborgar- svæðinu hækkar matsverð íbúa í fjölbýli meira en mat íbúða í sér- býli en utan höfuðborgarsvæðisins er þessu öfugt farið. Þá hækkar frístundahúsnæði að jafnaði mest eða um 9,2%. Sé litið til einstakra sveitar- félaga hækkar fasteignamatið mest í Strandabyggð, um 16,3% og í Vestmannaeyjum, 10,1%. Fast- eignamatið lækkar hins vegar um 0,6% í Reykjanesbæ og um 0,3% í Grindavík. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar fasteignamat hverfa miðsvæðis að jafnaði meira en þeirra sem eru á jaðri svæðisins. Mest hækkar fasteignamatið þó í Garðabæ og á Arnar nesi eða um 13,8% og um 12,8% í Norðlingaholti. Þá hækkar matið um 7% í Hlíðunum og um 6,4% í Skerjafirði. Minnst er hækkunin í Árbæ, eða um 1%, og þá lækkar það lítillega í Ártúns- holti og Höfðum, vestan Hraun- holtsbrautar í Garðabæ, í Selás- hverfi og í Blesugróf. Þegar litið er til atvinnu- húsnæðis er hækkunin mjög jöfn á landinu öllu, eða 4,1%. Alls tekur matið til 125.700 íbúðareigna en heildarfjöldi fasteigna á Íslandi er 188.000. Eru þær metnar á sam- tals 4.956 milljarða. Fjölmargir þættir hafa áhrif á fasteignamatið. Má þar nefna staðsetningu fasteignar, stærð hennar, fjölda herbergja og hæða, byggingarár og fjölda íbúða í húsi. Breytingar á fasteignamati hafa töluvert að segja fyrir sveitar- félög þar sem skattar eru lagðir á fasteignir eftir matinu. Nálgast má upplýsingar um mat eigin fast- eignar á vefsíðunni Island.is. magnusl@frettabladid.is Breyting á fasteignamati Heildarmat fasteigna á landinu hækkar um 4,3 prósent um áramótin. Vestfi rðir 5,4% Norðurland vestra 2,5% Norðurland eystra 5,7% Vesturland 4,2% Höfuðborgarsvæðið 4,4% Suðurnes 0% Suðurland 5,8% Austurland 4,8%DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU P O K A H O R N IÐ Óskað er eftir tilnefningum til viðurkenninga umhverfis- og auðlindaráðuneytisins Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlinda- ráðuneytisins verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um íslenska náttúru. Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti verður veitt einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúru- verndar. Tilnefningar ásamt rökstuðningi skal senda fyrir 16. ágúst 2013 á umhverfis- og auðlinda- ráðuneytið, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, eða á netfangið postur@uar.is Við sjáum að fast- eignamatið hækkar tals- vert í nýjum hverfum eins og Norð- lingaholti og Leirvogs- tungu í Mosfellsbæ en svo hækkar það einnig mikið í hverfum miðsvæðis. Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Mat 86,9% fasteigna hækkar um áramót Nýtt fasteignamat var kynnt af Þjóðskrá í gær. Meðalhækkun matsins er 4,4% en íbúðar- húsnæði hækkar örlítið meira að jafnaði en atvinnuhúsnæði. Mest hækkun er á mati eigna í Strandabyggð og Vestmannaeyjum en það lækkar í Reykjanesbæ og Grindavík. VIÐSKIPTI Skipti hf. hafa nú upp- fyllt öll skilyrði sem sett voru fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Undirritaður hefur verið lánssamningur við Arion banka að fjárhæð 19 milljarðar og þá hefur félagið tekið á móti áskriftar- loforðum frá fagfjárfestum að nýjum skuldabréfaflokki að fjár- hæð átta milljarðar en alls bárust tilboð að fjárhæð tólf milljarðar. „Efnahagur félagsins verður sterkur eftir þessar breytingar og með lækkun skulda mun fjár- magnskostnaðurinn lækka veru- lega,“ segir Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Skipta, um tíð- indi gærdagsins. Í kjölfar endurskipulagningar- innar lækka skuldir Skipta úr 62 milljörðum í 27 milljarða. Eigendur alls 22 milljarða skuldabréfaflokks félagsins, á gjalddaga í apríl 2014, eignast hlutafé í stað skuldanna og það sama gildir um hluta krafna Arion banka, stærsta lánar drottins Skipta. Stórt sambankalán hefur svo verið endurfjármagnað með annars vegar nítján milljarða láni frá Arion banka og hins vegar nýju skuldabréfunum. Að endurskipulagningu lokinni er Arion banki stærsti hluthafi Skipta með 38,3% hlut en næst- stærstu eigendurnir eru Lífeyris- sjóður verslunarmanna, Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóður. - mþl Fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta að ljúka og skilyrði lánardrottna uppfyllt: Mikil eftirspurn eftir skuldum Skipta SÍMINN Síminn er langstærsta dóttur- félag Skipta en félagið á einnig Skjáinn, Mílu, Senu og Trackwell, svo nokkur félög séu nefnd. Save the Children á Íslandi LÖGREGLUMÁL Ökumaður var tekinn á 160 kílómetra hraða í Eyjafjarðarsveit eftir hádegi í gær. Lögreglan stöðvaði einnig tvo aðra ökumenn, sem mældir voru á 130 kílómetra hraða í Öxnadal. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri er töluverður viðbúnaður í umdæminu vegna Bíladaga sem fara fram í bænum um helgina. Lögreglan hvetur ökumenn til að keyra á löglegum hraða og hafa beltin spennt. Ofsaakstur fyrir norðan: Tekinn á 160 í Eyjafjarðarsveit SKIPULAGSMÁL Baráttutónleikar verða haldnir á Austurvelli á morgun þar sem niðurrifi Nasa og byggingu risahótels verður mótmælt. Tónleikarnir, sem hefjast klukkan 14, eru á vegum BIN-hópsins svokallaða, og meðal þeirra sem koma munu fram eru Ágústa Eva, Daníel Ágúst, Raggi Bjarna, Högni Egilsson og Páll Óskar. Páll Óskar segir engan vilja fyrir því af hálfu borgaryfirvalda að breyta byggingar- áformunum. „Borgaryfirvöld hafa gefið skýra yfir- lýsingu um að þau elski bara þessa hótel- hugmynd. Þeim finnst þetta brilljant. Allar aðrar hugmyndir hafa ekki einu sinni fengið hljómgrunn hjá þeim.“ Páll segir borgaryfirvöld hafa gert allt sem í þeirra valdi standi til þess að greiða götu húseigandans. „Ég er bara alveg gáttaður á því. Hvers vegna eru borgaryfirvöld ekki meira í liði með almenningi sem hefur hatrammlega mótmælt þessum áformum? Sautján þúsund manns hafa skrifað undir mótmæli á Ekki.is, þar af hafa tvö hundruð tónlistarmenn skrifað undir og athugasemdum hefur rignt inn. Til hvers er íbúalýðræði ef það er ekki hlustað á það?“ - hva Páll Óskar og fleiri troða upp á tónleikum á Austurvelli til bjargar Nasa: Borginni finnst hótel „brilljant“ NASA VIÐ AUSTURVÖLL Þetta hús er býsna umdeilt. PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.