Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2013, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 15.06.2013, Qupperneq 8
15. júní 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 Heiðar Jónsson snyrtir er fullviss um réttmæti fegurðarsamkeppna. Hann segir tækifæri sem opnist fyrir vinningshöfum gífurleg. „Ég get nefnt mörg dæmi þess að stelpur hljóti tækifæri eftir að sigra og taka þátt í svona keppnum. Þetta fá ekki allir að upplifa.“ Heiðar segir jafnframt að það sé skiljanlegt að stúlkur sem hafi óraunhæfar hugmyndir um útlit sitt verði fyrir vonbrigðum í slíkum keppnum. „Þetta er ekki fyrir alla auðvitað. Ég er jafnréttissinni, en mér finnst við ekki mega verða algjörlega kynlaus. Það er í lagi að girnast annað fólk. Það finnst mér allavega,“ segir Heiðar kíminn. „Ég er jafn- réttissinni, en mér finnst við ekki mega verða algjör- lega kynlaus. Það er í lagi að girnast annað fólk.“ „Ég tel að fegurðar- samkeppnir séu úrelt fyrir- bæri og hluti af útlitsdýrk- andi áherslum sem valdi konum gjarn- an sársauka og misrétti.“ ER FEGURÐAR- SAMKEPPNIR RÉTTMÆTAR? Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður endurvakin í ár. Skiptar skoðanir eru um rétt- mæti slíkrar keppni og fólk er almennt klofið í afstöðu sinnar til hennar. olof@frettabladid.is Katrín Oddsdóttir mannréttindalögfræðing- ur „Ég er fegurðardrottning og ég brosi í gegnum tárin. Tárin grundvallast mögulega á geðs- hræringu vegna sigurs eða vegna vannæringar, ofurálags, streitu og kvíða yfir því að ég standi á sundbol fyrir framan fjölda manns sem leggur á mig mat eins og nautgrip út frá útliti mínu,“ segir Katrín Odds- dóttir, sem sjálf hefur sótt um þátttöku í keppninni umdeildu. „Ég tel að fegurðarsamkeppnir séu úrelt fyrirbæri og hluti af út- litsdýrkandi áherslum sem valdi konum oft sársauka og misrétti. Þrátt fyrir þessi orð mín tel ég þá sem dæma þátttakendur sem vitlausa hafa rangt fyrir sér,“ segir Katrín jafnframt. Katrín Oddsdóttir lögfræðingur og Heiðar snyrtir hafa ólíkar skoðanir á fegurðarsamkeppni: Úrelt fyrirbæri, útlitsdýrkun eða einstakt tækifæri? raut fyrir stjórnendur sem viljamsbNá menntun sæta b ína og hæfni sam- nnu án þða vihli ess að skuldbinda sig ímanámsangttil l . hannað aðmið er Ná þj g y y g al óðle ri f rirm nd o íslenskum að að lag aðstæðum. Sérfræðingar arfsaðilar Hsamstg áskólans í Reykjavík sjá o sluna sem ekennum r byggð að miklu leyti á m verkefnýtuhag num. kna millibili áKennt er í lotum með fjögurra vi ð hefst þann mtudegi og föstudegi. Námifim . mars 2014.19. september 2013 og lýkur 21 NÁMSLOTUR: Forysta til framfara eytingaStefnumótun og stjórnun br rnunStefnumiðuð mannauðsstjó nköpuRekstur og verðmætas Árangur á markaði gatæknimninVerkefnastjórnun og sa me for Manam agement DevelopmentgrroP PMD-STJÓRNENDANÁM HR „Leiðbeinendurnir eru í góðum tengslum við atvinnulífið sem gerir námsefnið, dæmin og verkefnin raunhæf og hagnýt.“ Þorgerður Þráinsdóttir, forstöðumaður verslana- og markaðssviðs Lyfju. opnihaskolinn.is olinn@opnihaskolinn.is skopniha Sími 599 6200 HLUTI AF ÚTLITSDÝRKUNTÆKIFÆRI OG FERÐALÖG SKULDAMÁL Landsbankinn hefur nú hafið endurreikning á megin- þorra ólögmætra gengistryggðra lána. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá bankanum í gær. Landsbankinn var eini stóri bankinn sem enn var ekki byrjað- ur að endurreikna lánin. Þar á bæ var borið við réttaróvissu, þar til dómur féll í Hæstarétti í lok maí í máli Plastiðjunnar gegn bankanum. Um tugi þúsunda lána er að ræða og verða þau endurreiknuð í áföng- um. Í tilkynningunni segir að innan bankans sé vonast til að hægt verði að ljúka endurreikningum að mestu fyrir áramót. - sh Landsbankinn byrjar að endurreikna gengislán: Endurreikningi lokið að mestu á þessu ári ■ Vinnu við útreikning stórs hluta fasteignalána er þegar lokið. ■ Fyrstu endurútreikningar á bílalánum verða birtir viðskipta- vinum í byrjun júlí. ■ Útreikningar vegna leiðréttingar annarra lána en fasteigna- og bílalána verða birtir strax í þessum mánuði. ■ „Innan tíðar“ mun bankinn hefjast handa við leiðréttingu fyrirtækjalána. Nokkrir áfangar BYRJAÐUR Landsbankinn hefur ekki viljað byrja endurreikninginn fyrr en nýlega. SVÍÞJÓÐ Býflugnaræktandinn Lars Höglund í Landtjärn fyrir utan Härnösand í Svíþjóð er alveg að gefast upp, að því er segir í frétt á vef Dagens Ny- heter. Undanfarin tvö ræktunar- tímabil hafa skógarbirnir í hun- angsleit valdið skemmdum á býflugnabúum hans fyrir jafn- gildi tæpra þrettán milljóna íslenskra króna. Býflugnabú Höglunds eru meðal þeirra stærstu í Svíþjóð og úr hverju býflugnasamfélagi fást allt að fimmtíu kíló af hun- angi á venjulegu ári. Talið er að tveir birnir hafi eyðilagt þrjátíu af áttatíu búum hans. Höglund vill að birnirnir verði felldir en yfirvöld hafa neitað beiðni hans um bjarndýraveiðar í verndunar- skyni. - ibs Tjón hjá býflugnabónda: Bangsar stela hunanginu SKÓGARBJÖRN Svangir bangsar gerðu usla. NORDICPHOTOS/GETTY BANDARÍKIN Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, hefur ákveðið að veita uppreisnarhópum í Sýrlandi beina hernaðaraðstoð þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar sínar um að gera það ekki. Markar þetta stefnubreytingu í þátttöku Bandaríkja- manna í borgarastyrjöldinni, sem hefur staðið í tvö ár, en þeir halda því fram að þeir hafi áreiðanlegar heimildir fyrir því að efnavopnum hafi verið beitt af sýrlenskum stjórnvöldum og valdið dauða 100 til 150 manns. Barack Obama segir þessa beitingu efnavopna hafa gerbreytt stefnu sinni en bandarísk stjórnvöld höfðu áður aðeins veitt sýrlenskum uppreisnarmönnum aðstoð í formi herþjálfunar og sent til þeirra mat- og lyfjabirgðir. Sýrlensk stjórnvöld sendu frá sér yfirlýs- ingu á föstudag þar sem kom fram að ásakanir bandarískra stjórnvalda væru byggðar á lygum og var því haldið fram að Obama notaði ósannar upplýsingar í því skyni að réttlæta hernaðaraðstoðina. Rússnesk stjórnvöld taka í sama streng en Yuri Ushakov, aðstoðarmaður Putins í utanríkismálum, segir gögn banda- rískra stjórnvalda ekki sannfærandi. Hann segir jafnframt að hernaðaraðstoð sem þessi gæti haft neikvæð áhrif á tilraunir til friðar- viðræðna milli hinna stríðandi fylkinga. Sam- einuðu þjóðirnar sögðu fyrr í vikunni að 93.000 manns hefðu nú látist í borgarastyrjöldinni. nannae@365.is Obama sendir hergögn til uppreisnarhópa í Sýrlandi Bandaríkin fyrirhuga hernaðaraðstoð við sýrlenskra uppreisnarhópa. Ákvörðunin er byggð á meintri beitingu efnavopna af hálfu sýrlenskra stjórnvalda. Þar í landi er ásökununum vísað á bug og þær sagðar fyrirsláttur. ÁTÖK Í SÝRLANDI Sýrlenskir uppreisnarhópar þiggja hernaðaraðstoð frá Bandaríkjamönnum. Sameinuðu þjóðirnar segja 93.000 manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.