Fréttablaðið - 15.06.2013, Síða 10

Fréttablaðið - 15.06.2013, Síða 10
15. júní 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Annað megin- atriði í breyting- unum er að vald verður í auknum mæli fært frá Brussel til aðild- arríkjanna. „Á vettvangi ESB er gerð almenn löggjöf sem ríkin sjá um að framfylgja með ítarlegri hætti. Aðildarríki innan ákveðins svæðis geta þá komið sér saman um tillög- ur um innleiðingu ESB-reglna.“ Poulsen tekur sem dæmi heimild- ir til framsals aflaheimilda. Fram- kvæmdastjórnin hafi talað fyrir því að skylda aðildarríkin til að hafa slíkan hátt á, þar sem viðhorfið þar á bæ hafi verið að það fyrirkomulag myndi vinna gegn ofveiði. Það náði hins vegar ekki í gegn, en hverju ríki er þó frjálst að hafa veiðiheim- ildir framseljanlegar. Hann segir aðspurður að í þessu ferli megi segja að vísindin hafi tekið við af pólitík hvað varðar stjórn fiskveiða í ESB. „Það er engar ýkjur, því að nú er alveg ljóst að ákvörðun veiði- heimilda verður að fylgja vísinda- legum forsendum til að tryggja sjálfbærni.“ SJÁVARÚTVEGUR Eftir margra ára þref hafa aðildarríki ESB loks náð saman um breytingar á sameigin- legu fiskveiðistefnunni. Ráðherra- ráðið og Evrópuþingið sættust fyrir síðustu mánaðamót á heildarpakka, sem er miðaður að því að tryggja sjálfbærni fiskveiða eftir mikla ofveiði úr stofnum ESB um árabil. Breytingarnar verða að öllum lík- indum staðfestar í lok mánaðarins og taka gildi í upphafi næsta árs. Ole Poulsen, helsti sérfræðing- ur Dana í sjávarútvegsmálum, var staddur hér á landi í vikunni til að kynna breytingarnar, en Poulsen leiddi endurskoðunarstarfið í ráð- herraráðinu á meðan Danir höfðu þar forsæti á síðasta ári. Hann segir þetta marka tímamót fyrir sjávarútveg í Evrópu. „Þetta er sannarlega stórt skref. Við höfum áður leitt í gegn breyt- ingar á stefnunni, en þetta eru mun meiri grundvallarbreytingar en hingað til. Það sem munar mest um er að stefnan er unnin út frá sjónar- miðum vistkerfisins, bannar brott- kast og eykur svæðanálgun.“ Poulsen segir að erfiðasti hjall- inn í umbótaferlinu hafi verið að fá aðildarríkin til að samþykkja bann við brottkasti. En af hverju er slíkt umdeilt? „Það er erfitt í framkvæmd vegna þess að skipum verður nú gert að tilkynna allan sinn afla og eiga heimildir fyrir honum. Því þurfti að koma upp kerfi með úrræði sem hægt væri að nota til að bregðast við því ef ekki væri til kvóti fyrir meðaflanum.“ Meðal þeirra úrræða sem Poul- sen á við er að meðafla mætti að hluta til draga af heimildum í þeirri tegund sem ætlað var að veiða, en þau tilfelli verða metin hvert fyrir sig. Stórt skref í átt að sjálfbærni Sérfræðingur í fiskveiðistefnu ESB segir að grundvallarbreytingar hafi verið gerðar með nýsamþykktum breytingum. Stefnt sé að sjálfbærni veiða, brottkast bannað í áföngum og aðildarríkin fái meiru ráðið. ■ Eins og sakir standa er veitt of mikið úr 68% allra fiskistofna ESB, þar á meðal 80% í Miðjarðarhafinu. ■ Talið er að um 23% af öllum fiskafla í ESB-ríkjum sé hent í sjóinn aftur, en nýju lögin gera ráð fyrir því að slíkt verði bannað í áföngum á næstu þremur árum. ■ Poulsen hefur talað á opnum kynningarfundum á Stykkishólmi, í Vest- mannaeyjum og Reykjavík síðustu daga, auk þess sem hann hefur hitt fólk úr stjórnsýslunni og sjávarútvegsgeiranum. 23% afla hent aftur í sjóinn Í ÁTT TIL SJÁLFBÆRNI Aðildarríki ESB hafa komið sér saman um breytingar á fiskveiðistefnu sambandsins. Sjávarútvegsgeirinn í ESB hefur um langa hríð einkennst af ofveiði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP OLE POULSEN BRETLAND, AP Flugfélög um allan heim gætu átt yfir höfði sér sekt ef þau hleypa Edward Snowden, sem lak upplýsingum um eftirlit banda- rískra stjórnvalda á síma- og net- notkun, um borð í vél til Bretlands. Bresk stjórnvöld gáfu út viðvör- un þess efnis fyrr í vikunni, og til- taka að Snowden verði líklega neit- að um landvistarleyfi við komuna til landsins. Viðkomandi flugfélag gæti þurft að greiða sekt upp á allt að 2.000 sterlingspund. Snowden, sem starfaði hjá leyni- þjónustu Bandaríkjanna, er enn tal- inn vera í Hong Kong. Hann hefur ekki verið ákærður fyrir glæp og engin handtöku skipun hefur verið gefin út á hendur honum. Ef fleiri lönd fylgja fordæmi Bretlands gæti farið að þrengja að Snowden, sérstaklega ef hann fengi ekki hæli í Hong Kong. Kínversk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um mál hans, en fjölmiðlar þar í landi, nátengdir kommúnista- flokknum, hafa velt því upp hvort ekki væri fengur í því fyrir Kína að halda Snowden í landinu, frek- ar en að reka hann á brott, og fá þannig frá honum enn frekari upp- lýsingar. - þj Bresk stjórnvöld vilja ekki fá Snowden til landsins: Sekt fyrir að fljúga með uppljóstrara STYÐJA SNOWDEN Flugfélögum hefur verið bannað að hleypa Edward Snowden um borð í vélar til Bretlands. Hann nýtur þó víða stuðnings fyrir uppljóstranir sínar. NORDICPHOTOS/AFP Nýdoktorastyrkir Háskóla Íslands Háskóli Íslands auglýsir tíu nýdoktorastyrki sem ætlaðir eru vísindamönnum sem hafa lokið doktorsprófi á síðastliðnum fimm árum og verða þeir veittir til allt að þriggja ára. Miðað er við að að minnsta kosti einn nýdoktor verði styrktur til starfa á sérhverju fræða- sviði Háskóla Íslands. Sérstök stjórn skipuð af rektor, með fulltrúum allra fræðasviða, annast mat og forgangsröðun umsókna. Við mat á umsóknum er fyrst og fremst farið eftir rannsóknaáformum, rannsóknaáætlun og ritvirkni umsækjanda. Með umsókn þarf að fylgja staðfesting, frá fræðasviði, deild eða stofnun við Háskóla Íslands, á að umsækjandi njóti fullnægjandi aðstöðu og hafi aðgang að búnaði til að stunda fyrirhugaðar rannsóknir eftir því sem við á. Einnig skal umsækjandi senda með afrit af doktorsprófskírteini. Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst 2013. Miðað er við að styrkþegar hefji störf eigi síðar en 1. janúar 2014. Nánari upplýsingar, þ.á m. um ofangreinda staðfestingu á aðstöðu, veitir Sólveig Nielsen, vísinda- og nýsköpunarsviði solveign@hi.is. Nánari upplýsingar á www.hi.is/laus_storf og www.starfatorg.is PIPA R \ TBW A SÍA 131870 EVRÓPA Vinnandi fólki fækkaði í ríkjum ESB á fyrsta fjórðungi þessa árs, hvort sem miðað er við ársfjórðunginn á undan, eða sama tíma í fyrra. Þetta segir í tölum frá Eurostat. Alls voru 221,9 milljónir manna í vinnu í ESB á fyrsta fjórðungi í ár. Það jafngildir 0,2% fækkun miðað við síðasta ársfjórðung og 0,4% miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Atvinnuleysi í ESB var 12,2% í apríl í ár, en það hefur aukist stöðugt frá byrjun árs 2011. - þj Nýjar tölur frá Eurostat: Vinnandi fer fækkandi í ESB DANMÖRK Norskur karlmaður, búsettur í Vejle í Danmörku, fékk í gær tveggja mánaða skilorðs- bundinn dóm fyrir stuðningsyfir- lýsingar við fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik. „Við elskum þig Anders Brei- vik,“ skrifaði maðurinn á Face- book-vegg Breiviks, eftir spreng- inguna í Ósló og fjöldamorðin í Útey fyrir tæpum tveimur árum. Fram kemur í frétt Berlingske að hann sendi Breivik einnig SMS-skilaboð um hádegisbil dag- inn sem ódæðin voru framin. Það vakti grun um að maðurinn ynni með Breivik. Það þótti hins vegar ekki sannað. - þj Dæmdur í Danmörku: Sagðist elska Anders Breivik ANDERS BEHRING BREIVIK
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.