Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2013, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 15.06.2013, Qupperneq 18
15. júní 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Sigurður Ingi Jóhanns- son sjávarútvegsráð- herra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um lækkun veiðigjaldsins á komandi fiskveiðiári. Samkvæmt frumvarpinu verður veiðigjaldið 9,8 ma.kr en núverandi lög gera ráð fyrir veiðigjaldi upp á 13,8 ma.kr á kom- andi fiskveiðiári. Veiðigjaldið á að tryggja að þjóðin njóti sanngjarns hluta þess auðlindaarðs sem sjávar auðlindin skilar. Gjaldið á að vera eins konar leigugjald fyrir afnota- réttinn af auðlindinni. En hversu hátt er eðlilegt leigugjald? Besta leiðin til þess að komast að því væri að bjóða afnotaréttinn upp. Það væri markaðsleið til þess að ákvarða leigugjaldið. En það er ekki gert og því er nauðsyn- legt að meta eðlilegt leigugjald á annan hátt. Ein leið til þess er að meta auðlindaarðinn út frá afkomu greinarinnar. Það má gera með því að líta á tekjur útgerðarinnar, draga frá allan til- kostnað, laun, viðhald og annað þess háttar og draga svo einnig frá eðlilegan arð af því fé sem útgerðin hefur lagt í reksturinn. Þegar auðlindaarðurinn er metinn á þennan hátt kemur í ljós að hann var 56 ma. kr. á árinu 2011 (á verðlagi ársins 2012). Á árunum 2008-2010 var hann á bilinu 38-46 ma.kr. Hér miða ég við að útgerðin fái 8% arð af því fé sem hún leggur í rekstur inn. Þorskkvóti hefur vaxið talsvert síðan árið 2011. Það bendir til þess að auð- lindaarðurinn verði mun hærri á komandi fisk- veiðiári. Á móti kemur að verð á bolfiski hefur lækkað. En það er þó enn hátt í sögulegu samhengi og svipað því sem það var árið 2010. Ef við gefum okkur það varfærnislega mat að auð- lindaarðurinn verði jafn mikill á komandi ári og árið 2011 gerir frumvarp sjávarútvegsráðherra ráð fyrir því að einungis tæplega 18% af auðlindaarðinum í sjávar- útvegi renni til þjóðarinnar en ríflega 82% renni til útgerðar- innar. Í raun er ríkisstjórnin að veita útgerðinni 46 ma.kr afslátt af eðlilegu leigugjaldi af afnota- réttinum af auðlindinni á kom- andi fiskveiðiári. Hagkvæm tekjulind Forsvarsmönnum ríkisstjórnar- innar er tíðrætt um slæma stöðu ríkissjóðs. Í þessu ljósi er sérstak lega skrítið að ríkis- stjórnin skuli ákveða að lækka veiðigjaldið. Veiðigjaldið er lang- hagkvæmasta tekjulind ríkis- sjóðs. Flestir skattar eru vinnu- letjandi og draga því þrótt úr hagkerfinu. Þetta á ekki við um veiðigjaldið (og auðlinda- gjöld almennt). Það er vegna þess að veiðigjaldið er einungis lagt á umframhagnað – þ.e. hagnað umfram þann hagnað sem útgerðin þyrfti til þess að fá eðlilegan arð af því fé sem lagt hefur verið í reksturinn. Þar sem gjaldheimtunni er hagað með þessum hætti hefur hún ekki áhrif á hegðun fyrirtækjanna (nema hvað þau greiða vitaskuld lægri arðgreiðslur til eigenda sinna). Með öðrum orðum, jafn margir fiskar verða dregnir úr sjó og jafn mikil verðmæti búin til úr þeim hvort sem veiðigjald- ið er tíu ma.kr eða þrjátíu ma.kr. Hagnaður útgerðarinnar er ævintýralegur í báðum tilvikum. Hver króna sem ríkis stjórnin veitir útgerðinni í afslátt af eðli- legu leigugjaldi þýðir að hún þarf að hækka aðra (vinnuletjandi) skatta um eina krónu eða lækka útgjöld ríkisins um eina krónu. Forsvarsmenn ríkisstjórnar- innar tala um að auka hagvöxt. Einfaldasta leiðin til þess væri að lækka vinnuletjandi skatta og hækka veiðigjaldið á móti. Veiðigjaldið er lang- hagkvæmasta tekjulindin SJÁVARÚT- VEGUR Jón Steinsson dósent í hagfræði við Columbia- háskóla í New York ➜ Veiðigjaldið á að tryggja að þjóðin njóti sanngjarns hluta þess auðlindaarðs sem sjávarauðlindin skilar. Gjaldið á að vera eins konar leigugjald fyrir afnotaréttinn af auðlindinni. En hversu hátt er eðlilegt leigugjald? Skoðun visir.is 562 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ Brókin sem breytti lífi mínu Bergsteinn Sigurðsson pistlahöfundur 525 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ Góðan daginn, Reykvíkingar Jón Gnarr borgarstjóri og borgarfulltrúar Besta fl okksins 443 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ Jafnréttislög eru lélegur brandari Mikael Torfason ritstjóri 320 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ Verkaskipti Hannes Pétursson rithöfundur 311 MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ Árshátíð þvermóðskunnar Saga Garðarsdóttir pistlahöfundur 255 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ Að eilífu, amen Þorsteinn Pálsson pistlahöfundur UMMÆLI VIKUNNAR 07.06.2013 ➜ 14.05.2013 3 m/s - raforkuframleiðsla hefst 15 m/s Alþjóðadagur vindsins er haldinn hátíðlegur 15 júní Að því tilefni . . tökum við á móti gestum í dag kl. 12-16 við fyrstu vindmyllur okkar á „Hafinu“ fyrir norðan Búrfell. Þangað er aðeins um 1 ½ klst. akstur frá höfuðborgarsvæðinu og tilvalið að koma við í Búrfellsstöð og kynnast vinnslu rafmagns úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Vindmyllur við þjóðveg 32 Starfsfólk Landsvirkjunar tekur á móti gestum og segir frá verkefninu í dag, laugardag, kl. 12-16. Gestastofa í Búrfellsstöð Gagnvirk sýning um endurnýjanlega orkugjafa. Opið alla daga kl. 10-17. „Ég spyr […] hvort Orku- stofnun þurfi ekki að skerpa verulega á sínu eftirlits- hlutverki gagnvart þessum háhitasvæðum?“ Lilja Rafney Magnúsdóttir var meðal þing- manna sem spurði um vanda virkjunar- innar á nefndarfundi í vikunni. „Ef ekkert verður gert mun framleiðslan halda áfram að minnka, jafnvel nokkuð hratt.“ Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, tjáði sig um Hellisheiðarvirkjun fyrr í vikunni. Fréttablaðið greindi frá því að virkjunin er langt undir væntingum og getu. „Við viljum síst að fólk geri skjólstæðingum sínum óleik við úrlausn sinna mála.“ Barnaverndarstofa hefur áhyggjur af starfi samtakanna Vörn fyrir börn og kannar starfsemina. Páll Ólafsson hjá Barnaverndarstofu segir málafl okkinn mjög viðkvæman og því sé verið að skoða málin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.