Fréttablaðið - 15.06.2013, Síða 19

Fréttablaðið - 15.06.2013, Síða 19
LAUGARDAGUR 15. júní 2013 | SKOÐUN | 19 Nýlega bárust fréttir af því að Íslensk erfðagreining hefði brotið gegn reglum um vernd og vinnslu persónu upplýsinga með því að tilreikna (e. impute) eða áætla erfðaeinkenni umtalsverðs fjölda manna annarra en beinar erfða- upplýsingar eru til um. Persónuvernd mun hafa gert við þetta athugasemd- ir og talið að slíkt megi ekki gera nema með upp- lýstu samþykki viðeigandi. Ég skrifa þessa grein til að mótmæla þessari túlkun Persónuverndar. Tilreiknuð gögn eru ekki persónu- legar upplýsingar. Tilreiknun er ein af aðferðum vísindanna og því ekki á verksviði Persónuverndar. Hér er ómaklega vegið að starfsheiðri hlutaðeigandi vísindamanna. Markmið vísindastarfsemi á borð við þá sem stunduð er í Íslenskri erfðagreiningu, í félags- vísindum, náttúruvísindum og mörgum öðrum greinum er ekki að afla upplýsinga um einstaklinga heldur að nýta upplýsingar um ein- staklinga til að fá að vita eitthvað af gagni um þjóðina alla. Þá skiptir máli að hægt sé að alhæfa um þjóð- ina út frá þeim gögnum sem til eru, að gögnin endurspegli hana. Þetta er þekkt vandamál, t.d. í úrtaks- rannsóknum. Ef skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokka nær til dæmis til 600 karla og 400 kvenna, væri afar hæpið að fullyrða nokk- uð um fylgið meðal þjóðarinnar allrar. Þegar úrtök eru svo skekkt, eða ef lykilupplýsingar vantar, reyna menn yfirleitt að laga þau til, með vogum eða með til reiknunum, þannig að þau endurspegli þýðið betur. Árangursríkasta aðferðin Ég hef ekki hugmynd um hvernig þeir tæplega 100.000 einstaklingar líta út sem Íslensk erfðagrein- ing hefur erfðagreint. Mér finnst þó líklegt að ekki sé um að ræða hlutfallslegt og gott úrtak úr þjóðinni allri (lífs og liðinni frá 19. öld). Ef aðeins væri reynt að nota heilsufarsgögn sem tengjast þeim sem hafa veitt samþykki um notkun lífsýna myndi auk þess mikið af upplýsingum glatast. Erfðagreining er mun flóknari en skoðana könnun og tekur tillit til fleiri þátta en aðeins kynjahlutfalla. Skyldleiki og fjölskyldugerð eru þar efst á blaði. Tilreiknun erfðaeinkenna þar sem tekið er tillit til slíkra þátta auk annarra er því langárangurs ríkasta aðferðin til að laga til rannsóknar- hópinn þannig að hann endur spegli þýðið. Þannig má og nýta öll heilsu- farsgögnin, bæði þau sem tengj- ast beint hópnum sem þegar hefur verið erfðagreindur og þau sem tengjast tilreiknuðum gögnum, og alhæfa út frá öllu, óbjöguðu gagna- safninu. Við tilreiknun eru oftast fremur litlar líkur á því að rétt sé giskað á einkenni hvers tiltekins einstak- lings, hins vegar geta meðaltölin verið góð, jafnvel fyrir litla hópa. Þannig væri ekki hægt að nota þessi gögn til erfðaráðgjafar fyrir einstaklinga, en þau eru nýtanleg til að alhæfa um þjóðina alla eða greina áhættuhópa. Niðurstöðurn- ar eru ekki eins öruggar og ef engin tilreiknun hefði þurft að fara fram, en án tilreiknunar er í mörgum til- vikum ekki hægt að draga neinar almennar ályktanir af gögnunum, heldur aðeins um þá einstaklinga sem höfðu upphaflega gefið sam- þykki sitt fyrir notkun lífssýna. Gildi rannsóknar án tilreiknaðra gagna væri fremur lítið, rétt eins og bjagaðrar skoðanakönnunar sem ég tók sem dæmi í upphafi. Út fyrir sitt svið Tilreiknun gagna er nær alltaf byggð á reiknireglum. Það er engin ástæða til að geyma niðurstöðurn- ar frá einni rannsókn til annarrar nema reglurnar séu afar flóknar og dýrar í framkvæmd. Einu persónu- verndarsjónarmiðin sem þarf að gæta er að tilreiknuðum gögnum sé ekki blandað saman við raunveru- leg gögn. Það er skylda gagnahald- ara að geyma um hvern einstakling aðeins það sem hann veit eða er nokkuð viss um að séu réttar upp- lýsingar. Tilreiknuð gögn eru ekki af slíku tagi. Það er því rangt af Persónu- vernd að krefjast þess að safnað sé upplýsts samþykkis frá þeim sem hafa áður neitað að gefa slíkt samþykki (undirritaður þar á meðal). Hjá Íslenskri erfða- greiningu er ekki verið að tilreikna persónu upplýsingar heldur tengja heilsufars upplýsingar við tilbúna einstaklinga með ákveðna erfða- eiginleika sem að meðaltali eru réttir en oftast rangir. Fái þessi nið- urstaða að standa er Persónuvernd að seilast út fyrir sitt svið og gerast úrskurðaraðili um notkun til tekinna tölfræðilegra aðferða. Af því má ekki verða. Til varnar vísindunum VÍSINDI Ómar Harðarson með meistaragráðu í skipulagsfræðum ➜Fái þessi niðurstaða að standa er Persónuvernd að seilast út fyrir sitt svið og gerast úrskurðaraðili... 28 m/s 34 m/s - forkuframleiðsla stöðvastraKjöraðstæður til raforkuvinnslu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.