Fréttablaðið - 15.06.2013, Síða 20

Fréttablaðið - 15.06.2013, Síða 20
15. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20 HELGIN 15. júní 2013 LAUGARDAGUR Tónlist Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og danski gítarleikarinn Jacob Fischer halda dúótónleika á Café Rosenberg annað kvöld klukkan 21. Þeir munu flytja perlur úr amerísku djasssöngvabókinni með lágmarks undirbúningi. Jacob Fischer er einn fremsti djassgítarleikari Dana. Þeir Sigurður Flosason leika reglulega saman í Danmörku með hljóm- sveit Sigurðar og orgelleikarans Kjeld Lauritsen. Nýútkominn diskur hljómsveitarinnar, Nightfall, hefur fengið afar jákvæða dóma og þá ekki síst dúóflutningur Sigurðar og Jacobs á Skylark eftir Hoagy Carmichael. Hér gefst í fyrsta sinn tækifæri til að heyra Fischer og Flosason eina og óstudda. Miðar eru seldir við innganginn á kr. 1.500. Tónleikar á Café Rosenberg Fischer og Flosason DÚÓTÓNLEIKAR Sigurður Flosason og Jacob Fischer. Hljómsveitin Báru-járn lauk upptökum á fyrstu breiðskífu sinni fyrir nokkru og situr þessa dagana sveitt við lokavinnslu á umbúðum og öðru sem tínist til við slíka útgáfu. Blaðamaður hitti hljómsveitina á Grandakaffi en þar segjast með- limir vera fastagestir enda með æfingaaðstöðu í húsnæði við hlið- ina. Hljómsveitin samanstendur af Leifi Ými Eyjólfssyni trommuleik- ara, Oddi S. Bárusyni bassaleik- ara, Sindra Frey Steinssyni gítar- leikara og Heklu Magnúsdóttur, sem spilar á þeramín. Tónlistinni lýsa þau sem dimmri sörftónlist. „Þetta er sörftónlist en það er ekki mikil gleði og strönd í henni. Þetta er meira svona íslensk útgáfa af sörfi, svartar strendur, rok og rigning. Harðara og dimmara en hefðbundin tónlist af slíku tagi,“ segir Sindri og vefur sér sígar- ettu. Hann segir hljómsveitina hafa starfað síðan 2008 með hléum en sveitin gaf út EP-plötu fyrir um tveimur árum. Sú útgáfa fór þó fyrir ofangarð og neðan meðal annars vegna misskilnings sem spratt út frá útliti umbúðanna. „Umbúðirnar voru svona riffluð pappaspjöld sem áttu að líta út eins og bárujárn og því var síðan pakkað inn í álpappír til að fá glansinn. Plötunni var dreift hing- að og þangað en okkur grunar að flestir hafi haldið að þetta væri grillsamloka eða eitthvað svoleið- is, svo það varð eitthvað lítið úr því. Það kom síðan upp smá list- rænn misskilningur innan sveitar- innar þannig að Hekla yfirgaf okkur um tíma og svo fóru Oddur og Leifur út í skiptinám þannig að við komum ekkert saman aftur fyrr en síðasta haust.“ Að sögn Sindra er platan sem er að koma út búin að vera tilbúin í um það bil ár en vegna ýmissa örð- ugleika var ekki hægt að gefa hana út fyrr. „Þessi plata er búin að vera alveg gríðarlega lengi á leiðinni, aðallega af því að við höfum ekki átt neina peninga. Við erum öll búin að vera ýmist atvinnulaus eða í einhverjum skítavinnum og það hefur ekki verið mikill afgangur í þetta. En við urðum að koma þessu frá okkur og skapa rými fyrir nýtt efni.“ Hljómsveitin stendur sjálf að útgáfunni og kemur diskurinn út í 300 eintökum. Umbúðirnar eru stórt veggspjald handgert og silkiprentað, hannað af meðlim- unum sjálfum ásamt Atla Rúnari Bender, andlegum leiðtoga ferlis- ins. Sindri segir feril hljómsveitar- innar hafa verið stormasaman og erfiðan. Hún eigi meðal annars að baki misheppnaða útrás til Fær- eyja og afbrot og annars konar smá glæpir hafi sett sitt mark á sveitina. „Það sem hefur ein- kennt sveitina er gríðarleg ófag- mennska. Við unnum til dæmis, hljómsveitakeppnina Þorska- stríðið með smá svindli og áttum að fá meðal annars lýsi í verðlaun sem við fengum reyndar aldrei, stúdíótíma sem við eigum enn þá eftir að leysa út og ferð til Fær- eyja til að spila á hljómsveita- hátíðinni G festival.“ Hljómsveitin hafi farið með miklar væntingar út á hátíðina og hálfpartinn von- ast til að „meika það“, enda sé þar „mikið rok og rigning sem passi vel við tónlistina,“ segir Oddur. Það hafi þó ekki gengið eftir og ferðin hafi reynst hin mesta sneypuför. „Það var mikið rok á hátíðinni og aðalsviðið fauk út á haf. Dagskráin riðlaðist því öll og við spiluðum fyrir nokkra krakka á fótboltavelli.“ „Og hituðum upp fyrir Brand Enni,“ skýtur Oddur inn í og bætir við að Brandur hafi verið mjög hrifinn af Bárujárni. Sindri bendir á að hátíðin hafi verið á mjög erfiðum tíma fyrir sveitina þar sem góðvin- kona þeirra allra og fyrrverandi gógódansari hljómsveitarinnar hafi látist af slysförum skömmu áður. „Mórallinn var í eins mikl- um mínus og hugsast getur. Við höfðum líka tekið með okkur fullt af eintökum af þessum samloku- diskum og öðrum varningi sem við höfðum búið til sjálf eins og bárujárnskveikjara og pennaveski en vinur okkur sem ætlaði að selja þetta fyrir okkur á hátíðinni hafði sett þetta í poka sem hann týndi. “ Að sögn Odds ætlar hljóm- sveitin að fylgja útgáfunni eftir með útgáfutónleikum en tíma- og staðsetning á þeim verður nánar auglýst síðar. Sveitir stefnir síðan ótrauð á áfram og ætlar „að minnsta kosti að sigra sænsku smálöndin og kannski Skán. Báru- járnið er ekki ryðgað enn þá. Við hljótum að geta náð upp þokka- legum hlustendahópi í Malmö,“ segir Oddur að lokum. Hanna Ólafsdóttir skrifar hanna@frettabladid.is Bárujárnið ekki ryðgað enn Hljómsveitin Bárujárn lauk nýverið upptökum á fyrstu breiðskífu sinni. Platan hafði verið tvö ár í smíðum. Bárujárn stefnir á að sigra sænsku Smálöndin í náinni framtíð. Æfingar og fótbolti Felix Bergsson leikari Þetta verður massahelgi. Í dag held ég til fundar við móðurfjölskylduna og við ætlum að skemmta okkur saman í Bjartsýnisbrekku hjá Lúlla og Jónu. Á sunnudag erum við Gunni svo að æfa baki brotnu nýtt prógramm fyrir 17. júní en við verðum í Hveragerði og Þorlákshöfn allan daginn. Svo er það KRÍA á sunnudaginn! Ég ætla að mæta og vera með í KR-útvarpinu sem er ein mikilvægasta útvarpsstöð landsins! Hittir gott fólk Grímur Atlason athafnamaður Ég ætla að horfa á Heklu með kaffibolla og bók fram á sunnudag en þá fer ég til Keflavíkur og hitti gott fólk. Það er dásamlegt í Hreppum og suður með sjó. Eltir kiðlinga Kristrún Heiða Hauksdóttir, kynningar stýra For- lagsins Ég ætla að elta kiðlinga í Húsdýragarðinum. Hef heyrt að það sé svo gott fyrir geðheilsuna. Fámenn skrúðganga Svanborg Sigmarsdóttir upplýsingafulltrúi Þar sem fjölskyldan er nýflutt fara flestar stundir í að koma sér fyrir. Svo ætla ég að skipuleggja fámenna skrúðgöngu niður Laugaveg. BÁRUJÁRN Hekla Magnúsdóttir, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Sindri Freyr Steinarsson og Oddur S. Báruson skipa hljómsveitina Bárujárn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hiphop-hljómsveitin Original Mel- ody hefur gefið út fjögurra laga EP-plötuna Apollo Sessions. Hún er sú fyrsta af fjórum sem eru fyrir- hugaðar til útgáfu á næstu mán- uðum. „Við erum búnir að vera í eitt ár að safna saman hugmyndum að mismunandi lögum. Plötusniðið, að gefa út á hinn klassíska máta, er svolítið liðin tíð og við höfum ekki prófað þetta snið áður,“ segir Þór Elíasson en platan er fáanleg ókeypis til niðurhals á slóðinni Omsessions.com. Original Melody hefur legið í híði undanfarin þrjú ár, enda hafa tveir meðlimir sveitarinnar stundað nám erlendis. Að sögn Þórs vísar nafnið Apollo Sessions í gríska sólguðinn Apollo. „Hún fjallar bara um sumar og sól,“ segir hann um plötuna. „Við áttuðum okkur allt í einu á því að við vorum með þrjú sumarlög. Þau fjölluðu öll um hvað við söknuðum sólarinnar.“ - fb Sumar og sól á nýrri EP-plötu Hljómsveitin Original Melody hefur gefi ð út EP-plötuna Apollo Sessions. ORIGINAL MELODY Hljómsveitin hefur gefið út EP-plötuna Apollo Sessions. Myndlist María Pétursdóttir mynd- listarmaður verður með leiðsögn um sýninguna Huglæg landakort - Mannshvörf sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg sunnudaginn 16. júní klukkan 14. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2013 og eiga 37 lista- menn verk á sýningunni. María mun fjalla sérstaklega um verk sitt Two warriors and their battle … – Against the monster frá 2013. Hún mun jafnframt segja frá sýningunni í heild og reynslu sinni af þátttöku í verkefninu. Listasafn Íslands Leiðsögn um Huglæg landakort LANDAKORT Þetta málverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur er meðal verka á sýningunni. ➜ Original Melody hefur gefið út tvær breiðskífur, Fantastic Four og Back & Forth.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.