Fréttablaðið - 15.06.2013, Síða 41
VÍKINGAR HITTAST
Nú stendur yfir Víkingahátíð í Hafnarfirði. Þar er
víkingamarkaður, handverks- og bardagavíkingar,
fornir leikir, glíma, bogfimi og axarköst. Fjöllistamenn
mæta til leiks og víkingaskóli verður fyrir börn að
ógleymdum víkingaveislum að hætti víkinga.
BRAGÐGÓÐ HOLL-
USTA Eingöngu besta
og ferskasta hráefnið er
notað hjá Núðluhúsinu.
MYND/GVA
Núðluhúsið við Laugaveg sér hæfir sig í ljúffengum og bragðmiklum taílenskum mat. Staðurinn hefur
þjónað svöngum landsmönnum og
ferðalöngum í tuttugu ár en það voru
Magnús og Goy sem stofnuð staðinn.
Ævar Hallgrímsson, eigandi Núðluhúss-
ins, segir að kappkostað sé að nota
eingöngu besta og ferskasta hráefnið
hverju sinni. „Við höfum taílenska mat-
reiðslumenn og starfsfólk í eldhúsi.
Margt hráefni sem við notum er líka
flutt inn frá Taílandi enda fæst það ekki
hér á landi. Því má segja að maturinn
hjá okkur sé eins taílenskur og hugsast
getur.“
Núðluhúsið býður upp á fjölbreyttan
matseðil sem inniheldur meðal annars
nautakjöt, kjúkling, svínakjöt og lamba-
kjöt, auk núðlu-, hrísgrjóna- og græn-
metisrétta. „Taílenskur matur er hollur,
fitulítill og afar bragðmikill. Við notum
fyrsta flokks hráefni og það skilar sér
í bragðgæðum og ánægðum viðskipta-
vinum sem koma aftur og aftur.“
Margir vinsælir réttir eru á matseðli
Núðluhússins að sögn Ævars. „Kjúk-
lingur í kasjúhnetusósu hefur verið
mjög vinsæll hjá okkur. Eins má nefna
padthai-núðlurnar, sem er sterkur og
bragðmikill núðluréttur. Djúpsteiktu
rækjurnar standa svo alltaf fyrir sínu
og kjúklingur í panang-sósu auk rétta
í massaman-sósu.“ Núðluhúsið býður
einnig upp á barnamatseðil og því er
staðurinn mjög hentugur fyrir fjöl-
skyldur.
Margir nýta sér að panta símleiðis og
fá matinn sendan heim að sögn Ævars
eða sækja hann sjálfir á staðinn. „Ekki
má gleyma sérstöku hádegistilboði
okkar en þá bjóðum við upp á ljúffenga
rétti á aðeins 1.250 krónur alla daga
vikunnar.“
Núðluhúsið er í Kjörgarði, á Lauga-
vegi 59 í Reykjavík. Nánari upplýsingar
má finna á www.nudluhusid.is og á
Facebook.
GOTT FRÁ TAÍLANDI
NÚÐLUHÚSIÐ KYNNIR Taílenskur matur er hollur, fitulítill og bragðmikill.
Núðluhúsið býður upp á fjölbreyttan og ljúffengan matseðil.
GOTT ÚRVAL Matseðill
Núðluhússins er fjöl-
breyttur.
MYND/GVA
Rýmum fyrir nýjum vörum
00000
Skráning hafin á skrifstofu
Jónsmessuhátíð Útivistar 22.-24. júní
Bókun á skrifstofu í síma
562 1000 eða á www.utivist.is
Upplifðu Útivistargleði
1 3