Fréttablaðið - 15.06.2013, Side 54
| ATVINNA |
Hugbúnaðarþróun á ljóshraða?
365 miðlar eru að leita að snjöllum hugbúnaðarmanni í þróunarteymi sem mun umbylta efnisveitu á Netinu
eins og hún þekkist í dag.
Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á java, python, sql, rest/json git og linux. Góð grundvallar þekking á JS, jQuery, CSS og HTML
er einnig nauðsynleg. Ef í þér býr eldmóður og ert að leita þér að starfi þar sem beitt er nútímalegum aðferðum við úrlausn
verkefna þá bjóðum við upp á vinnustað þar sem þú getur bætt við þekkingu þína og vaxið sem einstaklingur.
Við keyrum agile-verklag, og lean startup hugmyndafræðina. Við hugsum eins og frumkvöðlar.
Háskólamenntunar í tölvunarfræðum eða sambærileg reynsla ásamt amk. 2 ára reynsla í starfi er skilyrði.
Farið verður með fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Sótt er um á vef 365 miðla, 365midlar.is. Umsóknarfrestur er til og með 21. júní nk.
HÁRSNYRTIR VANTAR TIL SÖLUSTARFA
- HLUTASTARF
Innflutningsfyrirtæki leitar eftir sjálfstæðum, metnaðar-
fullum og hressum sölumanni.
Starfið felst í kynningu og sölu á hárvörum o.fl.
– Athugið að um hlutastarf er að ræða.
Menntun í hársnyrtiiðn nauðsynleg og ekki verra að hafa
reynslu af sölustarfi.
Þarf að búa yfir jákvæðni, skipulagshæfni og góðri
þjónustulund.
Góð íslensk- , ensku- og tölvukunnátta nauðsynleg og þarf
að sjálfsögðu að hafa bílpróf.
Umsókn ásamt ferilskrá sendist fyrir 25.júní 2013 á
box@frett.is
FINNST ÞÉR ÞETTA GÓÐ
ATVINNUAUGLÝSING?
Viðskiptaráð Íslands leitar að sérfræðingi
í samskipta- og upplýsingamálum
Starfið krefst frumkvæðis og hæfileika til að laga sig
að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Við bjóðum
upp á lifandi vinnustað ásamt ríku tækifæri til að
móta eigin starfsumhverfi og verklag.
Helstu verkefni:
Umsjón með upplýsingamiðlun ráðsins, s.s. innri og ytri
samskiptum, vefsíðu og útgáfumálum
Skipulagning viðburða á vegum ráðsins
Umsjón með hönnun og umbroti
Aðstoð við framsetningu og vinnslu á rituðu efni og
kynningum
Aðstoð við greiningarvinnu tengda efnahagsmálum og
rekstrarumhverfi fyrirtækja
Önnur tilfallandi dagleg skrifstofustörf
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun við hæfi
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Reynsla í samskiptum og upplýsingamiðlun
Reynsla af hönnun, umbroti og upplýsingatækni er mikill
kostur (InDesign, Photoshop, Powerpoint, Prezi, Excel o.fl.)
Þekking á fjölmiðlaumhverfi og samskiptamiðlum
Umsókn ásamt ferilskrá sendist á hulda@vi.is fyrir
30. júní 2013. Nánari upplýsingar veitir Haraldur I.
Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs í
síma 510-7100.
Viðskiptaráð Íslands er heildarsamtök fyrirtækja, félaga og
einstaklinga í íslensku atvinnulífi. Frekari upplýsingar um
starfsemi ráðsins má nálgast á vef þess, www.vi.is
VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS
ICELAND CHAMBER OF COMMERCE
Sameiginlegur vettvangur
íslensks viðskiptalífs
Hagkaup óskar eftir að ráða aðstoðarmann í innkaupadeild.
Starfið er fólgið í tölvuvinnslu, skýrslugerð, samskiptum við birgja
og starfsfólk verslana.
HAGKAUP
INNKAUPADEILD
Við leitum að einstaklingi sem er nákvæmur og góður í mannlegum samskiptum.
Æskilegt er að umsækjandi hafi a.m.k. stúdentspróf, þekkingu á Navision og geti unnið
sjálfstætt og vel undir álagi.
Umsóknum skal skilað inn á skrifstofu Hagkaups í Holtagörðum eða í tölvupósti
á starfsmannahald@hagkaup.is fyrir 19. júní.
Allar nánari upplýsingar veitir Arndís Arnarsdóttir starfsmannastjóri í síma 563 5000.
Hagkaup er smásölufyrirtæki, sem býður
íslenskum heimilum breitt úrval af vörum til
daglegra þarfa, jafnt í matvöru, sem fatnaði,
húsbúnaði og vörum til tómstundaiðkunar.
Hjá Hagkaup starfar samhentur hópur fólks, um
850 manns í 500 stöðugildum.
Hagkaup óskar eftir að ráða innkaupamann fyrir skemmtiefni og raftæki.
Starfið er fólgið í vöruflokkastjórnun, birgðastýringu, sölu og
markaðsmálum, samskiptum við birgja og starfsfólk verslana,
tölvuvinnslu, skýrslugerð ofl.
HAGKAUP
INNKAUPADEILD
Við leitum að starfsmanni sem hefur áhuga á kaupmennsku, skemmtiefni, raftækjum og
tölvutækni. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af sambærilegu starfi, hafi háskólapróf
sem nýtist í starfi og geti unnið sjálfstætt og vel undir álagi.
Umsóknum skal skilað inn á skrifstofu Hagkaups í Holtagörðum eða í tölvupósti á
starfsmannahald@hagkaup.is. Umsóknarfrestur er til 19. júní.
Allar nánari upplýsingar veitir Arndís Arnarsdóttir starfsmannastjóri í síma 563-5000.
Hagkaup er smásölufyrirtæki, sem býður
íslenskum heimilum breitt úrval af vörum til
daglegra þarfa, jafnt í matvöru, sem fatnaði,
húsbúnaði og vörum til tómstundaiðkunar.
Hjá Hagkaup starfar samhentur hópur fólks, um
850 manns í 500 stöðugildum.
15. júní 2013 LAUGARDAGUR8