Fréttablaðið - 15.06.2013, Side 60
| atvinna |
Umbrotsmaður
– 365 miðlar óska eftir öflugum umbrotsmanni á sölusvið Fréttablaðsins.
Starfið felst í almennri umbrotsvinnu, ásamt hönnun og innsetningu auglýsinga.
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða kunnáttu á forritunum Indesign, Illustrator og Photoshop.
Viðkomandi þarf að vera heiðarlegur og ábyrgur, úrræðagóður og með góða þjónustulund.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Áhugasamir vinsamlegast sækið um á www.365.is. Störf hjá 365, merkt „Umbrotsmaður“.
Nánari upplýsingar veitir Jón Laufdal, jonl@365.is.
Hjá Teledyne Gavia ehf. fer fram hönnun og framleiðsla Gavia djúpfarsins
sem notað er við pípueftirlit, sjávarbotnsrannsóknir, sjávarrannsóknir og fleira.
Djúpfarið Gavia er rannsóknartæki í fremstu röð og er markaðsett víðsvegar
um heim. Félagið er í eigu bandaríska félagsins Teledyne Technologies.
Nánari upplýsingar er að finna á www.gavia.is
Teledyne Gavia ehf. óskar eftir að ráða innkaupafulltrúa
Áhugasamir senda ferilskrá á sgislason@teledyne.com fyrir 24. júní.
Starfssvið:
• Innkaup – innlend og erlend
• Umsjón með lager
• Tollamál og birgðarbókhald.
• Pökkun og samskipti við flutningsaðila
Hæfniskröfur:
• Reynsla af innkaupum og lagerhaldi
• Reynsla af birgðarbókhaldi
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
• Skipulagshæfileikar
• Menntun sem nýtist í starfi kostur
www.solning.is
JEPPADEKK
FramtíðarstarF
sÓLNING NÚ Á 5 stöðum
Smiðjuvegi ☎ 544 5000
Hjallhrauni ☎ 565 2121
Rauðhellu ☎ 568 2035
Njarðvík ☎ 421 1399
Selfossi ☎ 482 2722
Smurþjónusta RafgeymarSmáviðgerðir RúðuvökviRúðuþurrkurHjólastillingarDekkjaverkstæði Bremsuklossar Peruskipti
Við leitum að framtíðarstarfs
manni á verkstæði Sólningar.
Viðkomandi þarf að hafa
reynslu af vinnu við bíla. Ekki
skemmir fyrir ef viðkomandi er
bifvélavirki. Í boði er fjölbreytt
starf hjá spennandi fyrirtæki
Vinsamlegast sendið umsóknir
á solning@solning.is.
sÓLNING
er öFLuGt
FyrIrtækI Á
svIðI þjÓNustu
vIð bíLeIGeNdur
með starFs_
stöðvar Á
5 stöðum
Atvinnuráðgjafi
Skagafjörður
SSNV atvinnuþróun óskar eftir að ráða fjölhæfan og metnaðar
fullan einstakling í starf atvinnuráðgjafa. Um er að ræða
mjög fjölbreytt og spennandi starf sem gefur sjálfstæðum og
skapandi einstaklingi möguleika á að þróast í starfi. Starfs
stöð atvinnuráðgjafans verður á Sauðárkróki.Um er að ræða
ráðningu til eins árs með möguleika á framlengingu.
Starfssvið:
• Samstarf með fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum og
sveitarfélögum að atvinnuþróun, nýsköpun og ýmsum öðrum
verkefnum á svæðinu.
• Aðstoð við gerð úttekta, áætlana og önnur verkefni sem lúta
að hagsmunum atvinnulífs og búsetuskilyrðum á Norðurlandi
vestra
• Þátttaka í samningsbundnum verkefnum og samstarfi innan
lands og utan að þróunarverkefnum.
• Undirbúningur nýrra verkefna og viðburða og ýmis önnur
störf sem tengjast starfsemi SSNV atvinnuþróunar og
rekstrareininga í landshlutanum.
Menntun og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Góð þekking, innsæi og áhugi á atvinnumálum og búsetu
skilyrðum á landsbyggðinni.
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Færni í ræðu og riti á íslensku og ensku, kunnátta í fleiri
tungumálum er kostur.
• Frumkvæði, metnaður og hagnýt starfsreynsla.
SSNV atvinnuþróun hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um
starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2013.
Nánari upplýsingar veitir Jón Óskar Pétursson framkvæmda
stjóri SSNV, sími 455 2510, netfang: ssnv@ssnv.is.
Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá til Samtaka
sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, B.t. Jóns Óskars Péturs
sonar, Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga merktar:
„Atvinnuráðgjafi – Skagafjörður“
SSNV atvinnuþróun í eigu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meginhlutverk SSNV atvinnuþróunar er að sinna almennri ráðgjöf á
sviði viðskipta- og atvinnumála til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga,
ásamt því aðstoða fyrirtæki og aðila sem hyggjast hefja atvinnu-
rekstur. Atvinnuráðgjafar aðstoða einnig við greiningu þörf fyrir frekari
sérfræðiaðstoð og veita upplýsingar hvar slíka aðstoð er að fá. SSNV
atvinnuþróun er tengiliður milli tækni- og þjónustustofnana og þeirra
sem starfa að atvinnurekstri og atvinnumálum á Norðurlandi vestra.
SSNV atvinnuþróun skipuleggur námskeiðahald og aðra fræðslu-
starfsemi og stuðlar að aukinni samvinnu fyrirtækja.
15. júní 2013 LaUGaRDaGUR14