Fréttablaðið - 15.06.2013, Side 73

Fréttablaðið - 15.06.2013, Side 73
KYNNING − AUGLÝSING Íslensk framleiðsla15. JÚNÍ 2013 LAUGARDAGUR 5 Margar af nýjungum Mjólkursamsölunn-ar hafa slegið í gegn undanfarin ár. Þar má nefna Hleðslu en í hana er nýtt osta- mysa sem áður fór til spillis. Einnig má nefna gríska jógúrt, ostana Óðals Tind, Ljótan og Dala- Auði, auk margvíslegra nýjunga og umbóta innan hefðbundinna vöruflokka eins og jógúrts, skyrs, smjörvara og osta. Að mati Björns og Ólafs Unnarssonar, matvæla- fræðings í vöruþróun MS, eru Íslendingar mjög opnir fyrir nýjungum en jafnframt kröfuharð- ir neytendur. Það geri starfið í vöruþróuninni að mikilli en skemmtilegri áskorun. Skyr.is í nýjan búning Eitt af stærri verkefnum síðasta árs var að setja Skyr.is í nýjan búning. „Við það tækifæri voru gerðar lítilsháttar en mikilvægar breytingar á vörunni sem gerði okkur kleift að draga úr sykri í skyrinu um 10-15 prósent,“ segir Ólafur. Þetta er í samræmi við áherslumál MS und- anfarin misseri, að auka framboð sykurminni mjólkur vara og draga úr sykri í þeim vörum sem fyrir eru á markaði. „Sýrðar bragðbættar afurðir eins og skyr þurfa einhverja sætu til að milda súra bragðið og lyfta undir ávaxtabragð,“ segir Björn. „Því miður dugar sætan í ávöxtunum sjálfum ekki til ein og sér og því þarf líka að bæta við sykri eða öðrum sætu- gjöfum. Undanfarin ár höfum við unnið markvisst að því að draga úr notkun sykurs eins og hægt er án þess að bæta við sætuefnum. Skyr.is er dæmi um það.“ Einnig voru gerðar breytingar í Skyr.is drykk og hann kynntur undir skráargatsmerkinu, norrænu hollustumerki fyrir þær matvörur sem teljast holl- astar í sínum flokki. Laktósafrí mjólk og súkkulaðimjólk Nú í lok maí markaðssetti MS laktósafría mjólk en úr henni er búið að fjarlægja allan laktósa, eða mjólkursykur, úr vörunni svo hún hentar þeim sem hafa mjólkursykursóþol. „Þessi vara var nokkuð flókin í þróun og tók það okkur á annað ár að lenda henni með fullnægjandi hætti. En við erum mjög ánægð með útkomuna,“ segir Ólafur. „Þessari vöru hefur verið mjög vel tekið á mark- aði,“ bætir Björn við. „Margir neytendur hafa end- urnýjað kynnin við mjólk og ekki fundið til neinna óþæginda.“ Fyrr á þessu ári kom fersk súkkulaðimjólk á markað og hefur hún einnig hlotið góðar viðtök- ur. Sú vara er nokkuð lík Kókómjólk en er ekki geymsluþolin á sama hátt. „Kókómjólkin er sann- arlega ein af okkar allra sterkustu vörum, en ár- angur Súkkulaðimjólkur er athyglisverður. Það er eins og fólk hafi verið að bíða eftir ferskri slíkri mjólk,“ segir Björn. Að lokum benda Björn og Ólaf- ur á að góðan á r a n g u r í vöruþróun hjá MS sé ek k i síst að þakka öflugu fagfólki á öllum starfs- töðvum f yrir- tæk isins. Enn fremur séu eig- endu r f y r i r tæk- isins, sem eru kúa- bændur í landinu, allt- af mjög áhugasamir um vöruþróun og nýjung- ar og styðji vel við bakið á starfsfólki fyrirtækis- ins þegar kemur að fjár- festingum í nýsköpun og vöruþróun. Á hverju ári markaðssetur Mjólkursamsalan fjölda nýjunga sem yfirleitt er vel tekið af neytendum, enda reynir Mjólkursamsalan ávallt að mæta óskum neytenda um hollar og góðar vörur. Að sögn Björns S. Gunnarssonar, vöruþróunarstjóra MS, fær fyrirtækið oft hugmyndir um nýjungar frá neytendum, en einnig sækir fyrirtækið hugmyndir til útlanda og til hugarflugs innanhúss. Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS, og Ólafur Unnarsson, matvælafræðingur í vöruþróun MS. MYND/ANTON MS - leiðandi í ný- sköpun og vöruþróun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.