Fréttablaðið - 15.06.2013, Síða 80

Fréttablaðið - 15.06.2013, Síða 80
15. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 40 TEIKNAR ÞÚ FLOTTAR MYNDIR? Sendu okkur myndina þína í pósti til Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is LEIKURINN ● Banani og epli voru að labba yfir brú. Allt í einu brotnaði brúin og þá sagði bananinn við eplið: „Fljótur, skerðu þig í báta!“ ● Dómarinn: Ertu sekur? Sá seki: Nei, herra dómari. Dómarinn: Hefurðu stolið einhverju áður? Sá seki: Nei, þetta var í fyrsta skipti. ● Þjónn hvað er þessi fluga að gera í súpunni minni? Þjónninn: Mér sýnist hún vera að dansa flugnadansinn. Konan við dýralækninn: Hvað á ég að gera? Hundurinn eltir alltaf fólk á hjóli. Dýralæknirinn: Taktu bara hjólið af honum Ertu vond tröllkona? Vond? Já, það er það sem við tröll- in erum, eða reynum í það minnsta að vera. Við erum skítug, ljót og ógeðslega vond. Hvers vegna heitirðu Gili- trutt? Nafnið ber ég þökk sé móður minni sem gaf mér þetta fáránlega nafn eftir að mannanafnanefnd hafnaði því á sínum fyrsta fundi. Trölla- nafnanefndin hins vegar hafði ekkert út á það að setja. Borðarðu krakka? Mér finnst geitur betri en allt er gott með bernaise-sósu. Áttu sjálf börn? Nei, því miður. Það væri rosalega hentugt að eiga nokkur börn til að þrífa fyrir mig, sækja fyrir mig vatn og syngja mig í svefn, Sofðu unga ástin mín og svona. Hvað ætlaðirðu að gera við bóndakonuna ef hún gæti ekki upp á nafninu? Taka frá henni annað barnið hennar. Mér var alveg sama hvort barnið ég fengi, strákinn eða stelpuna, bæði eru jafn nothæf. Hvers vegna brá þér svona þegar hún vissi það? Mér datt bara alls ekki í hug að nokkur maður gæti giskað á þetta einstaka nafn, Gili- trutt. Ertu til í alvörunni? Auðvitað er ég til! Bíddu við hvern heldurðu að þú sért að taka viðtal? Sigríði Klingenberg eða? Ertu aldrei einmana ein í fjall- inu? Nei, ég er í raun ekki mikið ein. Bárður bróðir minn er alltaf að þvælast fyrir mér. Það er líka fullt af öðrum tröllum á fjallinu þótt flest séu reyndar orðin að steini. Svo eru ýmsar aðrar verur á sveimi, endalaust af geitum að reyna að stelast í græna grasið mitt en ég verð tilbúin þegar þær koma næst. Hefurðu hrekkt fleiri bóndakon- ur? Já, elskan mín, það er sérstakt áhugamál hjá mér. Ég man nú sér- staklega eftir henni Ester sem býr á Syðri-Hvammi, börnin hennar kunnu sko að skúra. Tíhíhíhíhí. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? Mér finnst rosalega gaman að endurflokka frímerkja- safnið mitt. Svo hefur mig alltaf langað til að prófa að fara í sólbað, en það get ég ekki því þá verð ég að steini. Sérstakt áhugamál að hrekkja bóndakonur Tröllkonan Gilitrutt er á ferð og fl ugi um landið með Leikhópnum Lottu og heldur sýningar fyrir krakka úti um allt. Hana vantar krakka til að þrífa hjá sér og svo langar hana rosalega í sólbað, en það getur hún því miður ekki. Brandarar REYNIR AÐ VERA VOND Gilitrutt segist reyna eins og hún getur að vera ljót og vond. Hún rænir til dæmis krökkum til að þrífa fyrir sig. Teikningar og texti Bragi Halldórsson 48 „Eigum við að fara í fjöruferð,“ spurði Konráð. „Til hvers,“ sagði Kata. „Það er ekkert hægt að gera í fjörum.“ „Jú, jú,“ sagði Lísaloppa. „Það má finna þar allskonar dýr og jurtir.“ „Dýr og jurtir?“ hváði Kata. „Eins og hvaða, ég sé aldrei neitt nema sand og grjór í fjörum.“ „Þá þarftu að skoða betur,“ sagði Lísaloppa. „Því þau eru mörg svo lítil.“ „Eins og hvað er hægt að finna í fjörum?“ spurði Kata vantrúuð. „Til dæmis bogkrabba, bóluþang, hrúðurkarla, kræklinga, marflær og sandmaðka.“ Getur þú fundið þessi orð í stafaþrautinni? Bogkrabbi Bóluþang Hrúðurkarl Kræklingur Marfló Sandmaðkur S B O G K R A B B I O A B F H B H A Ó D Á X N K G R B Ý R L Ð A Ð D I I Ú B D T U É T B M N Þ Ð G G Ö Þ Þ T Ö A D K U D T Í A H M V Ð P G R G Ý É N G A F K R Æ K L I N G U R É U U V A T K P Í Ý F U R E H R Á G K J J L Ý N K L L Y I O H N Ó D Leikmenn standa í röð fyrir framan vegginn og sá sem er fyrstur tekur boltann og kastar honum í vegginn. Um leið og boltinn skoppar til baka hoppar leikmaðurinn yfir boltann með fæturna í sundur, þannig að hann fari á milli fótanna, líkt og hann sé að verpa eggi. Sá sem er næstur í röðinni grípur og gerir það sama. Leikmaðurinn fer svo aftast í röðina og þannig gengur leikurinn eins lengi og leikmenn hafa þrek og þol til. WIKIPEDIA Verpa eggjum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.