Fréttablaðið - 15.06.2013, Qupperneq 86
15. júní 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 46TÍMAMÓT
Elskulegur stjúpfaðir minn,
afi okkar og bróðir,
JÓN KLEMENZ JÓHANNESSON
lyfjafræðingur,
áður til heimilis að Stóragerði 28,
Reykjavík,
sem lést á Droplaugarstöðum mánudaginn
10. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
21. júní kl. 15.00.
Elín Davíðsdóttir
Bergljót Gyða Guðmundsdóttir
Kolbrún María Guðmundsdóttir
Kristján Páll Guðmundsson
Óskar Gíslason
og systkini hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
INGÓLFS BJARNASONAR
frá Hlemmiskeiði.
Ómar Örn Ingólfsson Rósa Guðný Bragadóttir
Inga Birna Ingólfsdóttir Árni Svavarsson
afa- og langafabörn.
Elskuleg tengdamóðir,
amma og móðursystir,
KRISTJANA GUÐMUNDSDÓTTIR
Knoxville í Tennessee í Bandaríkjunum,
lést í Knoxville 29. maí 2013. Útför hennar
hefur farið fram í Knoxville.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sue Jónsson
Erik Jónsson
Bailey Jónsson
Austin Jónsson
Guðrún Nikulásdóttir
Hjartkær eiginmaður minn, sonur, faðir,
fóstri, tengdasonur, tengdafaðir, bróðir
og afi,
BALDUR ÞÓRHALLUR JÓNASSON
frá Árholti, Húsavík,
til heimilis að Furugerði 17, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
miðvikudaginn 19. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á Nýja rödd stuðningsfélag rknr. 0130-15-370814
kt. 530298-2649.
Margrét G. Einarsdóttir
Hulda Þórhallsdóttir
Þórhallur Baldursson Hulda Jónsdóttir
Sigurjón Baldursson Sigurrós Yrja Jónsdóttir
Einar Baldursson
Einar Ólafur Guðmundsson Sigrún Erna Guðjónsdóttir
Erla Guðmundsdóttir
Guðbjörg Guðjónsdóttir
systkini og barnabörn hins látna.
Sími 551 3485,
svar ða allan
sólarh ir nginn.
www. du o.is
Hinrik Davíð Jóhanna Óli Pétur
Ástkær faðir okkar,
SIGURBERG ÞÓRARINSSON
lést laugardaginn 8. júní að heimili sínu.
Útförin fer fram í Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 18. júní klukkan 13.00.
Björn Ævar Sigurbergsson Aðalheiður Sigtryggsdóttir
Jóhann Snorri Sigurbergsson Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir
Katrín Sigurbergsdóttir Hallgrímur Óskarsson
Okkar ástkæri
THEODÓR JÓNASSON
skósmíðameistari,
lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn
10. júní. Útförin fer fram frá Áskirkju
þriðjudaginn 18. júní kl. 13.00.
Lára Dagbjört Sigurðardóttir
börn, tengdabörn,
barnabörn, langafabörn
og fjölskyldur.
„Fyrst og fremst
eru þessar búðir
hugsaðar með þarf-
ir barnanna í huga
og einstaklingurinn
á að njóta sín,“ segir
Vilmundur Gíslason,
framkvæmdastjóri
Styrktarfélags lam-
aðra og fatlaðra sem
rekur sumarbúðirn-
ar í Reykjadal.
Búðirnar fagna nú 50 ára afmæli
en meginmarkmið sumarbúðanna er
að þau börn sem ekki geta sótt aðrar
sumarbúðir vegna fötlunar hafi kost
á sumardvöl, þar sem þau geta notið
lífsins á eigin forsendum.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra,
sem fagnaði 60 ára afmæli í fyrra,
keypti Reykjadal árið 1963 og kom
þar upp sumarbúðum. Fyrst um sinn
voru bæði fötluð og ófötluð börn í
búðunum og dvöldu sum hver sumar-
langt.
„Þá voru um 30 börn í búðunum
og þau fötluðu voru fyrst og fremst
hreyfihömluð,“ segir Vilmundur. „Nú
koma til okkar um 200 börn á ári alls
staðar af landinu og eru í eina til tvær
vikur; 160 í sumardvöl og 40 í vetrar-
dvöl. Hópurinn er miklu fjölbreyttari
en hann var, við erum að sinna allri
flórunni: þeim sem eru með mikla
hreyfihömlun, einhverfum, blindum
– það er allur skalinn. Við aðlögum
starfsemina einfaldlega eftir þörf-
um þannig að sumarbúðirnar eru í
sífelldri þróun.“
Vilmundur bendir á að með árunum
hafi samfélagið breyst og þarfirnar
með.
„Flestir krakkar eru komnir í
almenna grunnskóla og það er meira
í boði fyrir krakka sem þurfa á minni
þjónustu að halda. En fyrir vikið er
Reykjadalur jafnvel enn mikilvægari.
Eitt foreldri sagði til dæmis við mig
að nú þegar flest börn eru komin í
almennan skóla, þá hitta þau í Reykja-
dal félaga af ólíkum stöðum á landinu
sem glíma kannski við sömu fötlun.
Það er mjög mikilvægt að vera meðal
jafninga, sem deila sömu reynslu og
hérna hafa myndast traust vinabönd-
in milli krakka í gegnum tíðina.“
En hvað á að gera í tilefni afmæl-
isins?
„Hinn 11. ágúst, þegar sumarstarfi
lýkur, þá verður að vanda sumarhátíð
í Reykjadal fyrir alla þá sem komið
hafa yfir sumarið, ættingja þeirra og
aðra þá sem vilja heimsækja okkur. Í
ár ætlum við að tjalda öllu til og gera
sumarhátíðina eins veglega og við
getum.“ fben@frettabladid.is
Vinaböndin treyst í
Reykjadal í hálfa öld
Sumarbúðirnar í Reykjadal fagna í ár 50 ára afmæli, en Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
hefur staðið að rekstrinum frá upphafi . Yfi r 200 börn koma nú í búðirnar á ári hverju og
mörg vinaböndin hafa myndast þar í gegnum tíðina.
FJÖR Í REYKJADAL Fyrir 50 árum komu um 30 börn í Reykjadal, bæði fötluð og ófötluð, og dvöldu sum hver sumarlangt. Í dag sækja um 200
börn búðirnar yfir allt árið. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
VILMUNDUR
GÍSLASON