Fréttablaðið - 15.06.2013, Page 94

Fréttablaðið - 15.06.2013, Page 94
15. júní 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 54 Testimony Dimitri Sjostakovítsj Testimony, æviminningar tónskálds- ins Dimitris Sjostakovítsj, skrásettar af Solomon Volkov, las ég fyrst fyrir nokkuð löngu. Þá var ég í tónlistar- námi og nýbúin að uppgötva þann fjársjóð sem tónlist Sjostakovítsj er. Bókin hafði sterk áhrif á mig og kannski datt mér hún í hug einmitt núna svona í framhaldi af því að allir strengjakvartettar Sjostakovítsj voru fluttir á einum degi í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík um daginn. Það var magnaður gjörningur. Bókin er síður en svo óumdeild og efast margir um sannleiks- gildi hennar. Þó er iðulega vitnað í hana þegar tónlist Sjostakovítsj er til umfjöll- unar, tíndar til nötur- legar frásagnir tónskáldsins sjálfs af tilurð og bakgrunni einstakra verka og þannig reynt að varpa ljósi á tón- málið. Hvernig sem á það er litið er lesningin áhugaverð. Bæði í sögulegu samhengi og einnig í því hvaða mynd er dregin upp af ævi og tónlist Sjosta kovítsj. Þar samtvinn- ast iðulega og magnar hvort annað upp, tónlistin og svo frásögnin í bókinni. Hversu nákvæm sem hún kann að vera, nær bókin einhvern veginn að færa þetta allt saman og setja í ákveðið samhengi. Þrúgandi andrúmsloft Stalínismans, starfsskilyrði og umhverfi listamanna í Sovétríkjum þessa tíma, lífshlaup merkismanns og síðast en ekki síst stórkost- leg listaverkin hans. BÓKIN SEM BREYTTI LÍFI MÍNU Ása Briem, verkefnastjóri tónlistar- sviðs Hörpu „Við handsöluðum þetta í morgun en eigum eftir að ganga formlega frá samningum,“ segir Jón Atli Jónasson, en danski framleiðand- inn Nimbus ætlar að kvikmynda bók hans, Börnin í Dimmuvík, sem kom út fyrir nokkrum vikum. Börnin í Dimmuvík er stutt skáldsaga, nóvella, sem gerist að mestu árið 1930 og segir frá lífs- baráttu fjölskyldu í ónefndu plássi úti á landi. Tvö framleiðslufyrirtæki fengu að sjá handritið að myndinni sem Jón Atli vann upp úr bókinni, hið danska Nimbus, sem meðal ann- ars framleiðir spennuþættina Brúna, og annað sænskt. Bæði lýstu áhuga á að gera myndina en á endanum hreppti Nimbus hnossið. Enn á eftir að finna leikstjóra fyrir verkið. „Ég hef mikið um það að segja hver verður fyrir valinu og er með þrjá í sigtinu; þá Søren Kragh-Jacobsen, Ruben Östlund og Thomas Vinterberg. Þeir eru að skoða þetta en það á eftir að koma í ljós hvort það gengur upp.“ Næst á dagskrá hjá Jóni Atla er að halda fjögurra kvölda sum- arnámskeið í handritsgerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp í næstu viku. Enn eru laus sæti og nánari fyrirspurnir má senda á hugmynd- oghandrit@gmail.com. - bs Börnin í Dimmuvík kvikmynduð Danski framleiðandinn Nimbus hefur tryggt sér rét- tinn að nóvellu Jóns Atla. JÓN ATLI Er með þrjá leikstjóra í sigtinu fyrir Börnin í Dimmuvík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁSA BRIEM MYND/KARÓLÍNA THORARENSEN KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MARGFÖLD METSÖLUBÓ K Síðasta sýningarhelgi – frítt inn alla helgina. Opið á 17.júní. Allir velkomnir. Langa andartakið Norræna húsið í Reykjavík: Norræna húsið Sturlugötu 5 101 Reykjavík S. 5517030 www.norraenahusid.is www.coopergorfer.com Sýningin er sett upp í samstarfi við Dunkers Kulturhus í Helsingborg og Hasselblad Foundation í Gautaborg, Svíþjóð. Save the Children á Íslandi MENNING
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.