Fréttablaðið - 15.06.2013, Side 97

Fréttablaðið - 15.06.2013, Side 97
LAUGARDAGUR 15. júní 2013 | MENNING | 57 Sagan er ekki beint leiðinleg aflestrar, en hvorki stíll, persónur né söguþráður er með þeim hætti að lesandinn hrífist með. Patrice er óskaplega ósannfærandi þrítug- ur maður, heldur upp á Madonnu og Robbie Williams og kann alla texta Simons og Garfunkels svo dæmi sé tekið, og síendurteknar vangaveltur hans um það hvaða stefnu líf hans sé að taka eru bæði klúðurslega skrifaðar og hrylli- legar klisjur, eins og reyndar flest annað í bókinni bæði í efni og stíl. Ég er ekkert hissa á að höfundur- inn treysti sér ekki til að gangast við þessu afkvæmi sínu. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Týpísk rauð ástarsaga þar sem ungu konunni er reyndar skipt út fyrir ungan karl en fellur að öllu öðru leyti fullkomlega inn í klisjuheim slíkra sagna. SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fræðsla 12.00 Dagur hinna villtu blóma verð- ur haldinn hátíðlegur í Viðey í sam- starfi við Grasagarðinn í Laugardal. Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðumaður Grasagarðsins, gengur með gesti um Viðey og segir frá helstu plöntum sem þar vaxa. sunnudaginn 16. júní. Leið- sögnin er ókeypis og allir velkomnir. 13.00 Hjalti Hugason prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands verður með leiðsögn um Árbæjarsafn þar sem sem trúarleg tákn í safnhúsunum verða skoðuð. Leiðsögnin endar í safnkirkjunni en þar verður síðan guðþjónusta kl. 14.00. Þá verður yngri gestum safnsins boðið að taka þátt í ratleik þar sem þátttakendur leita uppi hin ýmsu trúarleg tákn sem er að finna á Árbæjarsafni. Allir velkomnir. Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4. Danshljóm- sveitin Klassík sem leikur létta dans- tónlist til kl 23.00. Aðgangseyrir fyrir félaga FEB í Reykjavík er kr. 1.500 og kr. 1.800 fyrir aðra gesti. Tónlist 16.00 KÍTÓN, nýstofnað félag kvenna í tónlist, stendur fyrir tón- leikum í tónleikaröðinni Tónhvörfum í Viðey. Dúóið Kolka stígur fyrst á stokk en það skipa þær Arnhildur Valgarðsdóttir og Heiða Árnadóttir. Þær frumflytja meðal annars verk eftir Ásbjörgu Jónsdóttur við ljóð Matthíasar Johannessen, Miðaverð er 2.700 krónur, sigling með ferjunni er innifalin. Miðasala fer fram á miði.is. 16.00 Gunnhildur Halla Guðmunds- dóttir sellóleikari kemur fram á stofu- tónleikum Gljúfrasteins. Gunnhildur hefur starfað með Færeyingum við sköpun nýrra tónverka fyrir selló og hefur fylgst með því ötula starfi sem þar er unnið við að viðhalda ríku tón- listarlífi og að koma samtímatónlist á framfæri. Aðgangseyrir eru 1.000 krónur. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. 21.00 Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og danski gítarleikarinn Jacob Fishcer halda dúótónleika á Café Rosenberg. Þeir munu flytja perlur úr Amerísku djasssöngvabók- inni með lágmarks undirbúningi. Aðgangseyrir kr. 1.500. 21.30 Björgvin Gíslason og félagar leika Bluestónlist á Ob-La-Dí-Ob- La-Da,Frakkastíg 8. Myndlist 13.00 Síðasti sýningardagur mál- verkasýningar Hjördísar Frímann í Ketilhúsinu á Akureyri. Sýninguna nefnir Hjördís “Spor í áttina - áfangastaður ókunnur”. Aðgangur er ókeypis. 14.00 María Pétursdóttir mynd- listarmaður verður með leiðsögn um sýninguna Huglæg landakort -Mannshvörf sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. 15.00 Huginn Arason myndlista- maður og Shauna Laurel Jones sýningarstjóri ræða við gesti um sýninguna Kaflaskipti í Hafnar- húsinu, sem unnin var í samstarfi þeirra Hugins og Andreu Maack. Viðburðurinn fer fram á ensku. 21.00 Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og danski gítarleikarinn Jacob Fishcer halda dúótóneleika á Café Rosenberg. Þeir munu flytja perlur úr Amerísku jazz- söngvabókinni með lágmarks undirbúningi. Miðar við inngang- inn á kr. 1.500. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.