Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2013, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 15.06.2013, Qupperneq 110
15. júní 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 70 SUNGU FYRIR GRAPEVINE Tímaritið The Reykjavík Grapevine hélt upp á tíu ára afmæli sitt á Kexi á fimmtudagskvöld. Boðið var upp á lifandi karókí, þar sem hljómsveit spilaði undir Grínistinn Jóhann Alfreð Kristinsson stjórn- aði karókíinu og meðal þeirra sem tóku lagið voru Daníel Ágúst, sem söng GusGus-lagið Ladyshave, og söngkonurnar Sigríður Thorlacius og Þórunn Antonía. - þeb „Þetta er stærsti áfangi okkar hingað til,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson úr upptökuteym- inu Stop WaitGo, en þremenn- ingarnir seldu á dögunum lag úr sínum herbúðum til bresku stúlknasveitarinnar The Satur- days. Hljómsveitin nýtur gríðarlegra vinsælda í Bretlandi og því ljóst að sigurinn er stór fyrir upptöku- teymið íslenska. Ásgeir segir að lagið verði á næstu plötu stúlknasveitarinnar. „Við vonumst bara til að úr þessu verði smáskífa, lagið fái spil- un í útvarpi og að það komi út myndband.“ Ásgeir segir ferlið hafa tekið tíma og að þeir hafi sent út sjö útgáfur af laginu áður en allt var tekið í sátt. „Oft er það bara þannig að maður lendir á fólki sem þykist vita meira en maður sjálfur og það verður bara að kyngja því.“ Lagið sjálft hefur ekki enn hlotið nafn en Ásgeir segir það eins konar diskósmell. „Þetta er mjög skemmti legur tími til að semja og selja lag með diskóívafi því akkúrat núna eru diskó- sveiflur í gangi í tónlistinni,“ segir Ásgeir og bendir á sumarsmell- inn Get Lucky með Daft Punk og Pharrell Williams, sem og lagið Treasure með Bruno Mars. „Það er vonandi að þessi uppsveifla í diskó- inu nýtist okkur og að við getum gert lagið að smáskífu sem fyrst.“ Spurður að því hvað þeir í Stop- WaitGo séu að bralla segir Ásgeir þá hafa nóg á sinni könnu. „Við erum með næg verkefni bæði hér á landi og úti. Við höldum okkur mjög uppteknum.“ kristjana@frettabladid.is StopWaitGo samdi við The Saturdays Strákarnir í íslenska upptökuteyminu StopWaitGo sömdu diskósmell fyrir bresku stúlknasveitina The Saturdays. Lagið verður á næstu plötu sveitarinnar. GERA ÞAÐ GOTT Þeir Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson skipa upptökuteymið StopWaitGo. Þeir seldu diskósmell til stúlknasveitarinnar The Saturdays á dögunum. NORDICPHOTOS/GETTY Stúlknasveitin The Saturdays var stofnuð árið 2007, en hún er skipuð þeim Unu Healy, Mollie King, Frankie Sandford, Vanessu White og Rochelle Humes. Sveitin nýtur gríðarlegra vinsælda í Bretlandi og hafa þær síðastliðin þrjú ár hlotið verðlaun sem besta hljómsveitin á verðlauna hátíðinni Women of the Year sem breska tímaritið Glamour heldur árlega. Um 1,3 milljónir hafa smellt á „like“-hnapp hljóm- sveitarinnar á Facebook. The Saturdays „Þetta er bara svo sorglegt að ég vil ekki vera að bæta eldsneyti ofan á eldinn. Sorglegast kannski vegna þess að ég var að vonast eftir endur- komu hennar þegar hún byrjaði að ráðast á mig.“ ÞETTA SAGÐI MILEY CYRUS Í ÚTVARPSÞÆTTINUM THE KANE SHOW UM ÁRÁSIR LEIK- KONUNNAR AMÖNDU BYNES Á SIG Á TWITTER UNDAN- FARNA DAGA. Vegfarendur í Vesturbænum hafa ef til vill orðið varir við málverk af eldri manni sem þekur heilan húsvegg á reisulegu steinhúsi sem stendur á horni Vesturgötu og Seljavegs. Það er ástralski listamaðurinn Guido Van Helten sem á heiðurinn af myndinni, en hann hefur dvalið hér á landi síðan í apríl. Guido segist vinna vegg- myndirnar eftir ljósmyndum sem hann setur síðan inn í forrit í iPhone-síma og málar eftir. Hugmyndina að verkinu í Vesturbænum hafi hann fengið þegar hann var á gangi með félaga sínum um hverfið og sá þennan auða vegg. „Ég talaði við konuna sem á húsið og spurði hana hvort ég mætti gera svona veggmynd. Hún tók vel í hug- myndina og stakk upp á því að ég málaði mynd af afa hennar sem byggði húsið. Það er því mjög við- eigandi að hafa mynd af honum þarna.“ Guido segist ætla að dvelja á Íslandi eins og lengi og hann hefur tök á og leitar nú loganda ljósi að auðum veggjum til að mála. - hó Mynd setur svip sinn á hverfi ð Stærðarinnar veggmynd af eldri manni prýðir steinhús í Vesturbænum. VEGGMYND Maðurinn á myndinni horfir glaðlegum augum á vegfarendur í Vesturbænum. Myndin er eftir ástralska lista- manninn Guido Van Helten. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEIMDALLARHUMAR OG HVÍTVÍN Heimdallur boðaði til SuHumarpartís í Valhöll í gær. Sumarkomunni var fagnað með grilluðum humri sem skola átti niður með hvítvíni. Þá var Heimdellingum bent á að hægt væri að kaupa áfengi í ÁTVR á mánudegi til laugar- dags, en lokað væri á sunnudögum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heim- dallar, kvartaði yfir því í vor að ekki væri hægt að kaupa sér hvítvín með humrinum á sunnudögum. - ka SPÓKA SIG Í HOLLYWOOD Knattspyrnumennirnir Alfreð Finn- bogason og Rúrik Gíslason njóta lífsins í sumarfríi sínu á vesturströnd Bandaríkjanna þessa dagana. Hafa kapparnir verið iðnir við að birta myndir af sér á Instagram, ýmist frá Las Vegas eða Los Angeles. Þar mátti sjá mynd af þeim félögum með Sigurjóni Sighvats- syni kvikmyndafram- leiðanda, en þeir snæddu hádegisverð saman í Hollywood á fimmtudag. - ka Frábært úrval afþreyingar, ferskar fréttir, fjölbreytt efnisval, myndrænt viðmót og færri flettingar. Þess vegna var visir.is kosinn besti frétta- og afþreyingarvefur ársins á Íslensku vefverðlaunu- num 2012. Minna að fletta meira að frétta F ÍT O N / S ÍA Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna það efni sem leitað er að.“ BESTI FRÉTTA- OG AFÞREYINGARVEFURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.