Fréttablaðið - 25.07.2013, Síða 30

Fréttablaðið - 25.07.2013, Síða 30
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Vinkonurnar Anna Maggý, Marta Hlín og Margrét Unnur fengu það skemmtilega verkefni í sumar að byrja tískublogg á vegum skapandi sumar- starfa í Kópavogi. Bloggið heitir því undar- lega nafni Adulescentulus, sem er latína og merkir ungur maður, enda snýst bloggið um ungt fólk. Það sem einkennir bloggið er að það fjallar ekki um þær sjálfar. „Okkur langaði ekki að vera alltaf að blogga um okkur sjálfar. Við förum í heimsóknir, skoð- um herbergi og tökum viðtöl við skapandi fólk og fræðumst um hvað það er að gera. Matarfærslur eru inni á milli og svo förum við í bæinn og tökum myndir af götutísk- unni,“ segir Margrét Unnur. Það sem hefur vakið athygli eru mynda- þættirnir sem stelpurnar gera frá grunni. „Við reddum fötum, finnum umhverfi, sjáum um förðun, tökum flestar myndirnar og vinnum þær. Það tekur mestan tíma að vinna í kringum myndatökurnar,“ útskýra stelpurnar. Mikil vinna er lögð í hverja einustu færslu hjá þeim, enda eru þær í fullri vinnu við bloggið. Bloggið hefur aðeins verið í gangi í einn og hálfan mánuð en þrátt fyrir það fá þær fjölmargar heim- sóknir á síðuna. Stelpurnar leita sér að innblæstri í um- hverfinu. „Fólkið í kringum okkur veitir okkur mikinn innblástur. Netið gefur okkur auðvitað líka hugmyndir og þar finnum við jafnvel spennandi fólk sem okkur langar til þess að taka viðtöl við,“ segir Marta. Þær vinkonur kynntust í Menntaskól- anum við Hamrahlíð og sóttu um starfið saman. Í haust mun þó Anna Maggý flytja til London og vera í fjarnámi við Fjölbraut í Breiðholti. Stelpurnar eru að gera ótrúlega góða hluti þrátt fyrir að vera aðeins á átjánda aldursári. „Þetta er klárlega skemmtilegasta vinna sem við höfum unnið við. Það er alveg frábært að vinna hjá skapandi sumarstörfum og gera það sem við elskum,“ segir Anna. Til þess að skoða bloggið er hægt að fara inn á adulescentulus.blogspot.com. ■ gunnhildur@365.is SKAPANDI VINKONUR MIKIL VINNA Margrét Unnur, Anna Maggý og Marta Hlín halda uppi blogginu Adulescentulus. Þær taka viðtöl, fara í heimsóknir og margt fleira. VINKONUR Margrét Unnur, Anna Maggý og Marta Hllín halda uppi blogginu Adulescentulus. MYND/DANÍEL Neonlitir hafa í orðsins fyllstu merkingu verið áberandi síðustu misseri. Þeir hressa upp á útlitið og draga margir fram augnlit og litarhaft. Þeir passa þó ekki við öll tilefni og ekki þykir gott að hrúga mörgum neonlitum saman. Hér eru atriði sem er gott að hafa í huga þegar neonlituð föt og fylgihlutir eru annars vegar. Hvert er tilefnið? Það er ekki alltaf við- eigandi að klæðast neonlitum. Þá ber til dæmis að forðast við jarðarfarir, á mikil- vægum fundum og við önnur sambæri- leg tilefni. Neonföt henta betur sem partý- og sumarklæðnaður. Hvaða litur fer þér best? Neonrauður -appelsínugulur -gulur, -grænn, -blár eða -fjólublár? Prófaðu að bera þessa liti við þig í næsta verslunarleiðangri og reyndu að átta þig á hvaða litir kalla fram það besta í þínu fari. Neonblár undirstrikar til að mynda blá augu og neonappelsínugulur kallar fram ljóm- andi litarhaft. Gættu þess að vera ekki í öllu neonlituðu Notaðu hefðbundna liti á móti. Svart og neonlitur fer til að mynda alltaf vel saman. Neonlituð skyrta við svartar buxur eða öfugt klikkar seint. Gættu þess þó að klæðast ekki neon- litum fötum á hverjum degi. Fólk í kringum þig gæti orðið þreytt á því og jafnvel þróað með sér höfuð- verk við það eitt að sjá þig. Notaðu neonlitað naglalakk og fylgihluti á móti neon- lituðum fötunum Ef þú klæðist neongulum bleiser getur verið flott að hafa neonrendur á skónum, bera neonveski eða vera í neonlituðum leggings. Vertu í rétta skapinu Það þýðir lítið að vera afundinn og fúll í neonlitum. Þetta eru djarfir litir og mann- eskja sem ber þá gefur til kynna að hún sé sjálfsör- ugg, orkumikil og í ljómandi skapi. ÞAÐ ER KÚNST AÐ KLÆÐAST NEONLIT LÍFSEIG TÍSKA Neonlitir geta gert mikið fyrir útlitið. Nokkur atriði er þó gott að hafa í huga. Sjávarréttastaðurinn Naustið opnaði á Húsavík um miðjan júní árið 2011. Þar fást eingöngu sjávarréttir og er rík áhersla lögð á að bjóða upp á fyrsta flokks hráefni á góðu verði. Staðurinn er opinn yfir sumarið og hefur opnunar- tíminn verið að lengjast í báða enda. „Nú í sumar opnuðum við í byrjun maí og má búast við því að staðurinn verði opinn fram í september,“ segir Guðni Rúnar Helgason, einn starfsmanna Naustsins. BEINT ÚR SJÓNUM Á matseðlinum eru meðal annars fiski- súpa, grilluð fiskispjót, grillaður humar, vatnasilungur, lax, fersk bláskel og plokkfiskur. Um helgar er svo ávallt boðið upp á ferskt sushi. Allt brauð sem borið er fram með matnum er bakað á staðnum. VÍN FRÁ GUSTAVE LORENTZ Fátt passar betur með sjávarréttum en gott hvítvín og innan fárra daga verður hvítvínið frá Gustave Lorentz frá Alsace í Frakklandi fáanlegt á staðnum. „Okkur stóð til boða að flytja þetta vín inn og þar sem Naustið býður nú þegar upp á fyrsta flokks fiskrétti slógum við til og ákváðum að bjóða viðskiptavinum staðarins upp á þetta úrvalsvín,“ segir Guðni Rúnar. „Í upphafi munum við bjóða upp á fjórar tegundir; eina lífræna sem heitir Pinot Gris og er úr „Organic Evidence“-línu framleiðandans en Gustave Lorentz fram- leiða fjórar tegundir af lífrænum vínum. Þá munum við bjóða upp á eina tegund af kampavíni, Crémant D´Alsace, sem er mest selda vín Gustave Lorentz í Evrópu. Eins eitt „Cuvee“-vín úr Gewurtztraminer og eitt „Reserve“-vín úr Pinot Blanc. Inn- an tíðar bætast svo fleiri tegundir við.“ Guðni Rúnar á von á því að vínið verði komið í hillur á Mærudögum sem hefjast á Húsavík í vikunni. AÐSÓKN FRAM ÚR VONUM Naustið er að sögn Guðna Rúnars fyrst og fremst fjölskyldufyrirtæki. Það er í eigu Elínar Kristjánsdóttur og Ingunnar Ástu Egilsdóttur, sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri staðarins. Guðni Rúnar segir aðsóknina að staðnum hafa farið fram úr björtustu vonum. „Við höfum fundið fyrir vaxandi straumi ferðamanna í sumar eins og margir aðrir í ferðaþjón- ustu en við fáum líka miklu fleiri Íslend- inga nú en í fyrra og þykir afskaplega vænt um það.“ ÚRVALSFISKUR OG GÆÐAVÍN NAUSTIÐ KYNNIR Sjávarréttastaðurinn Naustið á Húsavík hefur slegið í gegn. Þar fást dýrindis sjávarréttir og gæðavín. ÚRVALSVÍN MEÐ MATNUM Guðni ásamt eigendun- um Elínu Kristjánsdóttur (til vinstri) og Ingunni Ástu Egilsdóttur. Naustið er til húsa að Naustagarði 2 á Húsavík. • kjólar fyrir brúðkaupið 5000 • allar buxur 5000 • túnikkur, skokkar,5000 • mussur, toppar, 3000 • Skyrtur,bolir 3000 • Og margt, margt fleira.... Verðhrun á útsölu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.