Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 34
Þjóðhátið FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 20132 KEMUR EKKI TIL GREINA AÐ FARA ANNAÐ Brekkusöngurinn er orðinn órjúfanlegur hluti af Þjóð-hátíð í Eyjum. Hann er á dagskrá á sunnudagskvöldinu en þá safnast fólk saman í brekkunni og syngur brekkusöng. Síðast liðin 44 ár hefur Árni Johnsen stýrt söngnum, að undanskildu árinu 2003 þegar þingmaðurinn Róbert Marshall hljóp í skarðið. Í ár mun Ingólfur Þórarinsson, betur þekkt- ur sem Ingó í Veðurguðunum, taka við keflinu. Þetta verða mikil við- brigði fyrir fastagesti hátíðarinnar en þó eru margir sammála því að það hafi verið kominn tími á breyt- ingar. „Ég hlakka alveg ofboðslega mikið til. Ég er búinn að vera að spá rosalega mikið í þetta og er búinn að raða upp lögunum. Þetta er svona 90 prósent tilbúið,“ segir Ingó. Hann segist ekki finna fyrir pressu en gera sér þó grein fyrir því að hann sé að feta í stór og rót- gróin fótspor. Ingó mun standa einn á sviðinu í brekkusöngnum en hljómsveit hans, Ingó og Veður- guðirnir, mun troða upp á laugar- dagskvöldinu. Ákveðið hefur verið að stytta brekkusönginn og verður hann 45 mínútur. „Ég er að byggja þetta á dagskránni hans Árna en þetta verður ferskari útgáfa. Ég mun taka mikið af Eyjalögum, enda er þetta hátíð Eyjamanna. Inni á milli verða svo lög sem koma héðan og þaðan sem allir þekkja.“ Ingó segir þetta eitt skemmti- legasta verkefni sem hann hefur fengið í hendurnar. „Ef þetta heppn- ast vel vonast ég til þess að fá að gera þetta aftur.“ Brekkusöngurinn hefst klukkan 23.15. Þegar honum lýkur verður kveikt á blysunum. Kveikt er á einu blysi fyrir hvert ár sem Þjóðhátíð hefur verið haldin. Hún var haldin í fyrsta skipti árið 1874 sem þýðir að blysin verða 140. Ingó tekur við keflinu af Árna Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó í Veðurguðunum, mun stjórna brekkusöngnum í fyrsta skipti í ár. Hann tekur við af Árna Johnsen, sem hefur stýrt honum í 44 ár. Ingó segir þetta eitt skemmtilegasta verkefni sem hann hefur fengið í hendurnar. Ingó hlakkar ofboðslega mikið til að stýra brekkusöngnum. Hann er þegar að mestu tilbúinn með prógrammið. MYND/ARNÞÓR Ásdís Inga Haraldsdóttir er enginn nýgræðingur þegar kemur að Þjóðhátíð en hún er að fara á há- tíðina í fimmta skipti í ár. „Það kemur ekki til greina að fara annað. Eftir að hafa farið á Þjóðhátíð hljómar ekkert jafn spennandi,“ segir Ásdís Inga. Hún mætir alltaf á fimmtudeginum og fer heim á mánudeginum til að missa örugg- lega ekki af neinu. „Miðana kaupi ég líka alltaf um leið og þeir fara á sölu í mars, enda byrjar spenningurinn fyrir næstu Þjóðhátíð strax í lok þeirrar seinustu.“ Spurð út í þjóðhátíðarlag þessa árs segir hún það ekki hafa heillað sig við fyrstu hlustun en að það venjist vel. „Ég er viss um að það verður magnað að heyra það sungið í dalnum.“ Að sögn Ásdísar Ingu standa bekkjabílarnir, blysin og brekkusöngurinn upp úr á Þjóð- hátíð. „Á leiðinni heim á kvöldin notum við alltaf bekkjabílana eða tökum leigubíl. Við leigjum íbúð sem er í göngufæri en oftast nennum við ekki að labba heim eftir langan dag.“ Ásdís Inga hefur alltaf farið með stórum hópi fólks á Þjóðhátíð og skiptist hann niður eftir gistingum. „Við erum sex til tíu saman í húsi en svo hittum við restina af krökkunum á kvöldin. Það er skemmtilegast að byrja kvöldið öll saman og vera sam- ferða í dalinn,“ segir hún. En hefur Ásdís einhver heillaráð handa þeim sem ætla á Þjóðhátíð í fyrsta skipti? „Já, ég myndi ekki gista í tjaldi, enda aldrei hægt að vita hvernig veðrið verður. Eins mæli ég með því að fólk taki með sér nóg af drykkjar- föngum.“ Bekkjabílarnir, blysin og brekkusöngurinn standa upp úr að mati Ásdísar Ingu. Ásdís Inga Haraldsdóttir SUNNUDAGSMIÐINN Brekkusöngurinn er einn af hápunktum Þjóð- hátíðar. Þeir sem ekki treysta sér til þess að vera alla hátíðina en vilja engu að síður taka þátt í Brekku- söngnum geta keypt svokallaðan sunnudagsmiða og er talsvert um að fólk geri það. Það getur til að mynda hentað fjölskyldufólki eða þeim sem ekki hafa tök á því að dvelja á eyjunni alla helgina. Miðinn gildir frá klukkan tíu á sunnudeg- inum og til að fá sem mest úr ferðinni er ráð að taka daginn snemma. Dagskráin hefst með léttum lögum klukkan tíu. Klukkan 14.30 er svo barnadagskrá á Brekku- og Tjarnarsviði þar sem persónur úr Latabæ og Páll Óskar stíga á stokk. Kvöldvakan hefst svo klukkan 20.30. Meðal flytjenda í ár eru Eyþór Ingi, Bubbi og Páll Óskar. Brekkusöngurinn hefst stundvíslega klukkan 23.15 og mun Ingó Veðurguð leiða hann í fyrsta skipti. Blysin verða svo tendruð klukkan tólf. Við tekur Skálmöld og svo verður leikið fyrir dansi fram á nótt. Nánari upplýsingar er að finna á www.dalurinn.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.