Fréttablaðið - 25.07.2013, Síða 36
Þjóðhátið FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 20134
Heimaslóð er sögu-, menningar- og náttúrufars vefur um Vestmannaeyjar. Á vefsíðunni www.heimaslod.is er að
finna greinargóða lýsingu á sögu Þjóðhátíðar-
innar, auk þess sem þar er að finna fjölda
mynda frá hátíðinni. Hér kemur stutt brot úr
sögu hátíðarinnar.
Upphafið
Fyrstu hátíðarhöldin í Herjólfsdal voru um
miðja 19. öld þegar Pétur Bryde, eigandi
Brydebúðar, tók upp á því að bjóða starfsfólki
sínu þangað árlega.
Fyrsta Þjóðhátíðin var hins vegar haldin
sunnudaginn 2. ágúst árið 1874. Þá komu 400
manns í dalinn, reistu tjöld og hlóðu veislu-
borð úr torfi og grjóti. Fánar og borðar prýddu
tjöldin. Flutt var minni konungs og að því
loknu var hleypt af níu fallbyssuskotum. Flutt
var minni Íslands og Jóns Sigurðssonar. Þegar
menn höfðu snætt og drukkið kaffi var sleg-
ið upp dansleik undir berum himni sem stóð
fram undir miðnætti.
Eftir þetta var Þjóðhátíð haldin nokkrum
sinnum, yfirleitt um miðjan ágúst. Um 1901
var komin sú regla að hátíðin hófst með kapp-
róðri. Að honum loknum var gengin skrúð-
ganga inn í dalinn og hann skreyttur. Flutt var
minni konungs, Íslands og Vestmannaeyja og
keppt í glímu, kapphlaupi og öðru. Um kvöld-
ið voru kaffiveitingar og sódavatn á boðstólum
í tjöldum en áfengi var ekki í boði. Frá þeirri
Þjóðhátíð hefur hún verið haldin nánast óslitið.
Þjóðhátíð í útlegð
Þjóðhátíðin hefur ávallt verið haldin í Herjólfs-
dal, nema árin 1973-1976 meðan Herjólfsdalur
var þakinn vikri eftir eldgosið. Á þeim árum var
hátíðarsvæðið á Breiðabakka, suður undir Stór-
höfða. Þjóðhátíðin 1973 stóð aðeins eitt kvöld.
Útbúið var lítið svið og danspallur og lítill varð-
eldur kveiktur. Þeir sem voru í Vestmanna-
eyjum mættu en það var þó einvörðungu fólk
sem tók þátt í hreinsunarstörfum í bænum.
Árið 1976 var Herjólfsdalur hreinsaður og
tyrfður en það var mikið verk. Strax næsta ár
héldu Týrarar fyrstu Þjóðhátíðina í Herjólfs-
dal eftir gosið.
Þór og Týr
Íþróttafélögin Þór og Týr höfðu ávallt skipst á
að halda Þjóðhátíðina. Þegar félögin voru sam-
einuð 1996 hélt hið nýja félag Þjóð hátíðina.
Teknar voru nokkrar hefðir frá báðum félögum.
Flugeldasýningin og tónleikahaldið urðu um-
fangsmeiri með sameiningunni líkt og aðrir
þættir hátíðarhaldanna.
Árið 1977 var í fyrsta sinn haldinn brekku-
söngur undir stjórn Árna Johnsens. Hann var
einnig kynnir á Þjóðhátíð það ár en áratugi þar
á undan var það Stefán Árnason, eða Stebbi Pól,
sem var kynnir.
Skin og skúrir
Veðrið hefur stundum leikið þjóðhátíðargesti
grátt. Til dæmis fauk kringlótt veitingatjald
ásamt fleiri tjöldum árið 1969. Mikinn mann-
skap þurfti til að bjarga veitinga tjaldinu. Á
þjóðhátíð 2002 varð veður svo vont að hátíðar-
gestir leituðu skjóls í heimahúsum og íþrótta-
miðstöðinni á meðan tjöld þeirra fuku í stórum
stíl.
Lundaholur og Skvísusund
Hvítu hústjöldin setja mikinn svip á dalinn.
Fyrsta hústjaldið kom til sögunnar 1908 og þá
var selt í því sælgæti og gosdrykkir. Hústjöld
fóru að verða áberandi um 1910. Tjöldunum er
raðað upp í götur og hafa heiti gatnanna hald-
ið sér í fjöldamörg ár. Þau eru:
■ Sjómannasund
■ Sigurbraut
■ Lundaholur
■ Skvísusund
■ Veltusund
■ Þórsgata
■ Týsgata
■ Ástarbraut
Rótgróin hátíð í Herjólfsdal
Sögu Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum má rekja til 19. aldar. Ýmsar hefðir hafa skapast í gegnum tíðina og margar lifa enn í dag.
Þetta er með
elstu myndum
sem til eru
af Þjóðhátíð.
Þarna sjást
meðal annars
nautgripir á
beit í dalnum.
Myndin
var tekin
1907-1908 af
Lárusi Gíslasyni
ljósmyndara í
Eyjum.
Um 1901 var komin á sú regla að hefja hátíðina á kappróðri. Fólk mætti prúðbúið á upphafsárum hátíðarinnar.
Hvítu hústjöldin setja mikinn svip á dalinn. Fyrsta hús-
tjaldið kom til sögunnar 1908. Þar var var ælgæti og gos.
Dalurinn trekkir að.
Veðrið hefur stundum leikið þjóðhátíðargesti grátt en
oft hefur líka verið einmuna blíða.
Tjöldunum er raðað upp í götur. Hústjöld fóru að verða áberandi um 1910.
Fólk safnaðist saman í brekkunni og gerir enn.
Fyrir tíma hljóðkerfanna.Það hefur löngum tíðkast að spranga í dalnum.