Fréttablaðið - 25.07.2013, Side 52

Fréttablaðið - 25.07.2013, Side 52
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 TÓNNINN GEFINN Kjartan Guðmundsson Þetta hefur verið leiðindaár fyrir Morrissey kallinn. Í vikunni neyddist hann til að aflýsa því sem eftir er af hljómleikaferðalagi sínu um Suður- Ameríku vegna skorts á fjármagni. „Það er ekkert mál að selja miða en samt ógerningur að flytja hljómsveit og starfslið frá F til G,“ segir í dæmigerðri torskilinni yfirlýsingu frá gamla Smiths-söngvaranum. Áður hafði hann hætt við nær alla aðra fyrirhugaða tónleika ársins, þar á meðal á vesturströnd Bandaríkjanna, vegna heilsubrests af ýmsu tagi þar sem magasár, lungnabólga og matareitrun komu meðal annars við sögu. Þessi runa af óhöppum kemur sér einkar illa þar sem Morrissey á sér gríðarlegan fjölda harð- kjarna-aðdáenda meðal fólks af rómönsku bergi brotnu. Í augum fjölda Evrópubúa er tónlist The Smiths og Morrisseys sú „hvítasta“ sem til er og flest sem tengist söngvaranum fyrir löngu orðið nokkurs konar samnefnari fyrir enska lág- til miðstéttarsíðtáningaangist. Í Mið- og Suður- Ameríku og sér í lagi Kaliforníufylki Bandaríkj- anna, meðal mexíkóskra innflytjendafjölskylda, hefur þó á síðari áratugum myndast risastór hópur fólks aðdáenda sem finnur samhljóm í kaldhæðinni og þunglyndiskenndri textagerð- inni, óvenjulegum söngstíl Morrisseys og jafnvel útliti söngvarans. Sjálfur trúði ég varla sögum af þessari aðdáun fyrr en ég heimsótti Los Angeles fyrr í sumar og sá með eigin augum öll auglýsingaplakötin fyrir sérstök Morrissey-kvöld í austurhluta borgarinnar, alla „chicano“-ana í Smiths-bol- unum og heyrði auðþekkjanlega röddina hljóma frá öðrum hverjum pöbb. Einhverjir hafa bent á að innflytjendur í Bandaríkjunum kunni að meta Morrissey vegna þess að sjálfur var söngvarinn írskur innflytjandi í Englandi og sú tilfinning smitist milli heimsálfa. Aðrir tiltaka sterkar og dapurlegar tilfinningar í tónlist Morrisseys og segja þær eiga greiða leið að hugum og hjörtum þeirra sem alist hafa upp við suðurameríska og mexíkóska ranchera-tónlist. Hver svo sem ástæðan er þá hafa margir rómanskir tekið Morrissey upp á arma sína og gerst dyggustu stuðningsmenn hans. Árið 2002, þegar söngvarinn var án plötusamnings og hart var í ári, lauk hann tónleikum í Los Angeles með orðunum: „Án ykkar væri ég í tómu rugli“. Mexíkóarnir fögnuðu vel og innilega. El Moz afl ýsir David Lynch - The Big Dream Fuck Buttons - Slow Focus The Smashing Pumpkins - The Aeroplane Flies High Í spilaranum Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN 18.7.2013 ➜ 24.7.2013 Sæti Flytjandi Plata 1 Capital Cities Safe And Sound 2 Olly Murs Dear Darlin‘ 3 Nýdönsk Iður 4 Muse Panic Station 5 Daft Punk / Pharrell Get Lucky 6 Margaret Berger I Feed You My Love 7 Kaleo Vor í Vaglaskógi 8 Imagine Dragons Demons 9 Robin Thicke / T.I. / Pharrell Blurred Lines 10 Áhöfnin á Húna Sumardagur Sæti Flytjandi Plata 1 Sigur Rós Kveikur 2 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music 3 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 4 Samaris Samaris 5 Ýmsir Tíminn flýgur áfram 6 Of Monsters and Men My Head Is an Animal 7 Ýmsir Einnar nætur gaman með Sigga Hlö 8 Ýmsir Acoustic Iceland 9 Ýmsir Inspired by Harpa 10 Björk Gling gló *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Pet Shop Boys er talinn happa- sælasti dúett Bretlandseyja sam- kvæmt Heimsmetabók Guin- ness, enda hefur sveitin selt yfir 50 milljónir plata. Tólfta breið- skífa hljómsveitarinnar, Elect- ric, kom út þann 12. júlí síðast- liðinn og hlýtur sjö í einkunn frá vefsíðunni Pitchfork. Platan er sú fyrsta sem gefin er út af hinu nýstofnaða plötuútgáfufyrirtæki X2, sem er í eigu hljómsveitar- innar sjálfrar. Neil Tennant, söngvari sveitar- innar, og Chris Lowe hljóm- borðsleikari kynntust árið 1981 og varð strax vel til vina vegna sameigin legs áhuga þeirra á danstónlist. Tónlistar- samstarf þeirra hófst skömmu síðar og tóku þeir upp slagarana It‘s a Sin, West End Girls og Jealousy í litlu hljóðveri í Camden Town. Sveitin sló í gegn árið 1984 og hefur verið starfrækt allar götur síðan. Hún er þekkt fyrir danstónlist sína og ber nýjasta plata sveitar- innar, Electric, kunnugleg- an keim af þeim hljómi sem einkenndi sveitina á upp- hafsárum hennar. Blaðamaður Pitchfork segir þá Tennant og Lowe sækja innblást- ur til tónlistarstefna á borð við dubstep á nýju plötunni. Blaða- maðurinn segir enn fremur að félagarnir séu einstaklega lunknir í að „gera popptónlist sem höfðar til samkynhneigðra karlmanna“. Lögin Love Is a Bourgeois Const- ruct, Fluorescent, Vocal og The Last to Die (sem er upprunalega eftir Bruce Springsteen) þykja þau bestu á plötunni. Lokalag plöt- unnar er Vocal og fjallar lagið um tónlist og þá tilfinningu sem hún framkallar hjá þeim sem hlýðir á. Í lagatextanum segir meðal annars I like the singer/ He’s lonely and strange/ Every track has a vocal/ And that makes a change. Auðvelt er að ímynda sér að Tennant eigi þar við sjálfan sig. Gagnrýnandi Consequence of Sound segir Electric innihalda pottþétt syntha-popp með þétt- um takti og grípandi laglínum sem mun lokka fólk fram á dansgólfið í sumar. - sm Grípandi danstónlist Pet Shop Boys gáfu út sína tólft u breiðskífu þann 12. júlí. Lögin eru sögð bera kunnuglegan keim af þeim hljómi sem einkenndi sveitina snemma á ferlinum. EKKI NÆRRI HÆTTIR Breski dúettinn Pet Shop Boys sendi frá sér nýja breiðskífu þann 12. júlí. Hún þykir einstaklega dansvæn og skemmtileg. NORDICPHOTOS/GETTY Chris Lowe sagði árið 1986 í viðtali við Entertainment Tonight að hann væri lítt hrifinn af bandarískri þjóðlagatónlist. „Ég er ekki hrifinn af þjóðlagatónlist. Ég er ekki hrifinn af rokktónlist. Ég er ekki hrifinn af rokkabillí og alls ekki hrifinn af rokki og róli. Mér líkar fátt en það sem ég hrífst af elska ég af ástríðu,“ sagði Lowe. Ekki hrifinn af rokktónlist ELECTRIC MEÐ PET SHOP BOYS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.