Fréttablaðið - 25.07.2013, Page 59

Fréttablaðið - 25.07.2013, Page 59
FIMMTUDAGUR 25. júlí 2013 | MENNING | 43 Söngdívan Beth Ditto gekk að eiga unnustu sína, Kristin Ogata, í síðasta mánuði. Stúlkurnar giftu sig á Havaí í návist vina og ætt- ingja en Beth þótti sérstaklega glæsileg í hvítum brúðarkjól úr smiðju Jean Paul Gaultier. Ogata, sem er frá Havaí, var í hvítum jakka og stuttbuxum. Það má segja að hvítt hafi verið þema brúðkaupsins en allir gestir brúð- kaupsins klæddust hvítu og brúð- hjónin báru hvít blóm um hálsinn. Ditto sló í gegn með hljómsveit- inni Gossip en hefur einnig látið til sín taka í tískuheiminum. Hún hannaði eigin fatalínu og opnaði tískusýningu Gaultier vorið 2011. Beth Ditto gift - ir sig í Gaultier GLAÐAR Beth Ditto og eiginkonan í hvítu. Kryddpíurnar Geri Halliwell og Emma Bunton eru klárar í annað Spice Girls-„kommbakk“. Kryddpíurnar komu saman á lokahátíð Ólympíuleikanna í London í fyrra og slógu rækilega í gegn. Aðdáandi stúlknasveitarinn- ar skrifaði á Twitter að hann vildi ólmur að Spice Girls héldu kveðju- tónleikaröð og tóku Geri og Emma undir með aðdáandanum. Slúður- miðlarnir ytra töldu líklegt að Kryddpíurnar hefðu í hyggju að halda fleiri tónleika eftir Ólymp- íuleikana en um leið og Victoria Beckham neitaði að taka þátt urðu þær hugmyndir að engu. Kryddpíur vilja endurkomu TIL Í SLAGINN Þær Geri Halliwell og Emma Bunton eru klárar í tónleika ferð með Spice Girls. GETTY/NORDICPHOTOS Leikkonan Blake Lively og leikar- inn Ryan Reynolds eiga von á barni saman samkvæmt erlend- um slúðursíðum. Parið fagnar nú brátt fyrsta brúðkaupsafmæli sínu og mun vera yfir sig ástfangið. Slúður- pressan ytra segir klæðaburð Blake Lively síðustu vikurnar berlega gefa til kynna að hún beri barn undir belti en einnig á Reyn- olds að hafa sagt nýlegu viðtali að hann gæti ekki beðið eftir að eignast barn með Lively. Nú er bara að bíða eftir staðfestingu. Á Blake Lively von á barni? GÓÐ GEN Blake Lively og Ryan Reynolds eiga von á barni samkvæmt erlendum slúðurfréttum. Neil Patrick Harris verður kynnir hátíðarinnar í ár, en hann er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Barney Stinson í sjónvarpsþáttun- um How I Met Your Mother og sem Doogie Howser M.D. í samnefndri sjónvarpsseríu. Netflix stelur senunni í ár, en þetta er í fyrsta sinn sem sjónvarps- seríur sem hafa verið frumsýndar á internetinu hljóta tilnefningar. Net- flix hlýtur þrjár tilnefningar í ár, fyrir sjónvarpsseríurnar Arrested Development, House of Cards og Hemlock Grove. Tilnefningar til Emmy-verðlauna Emmy-verðlaunahátíðin verður haldin þann 22. september í Los Angeles. Tilnefningar til helstu flokka eru eftirfarandi: Í flokki dramasería Breaking Bad Downtown Abbey Game of Thrones Homeland House of Cards Mad Men Besta leikkona í dramaseríu Connie Britton Nashville Claire Danes Homeland Michelle Dockery Downtown Abbey Vera Farmiga Bates Motel Elisabeth Moss Mad Men Kerry Washingto Scandal Robin Wright House of Cards Besti leikari í dramaseríu Hugh Bonne- ville Down- town Abbey Bryan Cranston Breaking Bad Jeff Daniels The Newsroom Jon Hamm Mad Men Damian Lewis Homeland Kevin Spa- cey House of Cards TILNEFNDUR Kevin Spacey er tilnefndur í ár.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.