Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 22.08.2013, Qupperneq 4
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 11.607 einstæðar mæður eru skráðar á Íslandi nú árið 2013. Á sama tíma eru einungis 1.129 feður skráðir einstæðir á Íslandi. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Dala Feta fyrir þá sem gera kröfur ms.is SJÁVARÚTVEGUR Byggðastofnun hagnast verulega ef Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, setur úthafs- rækjuveiðar aftur í kvóta eins og hann hefur boðað. Byggðastofnun á 12,2 prósent af heildaraflamarki í úthafs- rækju, auk þess að vera með 4,25 prósenta hlutdeild í svokallaðri flæmingjarækju sem veidd er við Nýfundnaland. Stofnunin gekk að þessum heimildum við gjaldþrot fyrirtækja í veiðum og vinnslum á rækju en fjölmörg slík fyrirtæki fóru í þrot um miðjan síðasta ára- tug. Samtals er 1,3 milljarða lán Byggðastofnunar með veð í slíkum veiðiheimildum. Þ egar Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra, gaf veiðar á úthafs- rækju frjálsar árið 2010 urðu þessar heimild- ir verðlausar. Þá var ákveðið að afskrifa eftirstöðvar lánanna sem þær voru veðsettar fyrir. Aðalsteinn Þorsteinsson, for- stjóri Byggðastofnunar, segir að ef úthafsrækja verður aftur sett í kvóta breytist forsendurnar. „Þá má ætla að margumræddar veiði- heimildir í vörslu Byggðastofnunar geti haft umtalsvert verðgildi,“ segir hann. „Og þannig skapað möguleika á að endurheimta að einhverju leyti þau lán sem áður höfðu tapast vegna áfalla í rækju- iðnaðinum. Þó ber að hafa í huga að mjög erfitt er að leggja mat á mögulegt verðmæti þeirra, enda hafa veiðiheimildir í úthafsrækju ekki verið söluvara á markaði um margra ára skeið. Þá hefur heldur enginn kvóti verið gefinn út enn.“ Rækjuvinnsla á Íslandi gekk í gegnum miklar hremmingar um miðbik síðasta áratugar. Í ársbyrjun 2005 voru ellefu rækju- verksmiðjur starfandi á landinu en árið 2010 voru þær teljandi á fingrum annarrar handar. - jse Byggðastofnun græðir á fyrirhuguðum kvóta 13 hundruð milljóna lán Byggðastofnunar er með veð sem varð verðlaust þegar út- hafsrækjuveiðar voru gefnar frjálsar. Áform nýs ráðherra glæða vonir um heimtur. FRÁ RÆKJU- VINNSLU Hremmingar í rækjuvinnslu frá því um miðjan síðasta áratug valda undarlegum fléttum enn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AÐALSTEINN ÞORSTEINSSON BANDARÍKIN Bandaríski uppljóstrar- inn Bradley Manning hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi. Frá dómn- um dragast þeir 1.294 dagar sem hann hefur þegar setið í fangelsi. Hann á möguleika á náðun eftir að hafa afplánað þriðjung dómsins, eða eftir rúman áratug. Jafnframt verður hann leystur frá herþjón- ustu með smán og fær ekki greidd laun frá hernum. Hann þarf hins vegar ekki að greiða neina sekt. David Coombs, verjandi Mann- ings, sagði síðdegis í gær að næst yrði leitað til Bandaríkjaforseta um náðun eða styttingu dómsins. Manning er 25 ára hermaður sem lak fjölda leyniskjala frá banda- ríska hernum til lekasíðunnar Wikileaks, sem hefur birt mikið af gögnum frá honum. Hann átti yfir höfði sér allt að 90 ára fang- elsi en saksóknari hafði farið fram á 60 ára fangelsi. Í síðustu viku las hann upp stutta afsökunarbeiðni fyrir rétti í von um að það myndi milda refsinguna. Fjölmargir stuðningsmenn Mannings hafa engu að síður harmað þessa niðurstöðu og sagt hann hafa sýnt mikið hugrekki. „Þetta er hroðalegur dómur og skelfileg niðurstaða fyrir þennan unga mann sem gerði ekki annað en hlýða sinni samvisku og upp- lýsa almenning um stríðsglæpi og ill verk sem hann komst að í sínu starfi,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks. - gb, hmp Bradley Manning dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir uppljóstranir um leyndarmál Bandaríkjastjórnar: Gefinn möguleiki á náðun eftir áratug BRADLEY MANNING Var leiddur fyrir rétt í gær, þar sem dómari kynnti refsi- ákvörðun sína. LEIÐRÉTT Halldóra Gunnarsdóttir var ranglega titluð framkvæmdastjóri Barna- húss. Halldóra er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur 5-10 m/s. RIGNINGIN ER GÓÐ Bætir heldur í úrkomuna seinni partinn í dag um sunnan- og vestanvert landið. Það heldur áfram að rigna á morgun og þá einkum suðaustanlands. Heldur minni úrkoma á laugardag. 12° 9 m/s 14° 11 m/s 13° 10 m/s 12° 13 m/s Á morgun Víðast 3-10 m/s. Gildistími korta er um hádegi 10° 7° 14° 15° 13° Alicante Basel Berlín 29° 28° 24° Billund Frankfurt Friedrichshafen 23° 26° 25° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 21° 21° 28° London Mallorca New York 23° 30° 28° Orlando Ósló París 32° 21° 27° San Francisco Stokkhólmur 19° 20° 12° 7 m/s 13° 5 m/s 16° 7 m/s 16° 7 m/s 15° 8 m/s 16° 10 m/s 6° 9 m/s 13° 12° 12° 13° 14° STJÓRNMÁL Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gylfadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þing- flokks Sjálf- stæðisflokks- ins. Hún tekur við starfinu af Ingu Hrefnu Sveinbjarnar- dóttur, sem starfar nú sem aðstoðarmaður heilbrigðisráð- herra. Þórdís Kol- brún er 26 ára lögfræðingur, hún lauk BA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og ML-gráðu frá sama skóla 2012. - vg Nýr starfsmaður þingflokks: Ráðin fram- kvæmdastjóri ÞÓRDÍS KOLBRÚN REYKFJÖRÐ GYLFADÓTTIR UMHVERFISMÁL Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, hefur þegið boð Alþjóða kjarnorkumála- stofnunarinnar (IAEA) um að vera forseti alþjóðlegs fund- ar um geisla- varnir eftir kjarnorkuslysið í Fukushima. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum IAEA í Vínarborg í febrúar á næsta ári. Á fundinum verður meðal annars fjallað um þá geislun sem fólk varð fyrir og með hvaða hætti það var, ýmsa læknisfræði- lega og þjóðfélagslega þætti og aðgerðir til að draga úr afleiðing- um slyssins til lengri tíma. - vg Stjórnar ráðstefnu IAEA: Fundar um Fu- kushima-slysið ORKUMÁL Hanna Birna Kristjáns- dóttir innanríkisráðherra afhenti í gær styrki til fjögurra verkefna á sviði orkuskipta í skipum. Það voru fyrirtækin Varðeldur, GPO, Véltak og Norðursigling sem hlutu styrkina. Verkefnin miða að því að auka notkun inn- lendra orkugjafa í skipum og draga þar með úr notkun jarð- efnaeldsneytis, afla þekkingar á þessu sviði og auka rannsóknir og samstarf. Styrkirnir eru alls að upphæð 30 milljónir króna og verður tuttugu milljónum til viðbótar úthlutað síðar á árinu. - vg Fengu 30 milljónir: Styrktu orku- skipti í skipum SIGURÐUR M. MAGNÚSSON S-AFRÍKA Línur eru að skýrast í máli suður-afríska spretthlaupar- ans Oscars Pistorius en hann er sakaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, í febrúar. Á mánudag var honum birt formleg ákæra fyrir morð að yfir- lögðu ráði og hefur saksóknari málsins birt lista yfir 107 manns sem hugsanlega verða kallaðir til vitnis. Lögmenn Pistoriusar hafa stað- fest að fjölskylda hans hafi átt í samskiptum við fjölskyldu hinnar myrtu í von um að hægt verði að semja um bótagreiðslur utan dómstóla. Heimildir herma að fjölskylda Steenkamp vilji fá jafn- virði tæplega 36 milljóna króna í bætur. - ka Ákæra hefur verið birt: Fjölskyldan vill 36 milljónir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.