Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 22. ágúst 2013 | SKOÐUN | 23
Það eru gömul sannindi
og ný að hagur heimila og
fyrirtækja er samtvinnaður.
Það skiptir því miklu máli
að rekstrarumhverfi fyrir-
tækja sé með þeim hætti
að þau standi undir þeim
lífskjörum og kaupmætti
sem almenningur væntir
og telur eðlilegan og sann-
gjarnan.
Það er hlutverk stjórn-
valda að tryggja að
rekstrar umhverfi fyrir-
tækja sé með þeim hætti að
fyrirtækin geti blómstrað
og staðið sig í alþjóðlegri
samkeppni. Aðeins þannig
geta fyrirtæki landsins
boðið fólki vel launuð og
eftirsóknarverð störf. Til að
svo megi verða þarf að ríkja
stöðugleiki, lágt vaxtastig
og frelsi í fjármagnsflutn-
ingum. Við þurfum gjald-
miðil sem er gjaldgengur í
alþjóðaviðskiptum og ekki
má heldur gleyma að fyrirtækin
þurfa vel menntað starfsfólk – og er
þá fátt eitt talið.
Íslenskt atvinnulíf hefur búið við
lítið af þessu undanfarin ár. Öllu
alvarlegra er þó að fátt er í spilunum
sem styður það að íslenskum fyrir-
tækjum muni standa til boða það
rekstrarumhverfi sem talið er sjálf-
sagt í þeim löndum sem við helst
berum okkur saman við.
Hér þurfa íslensk stjórnvöld að
girða sig í brók því ekki er nóg að
segja í hátíðarræðum að koma þurfi
hjólum atvinnulífsins af stað, að
nauðsynlegt sé að auka fjárfestingu
og verðmætasköpun þegar búið er
þannig að atvinnulífinu að hvatann
og arðsemina skortir. Fyrir okkur
sem sinnum hagsmunagæslu fyrir
íslensk fyrirtæki er fátt
sárgrætilegra en að horfa á
eftir öflugum fyrirtækjum
úr landi. Fyrirtækjum sem
hafa gefist upp á íslenskum
aðstæðum, aðstæðum sem
íslensk stjórnvöld lofa
einatt að snúa til betri
vegar en án efnda.
V i ð Í s l e n d i n g a r
stöndum frammi fyrir
margvíslegum vanda-
málum sem mörg eiga
upptök sín í hruninu 2008
og samkvæmt mælingum
fara lífskjör hér á landi
versnandi. Sú staðreynd
hlýtur að vera mikið
áhyggjuefni fyrir okkur öll.
Margir telja að aðild að
ESB sé lausn á mörgum
vandamálum sem við
stöndum frammi fyrir og
aðildar viðræður séu liður í
leit að lausn á margháttuð-
um efnahagsvanda þjóðar-
innar. Þeir heittrúuðustu
telja aðild lausn á flestum okkar
vanda en aðrir sjá djöfla í hverju
horni þegar minnst er á Evrópu-
sambandið. Samkvæmt könnunum
vill þó meirihluti þjóðarinnar leiða
aðildarviðræður til lykta og fá að
kjósa um aðildarsamning þegar þar
að kemur. Ljóst er að íslensk stjórn-
völd geta ekki að óbreyttu, ein og
óstudd, aflétt gjaldeyrishöftum og
varið hagkerfi okkar og gjaldmiðil.
Viðræðurnar við ESB eru því mikil-
vægur liður í því að tryggja farsæla
lausn þessa mikla vanda.
Það er málskilningur flestra
Íslendinga sem lesið hafa stjórnar-
sáttmála núverandi ríkisstjórnar að
það sé stefna hennar að spyrja þjóð-
ina af því hvort að halda beri við-
ræðum við ESB áfram. Að minnsta
kosti var það skýrt loforð Sjálfstæð-
isflokksins að íslenska þjóðina yrði
spurð um framhald viðræðnanna á
fyrri hluta þessa kjörtímabils.
Það er mjög vanhugsuð aðgerð hjá
ríkisstjórninni að slíta aðildarvið-
ræðum við ESB – ekki síst á meðan
hún hefur ekki komið fram með
neinar útfærslur á því hvernig hún
sjálf ætlar að leysa vandann sem við
stöndum frammi fyrir. Hver verður
peningastefnan – verður íslenska
krónan framtíðargjaldmiðill okkar –
í höftum að hluta eða til frambúðar?
Hvernig náum við niður vaxtastig-
inu sem nauðsynlegt er til að örva
fjárfestingu og skiptir skuldsett
heimili ekki síður máli? Hvernig
tryggjum við lægra vöru- og mat-
vælaverð? Aðild ríkja að ESB snýr
jú fyrst og fremst að því að tryggja
sem best starfsskilyrði fyrirtækja
og lífskjör almennings.
Afar óábyrgt er af stjórnvöldum
að útiloka fyrir fram einn fárra kosta
sem vísa veginn út úr erfiðri stöðu
íslensks atvinnulífs og heimila.
Stjórnvöld verða að hafa heildar-
hagsmuni þjóðarinnar í huga í
þessu máli, ekki sérhagsmuni fárra.
Ljúkum aðildarviðræðum og metum
samninginn þegar hann liggur fyrir
ásamt fullmótuðum lausnum sem
ríkisstjórnin hefur þá vonandi lagt
á borðið. Við erum einfaldlega ekki
í þeirri aðstöðu að fækkun valkosta
sé skynsamleg.
Ljúkum aðildarviðræðum
EVRÓPUMÁL
Margrét
Kristmundsdóttir
formaður SVÞ–
Samtaka verslunar
og þjónustu
Svana Helen
Björnsdóttir
formaður SI– Sam-
taka iðnaðarins
➜ Stjórnvöld verða að hafa
heildarhagsmuni þjóðarinnar
í huga í þessu máli, ekki sér-
hagsmuni fárra. Ljúkum
aðildarviðræðum og metum
samninginn þegar hann liggur
fyrir [...].
Árið 1940 hóf breski herinn
byggingaframkvæmdir við
Reykjavíkurflugvöll. Afi
minn, sem þá var ungur
flugáhugamaður, rifjar upp
minningar frá þessum tíma:
„Allt í einu fylltust göt-
urnar af vörubílum sem
fluttu rauðan sand frá
Rauðhólum. Það þurfti svo
gífurlega mikið magn þar
sem þarna eru eingöngu
mýrar og svo langt niður
á fast. Margir festu kaup á
vörubílum og allir ætluðu að verða
ríkir.“ Á þessum tíma vann afi hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur og tók
þátt í að leggja rafmagn á svæðinu.
Það var mikil uppbygging, margir
fengu vinnu við framkvæmdirnar
og síðan við ýmis störf eftir að flug-
völlurinn var tekinn í notkun. Menn
voru jafnvel sendir upp í Landakots-
kirkjuturninn til að hlusta eftir og
fylgjast með óvinaflugvélum.
Þrátt fyrir að völlurinn væri að
mestu lokaður þar til Bretar afhentu
Íslendingum hann í júlí 1946, fengu
Íslendingar í örfáum tilfellum afnot
af honum. Til dæmis stofnuðu afi og
félagar flugskóla þar árið 1944.
Þegar Íslendingar tóku við rekstri
flugvallarins braust út mikill flug-
áhugi, ný samgönguæð opnaðist,
flugskólar voru stofnaðir og um
leið hófst mikið „fluglíf“. Í fyrstu
voru sjóflugvélar aðallega notaðar
þar sem fáir flugvellir voru til á
landinu. Fljótlega byrjaði Flug-
málastjórn að senda vinnuflokka út
um allt land og flugvellir byggðir
á melum. Þessa flugvelli var ein-
göngu hægt að nota á sumrin.
Þegar Reykjavíkurflugvöllur
var tekinn í notkun opnaðist nýr
samgöngumáti sem hefur alla
tíð síðan verið mikilvægur fyrir
Reykvíkinga og alla aðra
landsmenn. Reykjavíkur-
flugvöllur er bæði sögulega og
menningarlega mikilvægur. Hann
var reistur á mesta umbyltingar-
skeiði borgarinnar og landsins alls.
Eftir standa margar mikilvægar
minjar frá þessu tímabili. Þar má
nefna flugturninn, braggana í Naut-
hólsvík og stóru flugskýlin. Þetta
eru jafn verðmætar söguminjar og
allnokkrir húskofar í miðborginni
sem Reykjavíkurborg hefur lagt
áherslu á að vernda og fest kaup á
með skattpeningum borgabúa.
Samkvæmt aðalskipulagi Reykja-
víkur til ársins 2030 telur stjórn
Reykjavíkurborgar skynsamlegt
að láta Reykjavíkurflugvöll víkja
fyrir auknum möguleikum á upp-
byggingu byggðar í Reykjavík.
Eftir þrjú ár er stefnt að því að loka
annarri aðalflugbraut Reykjavíkur-
flugvallar, norður-suðurbrautinni.
Þessi lokun gerir Reykjavíkurflug-
völl ónothæfan fyrir farþegaflug.
Reykjavíkurflugvöllur er enn í
dag mikilvæg samgönguæð bæði
fyrir borgabúa og aðra landsmenn.
Þar hefur þróast margs konar þjón-
usta og önnur starfsemi. Höfuðborg
landsins verður að vera vel tengd
við aðra landshluta og Reykjavíkur-
flugvöllur er vel staðsettur til að
þjóna því hlutverki til framtíðar.
Flugvöll í Vatnsmýri
➜ Höfuðborg
landsins verður að
vera vel tengd við
aðra landshluta og
Reykjavíkurfl ugvöllur
er vel staðsettur til að
þjóna því hlutverki til
framtíðar.
SAMGÖNGUR
Sigurjón
Arnórsson
alþjóðlegur
viðskiptafræðingur
Dönsku astma- og
ofnæmissamtökin
Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá
FÁÐU GÓÐ RÁÐ VIÐ OFNÆMI
NEUTRAL.IS