Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 70
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 54
„Ég borða alltaf morgunmat, get
ekki hugsað mér lífið án þess. Ég
fæ mér morgunkorn, t.d hafrakodda
og múslí með mjólk eða AB-mjólk.
Set rúsínur eða trönuber út á og
stundum banana.“
Sóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóri.
MORGUNMATURINN
„Þetta er ein klassískasta og besta
mynd sem gerð hefur verið á
Íslandi. Ég hafði ofsalega gaman
af henni þegar ég var yngri og
þótti karakterarnir skemmtilega
asna legir,“ segir Ragnar Ísleifur
Bragason leikari. Hann tekur þátt
í sérstakri grínsýningu á Nýju lífi í
tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá
frumsýningu myndarinnar.
Sýningin er í tengslum við Alþjóð-
lega kvikmyndahátíð í Reykjavík,
RIFF, og fer fram í Tjarnarbíói
þann 27. september. Myndin verður
talsett upp á nýtt á staðnum og
með talsetningu fara meðal annars
Ragnar sjálfur og Þorsteinn
Guðmundsson leikari.
„Myndin verður sem sagt sýnd
á tjaldi, án hljóðs, og við sem að
þessu komum munum búa til nýjan
díalóg fyrir myndina. Einhver atriði
verða alveg orðrétt upp úr myndinni
en öðrum verður breytt,“ útskýrir
Ragnar Ísleifur.
Ragnar Ísleifur kann samtöl og
senur kvikmyndarinnar utan að og
hefur margsinnis þulið hana orð-
rétt upp á mannamótum. „Ég var
eitt sinn staddur á Landsmóti félags
framhaldsskólanema og hver skóli
átti að vera með skemmtiatriði.
Minn skóli hafði ekki undirbúið neitt
og það var ákveðið að ég mundi fara
með alla myndina – það yrði okkar
atriði. Myndin er níutíu mínútur að
lengd og sýningin var um hundrað
mínútur því leiklýsingar fylgdu
einnig. Ég hef síðan endurtekið leik-
inn við ýmis tækifæri síðan þá.“
Leikstjóri myndarinnar, Þráinn
Bertelsson, verður viðstaddur
sýninguna og kveðst Ragnar
Ísleifur virkilega spenntur fyrir
því. „Þráinn og Karl Ágúst [Úlfs-
son] verða á meðal áhorfenda,
sem er mjög skemmtilegt. Ég veit
að Þráinn er mjög spenntur fyrir
sýningunni,“ segir hann að lokum.
Hægt er að nálgast miða á
sýninguna á vefsíðunni Riff.is.
sara@frettabladid.is
Leikarar talsetja
Nýtt líf upp á nýtt
Ragnar Ísleifur Bragason og Þorsteinn Guðmundsson eru á meðal þeirra sem
talsetja Nýtt líf upp á nýtt í tilefni 30 ára frumsýningarafmælis myndarinnar.
NÝTT NÝTT LÍF Ragnar Ísleifur Bragason og Þorsteinn Guðmundsson eru á meðal þeirra er munu talsetja gamanmyndina Nýtt
líf upp á nýtt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Þetta er alveg frábært band,“
segir Helgi Björnsson.
Hann hefur fengið þýsku hljóm-
sveitina Capital Dance Orchestra
til að spila með sér á tónleikunum
„Helgi syngur Hauk“ í Eldborgar-
sal Hörpu 11. október. Hljóm-
sveitin, sem er gamaldags swing-
band, spilar undir á plötu með
lögum Hauks Morthens sem
Helgi tók upp í Berlín.
Aðspurður segir Helgi ekki
annað hafa komið til greina en
að flytja þessa fimmtán manna
sveit til Íslands, þrátt fyrir að það
hafi kostað skildinginn. „Þetta er
alveg mega-pakki en ég var búinn
að bíta þetta í mig. Mig langaði að
koma með þá heim og gera alvöru
konsert.“
Helgi komst í kynni við Capital
Dance Orchestra þegar hún
spilaði á opnunarhátíð Admirals
Palast-leikhússins í Berlín árið
2006. „Félagar mínir laumuðu
því að þeim að ég tæki lagið með
þeim, en ég vissi ekkert af því.
Svo fór ég á æfingu með þeim
og fyrst leist þeim ekkert á blik-
una en þegar karlinn byrjaði
að syngja urðu þeir yfir sig
hrifnir. Ég tók þrjú til fjögur lög
með þeim og þeir voru alveg í
skýjunum og vildu gera plötu,“
segir Helgi. Það var þó ekki fyrr
en á þessu ári sem samstarfið
varð að veruleika vegna Hauks
Morthens-plötunnar. Miðasala á
tónleikana í Hörpu hefst í dag.
- fb
Flytur 15 manna sveit til Íslands
Helgi Björnsson spilar með þýskri hljómsveit á tónleikum í Eldborg í október.
HELGI BJÖRNSSON Helgi flytur þýska,
fimmtán manna hljómsveit til Íslands í
október. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
➜ Nýtt líf var frumsýnd þann
30. september árið 1983.
„Þetta er ein af stærstu vöru-
sýningum heims fyrir heimilis-
og gjafavörur. Um 2800 vörumerki
taka þátt í sýningunni og allir
helstu leikmenn í þessum bransa
eru þarna. Mér skilst að um sjö-
tíu merki hafi keppt í Best New
Product Award að þessu sinni,“
segir Arna Sigrún Haraldsdóttir,
framkvæmdastjóri hönnunar-
merkisins Scintilla. Vara frá
merkinu lenti í þriðja sæti í keppni
um bestu nýju vöruna á vöru-
sýningunni New York Now.
Ilmandi handklæði úr lífrænni
bómull frá Scintilla hrepptu þriðja
sætið í þessari virtu keppni, en hand-
klæðin þola allt að þrjátíu þvotta áður
en ilmurinn hverfur úr þeim. „Þetta
er ekki ný tækni en hún hefur lítið
verið notuð í vörum sem þessum.
Við erum með þrjár ilmtegundir
sem allar eru innblásnar af vest-
firskri náttúru og heita Westwinds
and Silent Sands, Wild Thyme and
Blueberries og Rain and Deep
Blue Water.“
Aðspurð segist Arna Sigrún þess
fullviss að velgengni Scintilla í
keppninni muni vekja enn frekari
athygli á merkinu. „Þetta hefur
aukna umfjöllun í för með sér,
bæði í Bandaríkjunum og víðar.“
Scintilla er hönnunarfyrirtæki
sem hannar heimilistextíl-línu
með áherslu á grafík, munstur
og áferðir. Stofnandi Scintilla er
Linda Björg Árnadóttir, textíl-
hönnuður og lektor við fata-
hönnunardeild Listaháskóla
Íslands.
- sm
Ilmandi handklæði í úrslit á vörusýningu
Bómullarhandklæði frá hönnunarmerkinu Scintilla þóttu ein af bestu nýju vörunum á New York Now.
GOTT GENGI Ilmandi handklæði frá
Scintilla komust í úrslit í keppni um bestu
nýju vöruna á vörusýningunni New York
Now. Arna Sigrún Haraldsdóttir er fram-
kvæmdastjóri Scintilla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
INFERNO EFTIR DAN BROWN
D
YN
A
M
O
R
E
YK
JA
VÍ
K
Þý
ðin
g:
A
rn
ar
M
at
th
ía
ss
on
og
In
gu
nn
S
næ
da
l.
D
YN
A
M
O
R
E
YK
JA
VÍ
K
EFTIR HÖFUND
DA VINCI
LYKILSINS
„Lesandinn er
við það að spr
inga
af spennu.“
NEW YORK TI
MES
NÝ SPENNUSAGA
EFTIR VINSÆLASTA
HÖFUND Í HEIMI!
Æsispennandi bók sem þú leggur
ekki frá þér fyrr en sagan er öll!