Fréttablaðið - 22.08.2013, Síða 28
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 28TÍMAMÓT
„Þessi hugmynd hafði gerjast með
mér lengi, en fékk byr undir báða
vængi þegar mér var boðið á fundi hjá
Vestmannaeyingum í Reykjavík. Þar
talaði ég um gömlu Kirkjubæina, sem
voru fáein hús austast á Heimaey og
fóru fyrst allra undir hraun. Þar hafði
móðuramma mín búið ásamt fólki sínu
í meira en hálfa öld, þegar jörðin rifn-
aði næstum við bæjardyr þessara húsa.
Ég fékk einhvern kjark til að ráðast
til atlögu við skrifin þegar ég kom af
þessum fundum,“ segir rithöfundurinn
og fréttamaðurinn Edda Andrésdóttir,
sem í haust sendir frá sér bókina Til
Eyja. Í bókinni vitjar Edda liðinna tíma
í Vestmannaeyjum, þegar hún dvaldi
þar sem barn á sumrin hjá ömmu
sinni og móðurfjölskyldu og einnig
sem ungur blaðamaður sem fylgdist
með fjölmörgum húsum verða hrauni,
ösku eða eldi að bráð í Heimaeyjar-
gosinu 1973.
Edda segir dvölina í Eyjum hafa
haft mikil áhrif á líf sitt, en hún eyddi
fyrstu sautján sumrum sínum þar
og vann meðal annars í fiski, sem
mjólkur póstur og kúasmali. „Ég beið
eftir því allan veturinn að komast til
Eyja í sveitalífið og fór svo að kvíða
fyrir því upp úr Þjóðhátíð að þurfa að
fara þaðan,“ útskýrir hún og hlær. „Í
huganum voru gömlu Kirkju bæirnir
miðja heimsins. Mér fannst að þeir
yrðu alltaf þarna og ég gæti alltaf
snúið aftur. Þar af leiðandi hafði það
mjög mikil áhrif að koma þangað,
nýorðin blaðamaður, á fyrstu stundum
gossins og sjá þá hverfa af yfirborði
jarðar ásamt fjöldanum öllum af
húsum í Eyjum.“
Edda segist þó ekki þora að fara alla
leið þegar uppruni hennar berst í tal.
„Mamma er fædd í Eyjum og þar af
leiðandi segist ég full af auðmýkt vera
hálfur Vestmannaeyingur þegar ég er
spurð. Ég er afar stolt af þessum upp-
runa. Eyjarnar eru svo sérstakar og
ég þarf ekki að segja neinum það sem
þangað hefur komið. Þær skjóta gjarn-
an rótum í hugum fólks.“ segir hún.
Til Eyja er fjórða bók Eddu, en áður
hafa komið út eftir hana bækurnar Á
Gljúfrasteini, sem var viðtalsbók við
Auði Sveinsdóttur Laxness, samtals-
bókin Auður Eir – Sólin kemur alltaf
upp á ný og Í öðru landi. Höfundurinn
segir lesendur væntanlegrar Eyjabókar
mega búast við frásögn af lífi sem var og
hvarf og er nú djúpt undir hrauni. „Ég
segi frá sumrum í lífi og fjöri Eyjanna á
sjötta og sjöunda áratugnum í bland við
áföll, missi og sorg. Ég vef það saman
við dvölina í Eyjum veturinn 1973, þegar
allt þetta hvarf af yfirborði jarðar,“
segir Edda að lokum. kjartan@frettabladid.is
Eyjarnar skjóta gjarnan
rótum í hugum fólks
Rithöfundurinn og fréttamaðurinn Edda Andrésdóttir sendir frá sér sína fj órðu bók, Til
Eyja, í haust. Í bókinni vitjar Edda liðinna tíma í Vestmannaeyjum.
„Þjóðræknisfélagið hefur það að
markmiði að viðhalda og efla með
ýmsu móti tengsl milli Íslands og
afkomenda þeirra Íslendinga sem
fluttu vestur um haf fyrir allt að 140
árum,“ segir Halldór Árnason, for-
maður Þjóðræknisfélags Íslendinga.
„Það sem mest áhersla er lögð á er að
koma hinni íslensku menningararf-
leifð áfram til næstu kynslóðar bæði
hér heima og úti,“ segir hann og á
þar við Snorraverkefnið sem felst í
því að fólk á aldrinum milli tvítugs
og þrítugs dvelur í hinu landinu í 4-6
vikur og ferðast um. „Þau sem koma
hingað eru í sex vikur, þar af þrjár
hjá ættingjum sínum,“ segir Halldór.
Þetta verður til þess að þetta unga
fólk verður hugfangið af landinu sem
formaður og ferfeður þeirra koma frá
og kynnast ættingjum og halda þeim
tenglsum áfram.“
Meðal þeirra sem taka til máls á
þinginu á sunnudag eru sendiherrar
Bandaríkjanna og Kanada á Íslandi,
Egill Helgason fjölmiðlamaður og
David Gislason frá Litla íslenska
bókmenntafélaginu í Manitoba. Inn
á milli hins talaða máls syngja tvær
söngkonur, Sigrún Stella Bessason og
Christine Antenbring.
- gun
Efl a frændsemi og önnur tengsl
Þjóðræknisþing verður haldið á Hótel Natura næsta sunnudag, 25. ágúst. Þar verður bæði
talað mál og tónar á dagskránni. Halldór Árnason er formaður Þjóðræknisfélagsins.
VESTUR-ÍSLENDINGAR Ungt fólk kemur
hingað árlega á vegum Snorraverkefnisins, hittir
frændfólk og ferðast um. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HÁLFUR VESTMANNAEYINGUR Edda Andrésdóttir segist afar stolt af tengslum sínum við Vestmannaeyjar, en þar fæddist móðir hennar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MERKSIATBURÐIR
1809 Jörundur hundadagakonungur er handtekinn og þar með
er valdasetu hans á Íslandi lokið.
1848 Bandaríkin innlima Nýju-Mexíkó.
1922 Íslandsmet er sett í 5000 metra hlaupi er Jón Kaldal
hleypur vegalengdina á 15 mínútum og 23 sekúndum.
1981 Minnisvarði um Ara fróða Þorgilsson (1067-1148) er
afhjúpaður á Staðastað á Snæfellsnesi en talið er að hann hafi
verið prestur þar. Ari var höfundur Íslendingabókar sem er elsta
rit um sögu Íslands.
1992 Vestnorrænu kvennaþingi lýkur á Egilsstöðum með því að
hlaðin er varða úr grjóti frá Grænlandi, Færeyjum og Íslandi.
1993 Kristján Helgason, nítján ára, verður heimsmeistari í
snóker í flokki 21 árs og yngri á móti sem haldið er í Reykjavík.
2007 Íslenska kvikmyndin Astrópía er frumsýnd. Þar leikur
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir stórt hlutverk.
Þróunarkenning Darwins var fyrst gefin út þennan mánaðar-
dag árið 1858 í tímaritinu The Journal of the Proceedings
of the Linnean Society of London. Þar voru einnig svipaðar
kenningar Alfreds Russels Wallace um sama efni.
Kenningar þeirra félaga vöktu litla
athygli þegar tímaritið kom út og í upp-
gjöri yfir árið 1858 kom fram að ekki
hefðu verið gerðar neinar markverðar
uppgötvanir né rannsóknir á árinu.
Darwin vann hart að því að klára
bók sína, On the Origin of Species by
Means of Natural Selection, or The
Preservation of Favoured Races in the
Struggle for Life, sem kenningar þær
er birtust í tímaritinu voru byggðar á.
Þar setur hann fram rök um nýstárlega
þróunarkenningu mannsins ásamt nákvæmum athugunum
og ályktunum. Bókin kom út í nóvember 1859. Bókin varð
metsölubók og fyrsta upplagið seldist upp.
ÞETTA GERÐIST 22. ÁGÚST 1858
Þróunarkenningin
kom fyrst fram
Ég beið eftir því allan
veturinn að komast til Eyja í
sveitalífið og fór svo að
kvíða fyrir því upp úr
Þjóðhátíð að þurfa að fara
þaðan.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
BJÖRN J. BJÖRNSSON
Grenimel 45, Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn
7. ágúst, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni föstudaginn 23. ágúst klukkan
15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent
á Landsbjörg eða önnur líknarfélög.
Áslaug Halldórsdóttir Kjartansson
Elsa María Björnsdóttir Rafn Haraldsson
Kristján Georg Björnsson Guðrún Theódórsdóttir
Jón Kjartan Björnsson
Ragnar Ingi Björnsson
Halldór K. Björnsson Magnea Ólöf Guðjónsdóttir
Andrés Þór Björnsson Eva Ingimarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Kolbrún Björnsdóttir
Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi okkar,
JENS CH. KLEIN
kjötiðnaðarmeistari,
Stóragerði 38, Reykjavík,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
31. júlí. Útförin hefur farið fram.
Elín Klein
Óli Jóhann Klein
Anna Margrét Klein Björn Alfreðsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku maðurinn minn, pabbi okkar,
tengdapabbi og afi,
SVANBJÖRN SIGURÐSSON
fyrrverandi rafveitustjóri,
Hringteigi 5, Akureyri,
lést á heimili sínu 18. ágúst.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 27. ágúst
kl. 13.30. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Sjúkrahússins
á Akureyri og starfsfólki Heimahlynningar á Akureyri fyrir
ómetanlegan stuðning, hlýju og umönnun.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóði
Heimahlynningar og Sjúkrahússins á Akureyri.
Reine Margareta Sigurðsson
Birna María Svanbjörnsdóttir Gunnar Þór Gunnarsson
Geir Kristján Svanbjörnsson Jakobína Guðmundsdóttir
Guðrún Nýbjörg Svanbjörnsdóttir
Oddný og Sóley Gunnarsdætur
Bríet Reine og Karvel Geirsbörn