Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 26
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26 AF NETINU Málefni vetrarins Nú stefnir í að heill vetur, eða fleiri, fari í það að ræða um hvort Ísland eigi í alvörunni að kasta verðtryggingunni í sjóinn. ASÍ, Samfylkingin og Sighvatur munu öskra að hér muni allt hrynja og munu nota sömu aðferðir og LÍÚ notaði á síðasta kjörtímabili– dómsdagsspár. [...] Nú stefnir í að heill vetur, eða fleiri, fari í það að hrækjast á um að tillögur um skuldaleiðréttingar sem þá verða fram komnar séu mjög heimsku- legar og verði á endanum greiddar af ríkissjóði, og nýjir brandarar um kattasmölun í þingflokki sjálfstæðismanna munu líta dagsins ljós. http://einar.eyjan.is Einar Ben Þorsteinsson Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Ég neyddist til að segja mig úr Sjálfstæðis- flokknum eftir landsfund hans 2009. Ástæðan var hvernig sá landsfundur afgreiddi Evrópumálin. Og það fóru fleiri en ég, enda fækkaði nokkuð í þingflokknum eftir næstu kosningar. Þrátt fyrir úrsögn mína hef ég horft mjög til flokks- ins, því mörg af skoðanasystkinum mínum fylgja honum enn af svo stakri tryggð að ég hef ekki gefið upp vonina um að raunhæf Evrópu- stefna gæti komið úr þeirri átt. Íslensk stjórnmál standa nú á vegamótum. Stjórnarsáttmálinn geymir ákveðna ferðaáætlun um hvert skuli halda frá þessum krossgötum. Þar er nefnt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um fram- hald viðræðna við ESB. Á fundi í aðdraganda kosninganna í vor og í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl sl. sagðir þú orðrétt: „Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Út á þetta greiddu margir Evrópusinnar flokknum atkvæði sitt, því engum hefur hingað til dottið í hug að Bjarni Benedikts- son stæði ekki við orð sín. Fréttir síðustu daga, sem ég hef bæði úr Fréttablaðinu og mbl.is, segja mér að bæði þingflokksformaður þinn og fleiri úr þingliðinu hafa talið þetta vera kosningaloforð og aldrei dottið í hug að ekki yrði staðið við það. En nú koma framsóknarmenn aftan að ykkur með óvæntar yfir- lýsingar og nánast ódrengilegar. Það verður engin þjóðaratkvæða- greiðsla. Menn hafa beðið við- bragða þinna. Samkvæmt frétta- miðlum eru þau svo loðin að vart er hægt að finna þar neitt sem treystandi er á. Þú stendur þar ekki við þín fyrri orð. Í mínum huga hopar þú á hæli og hugsar meira um að verja völd en hugsjónir. Þú segir að ekki liggi fyrir nein ákvörðun um hvenær eða hvort þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin. Staðreyndin er þó að utanríkisráðherrann lýsir því skýrlega yfir að það verði ekki gert. Dettur þér virkilega í hug að nokkur maður trúi því að skýrsla, sem þú nefnir og hann lætur taka saman fyrir Alþingi, geti leitt til þess að ákvörðun um þjóðar- atkvæðagreiðslu, sem Framsóknar- flokkurinn er á móti, fáist rædd af einhverju viti? Þú telur orð þín ekki svik við þá sjálfstæðismenn sem styðja áfram- haldandi viðræður við ESB. Ég held að margir í þeirra hópi séu ekki sammála því áliti og sjái að þarna ætli Framsókn að ráða og núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins sé ekki líkleg til að breyta því. En hvers vegna þjóðaratkvæða- greiðslu? Enginn okkar getur vitað hvort hann vill að þjóð okkar gangi inn í Evrópusambandið fyrr en hann hefur séð samning um þau mál og þar með sannfært sjálfan sig um að hann sé þjóðinni ávinn- ingur, geri hana sterkari á hálu svelli heimsmála. Þetta tækifæri virðast fram- sóknar menn nú vilja taka af þjóð- inni. Það væri aðför að frjálsri hugsun, sem ég hélt að Sjálfstæðis- flokkurinn vildi verja. Þú hefur lof- orð að efna, sem hlýtur að knýja þig til átaka um þetta mál. Það varðar sóma þinn. Við Evrópusinnar væntum þess að þú sýnir í þessu máli, og ætíð, í senn þor hugsjóna- mannsins og þrótt hins drenglynda og hugumstóra baráttumanns. Opið bréf til formanns Sjálf- stæðisfl okksins EVRÓPUMÁL Þórir Stephensen fv. dómkirkju- prestur og staða- haldari í Viðey ➜ Út á þetta greiddu margir Evrópusinnar fl okknum atkvæði sitt, því engum hefur hingað til dottið í hug að Bjarni Benedikts- son stæði ekki við orð sín. Eins og sést á myndum sem hafa verið birtar að undanförnu af fossinum Dynk í Þjórsá hefur vatnsrennsli verið skert mikið eða um 40% með tilkomu Kvíslaveitu. L ít ið þarf t i l að gera vegslóð að þessu höfuðdjásni Þjórsárfossa þannig að sem flestir gætu notið og vel mætti hugsa sér gönguleiðir upp og niður með ánni til að skoða aðra fossa á þessu svæði. Sumir segja Dynk með náttúrulegu vatnsrennsli ekki síðri en Gull- foss og í raun furðuleg ákvörðun að hafa leyft þessa skerðingu á fossinum á sínum tíma. Sennilega gert í skjóli þess hvað fáir höfðu séð hann. Hvort er nú meira virði að slátra þessu alveg eins og nú er áformað, eða að fara að ráðum Ómars Ragnarssonar og snúa til baka með því að auka vatns- rennslið þótt það gæti kostað einhverjar kílóvattstundir? Í þessu samhengi verður mér hugsað til allra fossanna í Jökulsá í Fljótsdal sem nú eru komnir í lokuð göng. Já, það var sorglegt hlutskipti að horfa upp á það sem gerðist fyrir austan, rétt eins og um náttúruhamfarir hafi verið að ræða en ekki mannanna verk sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Hefði fólk verið betur upplýst og fengið tækifæri til að njóta þess sem þarna var fórnað áður en til framkvæmda kom er ég viss um að þetta hefði aldrei orðið. Um aðgengi lít ég til þess undraheims sem opnaðist við að brúa Jökulsá á Fjöllum og Kreppu á sínum tíma. Það hefði kostað lítið að gera eitthvað svipað fyrir austan, t.d. að lagfæra vegslóðir og brúa Jöklu og Jökulsá í Fljótsdal inni á hálendinu þannig að fólk hefði með eigin augum getað áttað sig á þeim náttúruauðæfum sem nú hefur verið drekkt eða skrúfað fyrir. Það var svo sannarlega þess virði að ganga nokkrum sinnum með Jökulsá í Fljótsdal þótt sú ganga hafi verið tregafull vitandi hvaða örlög biðu allra fallegu fossanna. Minnisstæðir eru Ufsarfoss, Hrakstrandar- foss, Tungufoss, Kirkjufoss, Faxi, Stóralækjarfoss, Raufarfoss og Stíflufoss, hver með sitt svip- mót umvafðir gróðri og fallegum bergmyndunum með Snæfell í baksýn. Hið sama má segja um Kelduá, sem fáir virðast hafa heyrt nefnda. Þar var fórnað ekki síður fallegum fossum sem ég kann ekki nöfn á nema á hinum einstaka Brúðarfossi. Meðfram ánni var mikið lífríki, fallegar eyrarrósabreiður, birki og fjöldi smáplantna sem ekki þrífast án árinnar. Þessari fegurð sem var við hvert fótmál var því slátrað líka. Um ýmsar framkvæmdir á landi hér hefur ríkt nokkuð góð sátt, en ömurlegt er til þess að vita að kjörnir fulltrúar með stóriðjublindu hafi orðið þess valdandi að um einstök náttúru fyrirbæri verði aðeins til sorglegar minningargreinar þegar fram líða stundir. Við sem svo auðveldlega gætum verið sjálfum okkur nóg með rafmagn án svona fórna og haft unað og raunverulegar tekjur til framtíðar af náttúrugæðum. Ekki amalegt fyrir stóriðjusinna að hafa nú fengið til liðs við sig iðnaðar- og umhverfisráðherra, ungt og kraftmikið fólk með gamaldags hugmyndir til að við- halda vitleysisganginum! Þetta var um fossa og enn frekari áform um að fækka þeim með aðför að rammaáætlun, en það er svo miklu, miklu meira sem okkur hefur verið trúað fyrir og er í stórhættu fyrir fólki sem misskilur hlutverk sitt. Við höfum vélarnar, tæknina og mennina til að umturna Íslandi. Nýtum þá krafta frekar til góðra verka og gleymum ekki að á umliðnum árum hefur tekist að bjarga ýmsu frá voðaverkum. Betur má þó ef duga skal til að opna augu skammsýnna manna. Snúum vörn í sókn NÁTTÚRUVERND Snorri Sigurjónsson lögreglufulltrúi ➜ Sumir segja Dynk með náttúrulegu vatnsrennsli ekki síðri en Gullfoss og í raun furðuleg ákvörðun að hafa leyft þessa skerðingu á fossinum á sínum tíma. Sennilega gert í skjóli þess hvað fáir höfðu séð hann. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is TIL LEIGU Helgi Már Karlsson Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1024 / 897 7086 hmk@jofur.is Skútuvogur 3, 104 Reykjavík Skrifstofuhúsnæði 3. hæð, 287 fm. Allar nánari upplýsingar veitir: Húsnæði skiptist í móttöku, stórt opið rými, 4 lokaðar skrifstofur, stórt fundarherbergi með skjávarpa og hljómflutningstækjum, wc og skjalageymslu. Skrifborð og skilrúm geta fylgt. Aðgengi er mögulegt að lagerþjónustu í sama húsi. Aðkoma að húsnæðinu er frá Barkarvogi. Laust strax! NÝTT FRÁ ÍTALÍU Í BETRA BAK Tekur sáralítið pláss þegar hann er ekki í notkun Pop-up svefnsófiQuatro svefnsófi með vandaðri pokagormadýnu Kr. 92.650 Fullt verð 109.000 Fæst dökkgrár, rauður, lillblár og grænn. Dýnustærð: 140x200 cm. Afsláttur 15% Afsláttur 15% Kr. 264.415 Fullt verð 289.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.