Fréttablaðið - 22.08.2013, Síða 56

Fréttablaðið - 22.08.2013, Síða 56
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 Kl. 12.00-13.00 HAFNARHÚSIÐ Reykjavík Dance Festival býður upp á Lunch Beat í Hafnarhúsinu. Eina reglan er að dansa. ? Sæl Sigga Dögg. Mig langar að byrja á því að segja þér að ég les alltaf greinarnar þínar og finnst þær mjög skemmtilegar. Ég hef verið að velta fyrir mér swing- hugtakinu og opnum samböndum. Er þetta mikið stundað hér á Íslandi og hefur þetta reynst fólki vel sem er kannski í sambandi þar sem kynlíf er ekki lengur stundað jafn oft og áður? ●●● SVAR Ég þakka kærlega hólið, gott að vita að lesendur hafi gagn og gaman af. Það er ekki til neitt eitt svar við þessari spurningu því hún er margþætt og felur í sér ólíka hluti, swing og opin sam- bönd. Þá ber að nefna að þessir hópar eru ekki einsleitir og því skilgreining aðeins til viðmiðunar. Algengur skilningur á swing er að það sé eitthvað sem pör stunda saman, eiginleg makaskipti. Oftar en ekki fer par saman á sérstakan swing-stað, það getur verið heimahús eða klúbbur. Margir slíkir staðir hleypa einungis pörum inn. Makaskiptin snúa frekar að kynlífi með einhverjum öðrum en maka, en ekki því að stofna til sambands við þann ein- stakling. Pör sem stunda maka- skipti setja sér eigin ramma um hvað sé leyfilegt og hvað ekki, líkt og pör í opnum samböndum. Það sem greinir þessa tvo hópa að eru þessi makaskipti. Í opnu sambandi ríkir sá skilningur að annar aðili, eða báðir, megi vera í samböndum með öðrum einstak- lingum eða stunda kynlíf með öðrum einstaklingum. Í opnum samböndum geta því margir einstaklingar verið saman í sam- bandi en ekki endilega allir hver við annan. Að mér vitandi hafa þessir hópar ekki verið rannsakaðir á Íslandi. Oftar en ekki er talað um „lyklateiti“ í tengslum við maka- skipti og var þetta töluvert vin- sælt í kringum áttunda áratug- inn. Byggt á erlendum gögnum eru makaskipti stunduð af eldri einstaklingum sem hafa jafnvel verið giftir í mörg ár. Makaskipti geta átt sér stað einu sinni eða reglulega. Opin sambönd (polyamory) ganga út á tilfinningar og kynlíf og þeir sem eru í opnum sam- böndum segja þetta sinn „lífs- stíl“. Umræðan um opin sambönd er að aukast og eru þó nokkrir fræðimenn sem telja það mann- inum eðlislægara en einkvæni. Vissulega getur afbrýðisemi skotið upp kollinum og því er þetta ekki eitthvað sem hentar öllum. Samskipti eru lykilinn, hvort sem um ræðir opið samband eða makaskipti. Báðir aðilar þurfa að vera sáttir, viðurkenna til- finningarnar og tala um þær. Þegar kynlíf er stundað með mörgum einstaklingum má alls ekki gleyma að nota smokkinn. Hann, ásamt opnum samskiptum, er alger grundvöllur fyrir því að þetta geti gengið upp. KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is ÞÉTT DAGSKRÁ Á MENN INGARNÓTT Það verður úr nægu að moða fyrir gesti menningarnætur á laugardag. Blaðamaður skoðaði viðburðina í boði og raðaði saman eigin dagskrá. NÓG Í BOÐI Á meðal þess sem verður í boði á menningarnótt er vöfflukaffi, tískusýning á Skólavörðustíg, heimildarmynd um Rax, sigling með Sigrúnu Eldjárn og tónleikar með Unnsteini Manuel og félögum í Retro Stefson, Ásgeiri Trausta og Sigríði Thor- lacius og félögum í Hjaltalín. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Umræða um opin sambönd að aukast HENTAR SUMUM Sigga Dögg segir opin sambönd og swing henta sumum pörum. NORDICPHOTOS/GETTY „Þetta verður heil helgi af lífræn- um og ljúffengum mat, hugleiðslu, jóga og hreyfingu,“ segir Margrét Alice Birgisdóttir, NLP heilsu- markþjálfi, sem stendur fyrir heilsuhelgi ásamt Gyðu Dröfn Tryggvadóttir lýðheilsufræðingi og jógakennara og Alberti Eiríks- syni ástríðukokki. Á heildina litið er heitið á heilsuhelgi sem fer fram á Sólheimum í Grímsnesi. „Við reynum að varpa ljósi á hvar einstaklingurinn er staddur í dag og hvert hann stefnir. Við vinnum út frá markþjálfun og viljum fá fólk til þess að setja sér mark- mið og vinna í verðgildum sínum. Það er mjög algengt að fólk eyði of miklum tíma í það sem skiptir ekki máli og þar með er lítill tími fyrir jákvæða og heilbrigða hluti í lífi fólks. Við vorum með nám- skeið í júní sem heppnaðist það vel að við ætlum að gera þetta aftur í haust,“ segir Margrét að lokum. Boðið er upp á tvær helgar í sept- ember, helgina 12.-15 og 26.-29. september. Bætt líðan og betri heilsa á Sólheimum Margrét Alice Birgisdóttir er ein þriggja sem standa fyrir heilsuhelgi á Sólheimum í september. FLOTTUR HÓPUR Gyða Dröfn, Margrét Alice og Albert standa fyrir heilsuhelgi á Sólheimum. MYND/ÁRNI SÆBERG ÁSGEIR TRAUSTI RAGNAR AXELSSON - RAX SIGRÍÐUR THORLACIUS, HJALTALÍN UNNSTEINN MANUEL STEFÁNSSON, RETRÓ STEFSON Kl. 14.00-16.00 ÞINGHOLT Vöfflukaffið í Þingholtunum hefur fest sig í sessi í dagskrá menningar- nætur og núna er það haldið í sjötta sinn. Íbúar Þingholtanna bjóða gestum og gangandi á heimili sín eða garða þar sem vöfflur og kaffi verða á boðstólum. Þrettán heimili taka þátt í ár. Kl. 16.00 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR Verslunareigendur á Skólavörðustíg halda tískusýningu á neðri hluta götunnar, göngugötunni. Fögur fljóð frá Elite feta stíginn og sýna íslenska fata-, skart- og fylgihlutahönnun, sem og vandaðar innfluttar vörur. Kl. 16.30-16.50 HARPA, KALDALÓN Stutt heimildarmynd sýnd um ljós- myndarann Ragnar Axelsson, RAX. Fjallaland er fyrsta verk Ragnars Axelssonar sem eingöngu fjallar um Ísland. Niðurstaðan er þetta ljósmyndaverk sem sýnt verður í Kaldalónssalnum. Kl. 17.00 HARPA Skáldleg sigling um Sundin með systkinunum Sigrúnu og Þórarni Eldjárn. Sigrún les úr óútkominni sögu sinni sem hefst ein- mitt á æsilegri siglingu og Þórarinn fer með sín ástsælu ljóð. Siglt verður frá smábátahöfninni við Hörpu kl. 15 annars vegar og 17 hins vegar. Kl. 18.00-21.00 VITAGARÐURINN Kextónleikar með Megasi og UXI, sem er skipuð meðlimum úr Júpíters. Einnig koma fram Retro Stefson og Borko og má búast við mikilli stemningu í garðinum sem er á horni Vitastígs og Hverfisgötu. Kl. 20.00-22.55 ARNARHÓLL Kaleo, Ásgeir Trausti, Hjaltalín og Sálin koma fram á Tónaflóði 2013, hinum árlegu tónleikum Rásar 2. Tónleikarnir standa yfir fram að flugeldasýningu menningarnætur en listrænn stjórnandi hennar er danshöfundurinn Sigríður Soffía Karlsdóttir. SIGRÚN ELDJÁRN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.