Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 50
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34
Svar við bréfi Helgu, eftir Berg-
svein Birgisson, kemur út í
Frakklandi í dag.
Franskir útgefendur dreifa
bókinni til bóksala, gagnrýn-
enda og annarra bókmenntarýna
mánuðum fyrir útgáfu. Viðbrögð-
in við bók Bergsveins hafa ekki
látið á sér standa, en útgefendur
eru þegar farnir að huga að end-
urprentun.
„Þetta fyrsta upplag af bók-
inni, sem kom út í dag, er þrett-
án þúsund eintök,“ segir Guðrún
Vilmundardóttir, hjá bókaforlag-
inu Bjarti sem gefur Bergsvein
út á Íslandi.
„Það er gífurlega stórt upplag
á þýddri skáldsögu, sem ekki er
reyfari,“ segir Guðrún jafnframt.
„Þetta er vonum framar,“
bætir hún við.
Bók Bergsveins hefur þegar
vakið mikla athygli, þótt útgáfu-
dagurinn sé í dag, og að sögn
Guðrúnar hafa tilboð frá bóka-
klúbbum, hljóðbókaklúbbum og
kiljuútgefendum þegar borist.
„Forleggjararnir hjá Zulma
segjast ekki hafa kynnst slíkri
stemningu í kringum væntanlega
bók,“ segir Guðrún.
Útgefandi bókarinnar er bóka-
forlagið Zulma, sem er einnig
útgefandi Auðar Övu sem hefur
vegnað vel í Frakklandi með
Afleggjarann og nú síðast Rign-
ingu í nóvember. Undantekningin
eftir Auði Övu er væntanleg síðar
á árinu. - ósk
Ekki kynnst slíkri
stemningu fyrr
Svar við bréfi Helgu, eft ir Bergsvein Birgisson, kemur út í þrettán þúsund ein-
tökum í Frakklandi í dag og útgefendur þar í landi huga þegar að endurprentun.
VINSÆLL Í FRAKKLANDI Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson hefur þegar
fengið góðar móttökur í Frakklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Tónlistarvefritið straum.is er eins árs, eins mánaðar og eins dags í
dag. Í tilefni af því verður efnt til veislu á skemmtistaðnum Harlem í
kvöld.
Kammerpoppsveitin Útidúr og tilraunabandið Just Another Snake
Cult munu koma fram en báðar komu við sögu á árslista vefritsins
fyrir síðasta ár. Ritstjórnarfulltrúar straum.is munu þeyta skífum
eftir tónleikana. Hátíðarhöldin hefjast klukkan níu.
Undanfarið ár hefur straum.is haldið úti reglulegri umfjöllun um
nýja og ferska tónlist, íslenska sem erlenda, og hefur í því skyni birt
yfir fjögur hundruð fréttir á vefnum. - ósk
Tónlistarveisla í kvöld
Straum.is heldur upp á afmæli sitt á Harlem í kvöld.
DAVÍÐ ROACH OG ÓLI DÓRI eru ritstjórar veftímaritsins straum.is . MYND/NANNADÍS
➜ Bergsveinn var tilnefndur
til Íslensku bókmenntaverð-
launanna fyrir bókina.
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FIMMTUDAGUR 22.
ÁGÚST 2013
Fræðsla
20.00 Fyrirlestur um sýningu Hugins
Arasonar og Andreu Maack, Kaflaskipti,
fer fram í kvöld. Innsetningin er í formi
sýningarsalar sem á að varpa ljósi
á ákveðið tímabil. Sýningin hverfist
um ilm sem ætlað er að fanga kjarna
listasafns fjarlægrar framtíðar.
20.00 Grasagarðurinn, Skógræktarfélag
Reykjavíkur og Borgargarðar í Laugardal
standa fyrir göngu þar sem ræktunar-
saga Laugardalsins verður kynnt og trén
og annar gróður skoðaður. Um leiðsögn
sjá þeir Gústaf Jarl Viðarsson, skóg-
fræðingur, og Hannes Þór Hafsteinsson,
náttúrufræðingur. Gangan hefst við
aðalinnganginn.
Upplýsingar um viðburði sendist
á hvar@frettabladid.is
„Það er heiður fyrir Gallerí i8 að
vera valið inn á Chart,“ segir Þor-
lákur Einarsson, starfsmaður í Gall-
eríi i8 við Tryggvagötu.
Gallerí i8 valdi tvo listamenn á
sínum vegum til þess að sýna verk
sín á listamessunni Chart, sem hald-
in verður í fyrsta sinn í lok ágúst-
mánaðar í Kaupmannahöfn.
„Við ákváðum að láta Ragnar
Kjartansson sýna. Hans verk verða
til sýnis á okkar bás á messunni en
svo fáum við sýningarpláss á öðru
svæði þar sem við ætlum að setja
upp stóra innsetningu á verki Ólafs
Elíassonar frá árinu 2009 í sam-
starfi við Andersen‘s Contempor-
ary í Kaupmannahöfn,“ bætir Þor-
lákur við.
Hingað til hefur fókus i8 á Norð-
urlöndum verið á listamessunni
Market í Stokkhólmi.
„Chart er dálítil tilraun, eðli máls-
ins samkvæmt, þar sem þetta
er í fyrsta sinn sem listamessa,
sem leggur áherslu á nútíma-
list, er haldin í Kaupmannahöfn.
Það er skemmtilegt í ljósi þess
að myndlistarsenan þar í borg
er mjög sterk,“ segir Þorlákur.
„Þótt hún sé það reyndar líka í
Stokkhólmi,“ bætir hann við.
„Það er von margra að Chart sé
upphafið að einhverju meiru og
stærra,“ segir Þorlákur að lokum.
- ósk
Íslenskir myndlistarmenn á Chart
Ragnar Kjartansson og Ólafur Elíasson sýna á nýrri listamessu í Danmörku.
RAGNAR
KJARTANSSON
Hefur átt mikilli
velgengni að
fagna undan-
farin misseri.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
➜ Ragnar er yngsti listamaður
sem Íslendingar hafa valið á
Feyneyjatvíæringinn.