Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 18
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18
Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur verið valið fyrir-
myndarfyrirtæki í endurnýtingu á smáraftækjum.
Græn framtíð, sem sérhæfir sig í endurnýtingu
á gömlum og gölluðum smáraftækjum, veitti fyrir-
tækinu viðurkenningu í gær fyrir umhverfisvæna
starfshætti með því að fylgja eftir réttum ferlum við
meðhöndlun á búnaði.
„TM fær mikið magn af rafeindabúnaði, eins og
farsímum og fartölvum, vegna tjónamála. Allur
slíkur búnaður er endurnýttur í samstarfi við Græna
framtíð,“ segir Kjartan Vilhjálmsson, framkvæmda-
stjóri tjónaþjónustu TM. Kjartan bætir við að mikil-
vægt sé fyrir umhverfið að gefa raftækjunum nýtt
líf.
Bjartmar Alexandersson, framkvæmdastjóri
Grænnar framtíðar, segir að viðskiptavinir TM
geti verið öruggir um að gögn þeirra séu í traustum
höndum. „Því miður getur átt sér stað að raftæki ein-
staklinga lendi í höndum aðila sem ekki virða reglur
um gagnaöryggi. Af þeim sökum er afar mikilvægt
að tryggingafélög búi yfir réttum ferlum við með-
höndlun á rafbúnaði vegna tjónamála. Það er okkur
því gleðiefni að útnefna TM fyrirmyndarfyrirtæki í
endurnýtingu á smáraftækjum árið 2013.“ - le
Tryggingamiðstöðin fær viðurkenningu í endurnýtingu á smáraftækum:
TM endurnýtir rafeindabúnað
GEFA RAFTÆKJUM NÝTT LÍF Kjartan Vilhjálmsson og Ólafur
Haukur Ólafsson taka við viðurkenningu frá Bjartmari
Alexanderssyni. MYND/TM
„Tónninn er ekki eins harður og
við höfðum gert ráð fyrir og ég
hélt að nefndin myndi koma með
meiri sýn á það hver stefna þeirra
verður með haustinu. Við veltum
því fyrir okkur hvort sú leikáætlun
sem lagt var af stað með í vor sé
að virka sem skyldi,“ segir Ásdís
Kristjáns dóttir, forstöðumaður
greiningardeildar Arion banka, um
þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að
halda stýrivöxtum óbreyttum.
Ásdís segir að Seðlabankanum
hafi ekki tekist að endurheimta
þann gjaldeyri sem nýttur hefur
verið til að styðja við krónuna.
Þá hafi horfurnar ekki skánað úti
í heimi og viðskiptakjör séu að
versna enn frekar, þannig að útlitið
sé ekki gott. Hún telur erfiða kjara-
samninga fram undan. „Við teljum
að peningastefnunefndin hefði
mátt vera skýrari um hvers megi
vænta ef við sjáum hér óhóflegar
launahækkanir í vetur,“ bætir
Ásdís við. Seðlabanki Íslands til-
kynnti í gær að vöxtum bankans
yrði ekki breytt þrátt fyrir svarta
verðbólguspá.
Greiningaraðilar undrast mildi
yfirlýsingarinnar og segjast hafa
búist við harðari viðbrögðum við
lakari verðbólguvæntingum og
versnandi horfum. „Mér þykir
undarlegt af hverju þeir gefa ekki
meira undir fótinn með hækkun á
stýrivöxtum á næstunni til þess
að ná þessum væntingum niður
og þannig lenda málinu á skyn-
samlegum nótum,“ segir Ingólfur
Bender, yfirmaður Greiningar
Íslandsbanka. „Mér þykir bankinn
taka á versnandi verðbólguhorfum
með linkind.“
Bæði greiningardeild Íslands-
banka og greiningardeild Arion
banka spá því að verðbólgan
verði komin yfir fjögur prósent
með haustinu, en það er yfir
svokölluðum vikmörkum Seðla-
bankans um verðbólgumarkmið.
Seðlabankinn er ekki jafn svart-
sýnn í verbólguspá sinni. Fram
kemur í yfirlýsingu peningastefnu-
nefndar að verðbólga muni aukast
lítillega á seinni hluta ársins og
hjaðna á ný í átt að markmiði í
byrjun næsta árs.
Arnór Sighvatsson aðstoðar-
seðlabankastjóri sagði að bankinn
þyrfti að horfa á verðbólgu þróun
til lengri tíma og að ekki væri
hægt að bregðast við launaþróun
fyrir fram.
Ingólfur Bender bendir þó
á að aðilar vinnumarkaðarins
miði sínar kröfur við verðbólgu-
væntingar og því þurfi einmitt
að bregðast við aukinni verð-
bólgu áður en gengið er til kjara-
samninga. „Ef maður les í orð og
aðgerðir bankans virðast þeir
ekki vera að bregðast við slæmum
horfum.“ lovisa@frettabladid.is
Seðlabanki sagður
linur í verðbólguslag
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Greiningar-
deildir viðskiptabankanna undrast að ekki séu áform um að hækka stýrivexti
miðað við svarta verðbólguspá. Greiningardeildirnar spá yfir 4% verðbólgu.
INGÓLFUR
BENDER
ÁSDÍS KRIST-
JÁNSDÓTTIR
ÁKVÖRÐUN KYNNT Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og Arnór Sig-
hvatsson aðstoðarseðlabankastjóri kynntu vaxtaákvörðun bankans í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Íslenska fyrirtækið Creditinfo
stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu
um áhættustjórnun í Prag í
Tékklandi nú í september.
„Kjarninn í ráðstefnunni er
fyrst og fremst að fá færustu aðila
í áhættustjórnun viðskipta til að
miðla þekkingu sinni og reynslu,
til þess að lönd sem hafa minni
þekkingu geti tekið ákvarðanir
sem eru byggðar á upplýsingum og
þekkingu,“ segir Samúel White, sér-
fræðingur á viðskiptaþróunarsviði
hjá Creditinfo.
Ráðstefnan er
meðal annars
h u g s u ð t i l
þess að auka
þ ek k i n g u í
þróunarríkjum.
„Þessi
vanþróaðri
markaður, eins
og í Afríku, er
nú að koma sér
upp fjárhagsupplýsingakerfum
til þess að geta tryggt heilbrigt
viðskiptalíf.“
Creditinfo opnaði nýlega skrif-
stofu í Tansaníu og bendir Samúel
á að meiri þekking í vanþróaðri ríkj-
um auki hagvöxt til langs tíma og að
mikilvægt sé að auðvelda fyrirtækj-
um þar að verða sér úti um lánsfjár-
magn á viðráðanlegum kjörum.
Reynir Grétarsson, stjórnar-
formaður Creditinfo, segir
upplýsingar grundvallaratriði í
nútímaefnahagslífi. Þær eigi að
nýta til að auðvelda stjórnendum og
starfsfólki fyrirtækja að taka upp-
lýstar ákvarðanir. - le
Ráðstefna um áhættustjórnun til þess að styrkja í fjármálakerfi heimsins:
Creditinfo upplýsir þróunarlöndin
REYNIR
GRÉTARSSON
RENAULT KANGOO DÍSIL
EYÐSLA 4,9 L / 100 KM*
VINSÆLIR
SPARNEYTNIR ATVINNUBÍLAR
RENAULT TRAFIC DÍSIL
EYÐSLA 6,9 L / 100 KM*
RENAULT MASTER DÍSIL
EYÐSLA 8,0 L / 100 KM*
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
8
7
5
3
*
E
yð
s
la
á
1
0
0
k
m
m
ið
a
ð
v
ið
b
la
n
d
a
ð
a
n
a
k
s
tu
r.
BL ehf. Sævarhöfða 2 / 525 8000
www.renault.is
RENAULT – Í LIÐI MEÐ ATVINNUREKENDUM Í 100 ÁR.
Það er ekki að undra að Renault sé stærstur á sviði sendibíla í Evrópu.
Eftir meira en 100 ár í bransanum vita þeir hjá Renault hvað skiptir máli
þegar bíllinn er vinnustaðurinn þinn: áreiðanleiki, sveigjanleiki og ekki
síst þægindi.
TRAFIC STUTTUR
VERÐ FRÁ: 3.418.327 KR. ÁN VSK.
2,0 DÍSIL - 115 HÖ VERÐ: 4.290.000 KR. M. VSK.
MASTER MILLILANGUR
VERÐ FRÁ: 4.292.821 KR. ÁN VSK.
2,3 DÍSIL - 125 HÖ VERÐ: 5.390.000 KR. M. VSK.
KANGOO II EXPRESS
VERÐ: 2.541.833 KR. ÁN VSK.
1,5 DÍSIL - 90 HÖ VERÐ: 3.190.000 KR. M. VSK.
Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622
Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070
IB ehf. / Selfossi / 480 8080