Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 22
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Sam-
takanna ´78 skrifaði um skoðanir og
hatursorðræðu í Fréttablaðinu í síðustu
viku. Hún sagði þar:
„Svo ég taki dæmi um manneskju sem
ber mikla ábyrgð í opinberri umræðu
vil ég nefna biskup Íslands. Eftir því
sem ég best veit kemur enn til greina að
hún taki þátt í samkomu þar sem aðal-
stjarnan er bandarískur predikari sem
hefur það að gróðalind að miðla haturs-
áróðri um hinsegin fólk. Biskup segist
sjálf annarrar skoðunar en predikarinn
en hefur látið í ljós að hún telji best að
nokkurs konar samtal fari fram.
Um leið og ég þakka henni kærlega
stuðning við málstað hinsegin fólks vil
ég spyrja hvort sá stuðningur mætti
ekki vera afdráttarlausari.“
Biskup Íslands hefur ekki notað orðið
„skoðun“ til að lýsa orðum Franklins
Graham um samkynhneigða, það er
komið annars staðar frá. Annars tek ég
undir með Önnu Pálu að okkur beri að
gera skýran greinarmun á skoðunum
sem eru studdar rökum og áróðri sem
byggir á hatri. Annað má rökræða. Hitt
er ekki til umræðu.
Jesús mætti hatri með kærleika. Í því
fólst ekki samþykki á hatrinu. Hann gaf
ekkert eftir í baráttunni gegn ofbeldi.
Hann fór ekki fram með yfirgangi
heldur friðsemd og ákveðni. Við eigum
að taka hann til fyrirmyndar.
Heiðarlegt og einlægt samtal ásamt
hugrekki til að orða og afhjúpa ofbeldi
er lykill að bættu samfélagi. Við eigum
að nýta hvert tækifæri til að tala fyrir
hinu góða og berjast gegn því slæma.
Þjóðkirkjan hefur tekið afstöðu með
samkynhneigðum, réttindabaráttu
þeirra og hjónabandi samkynhneigðra.
Umræða undanfarinna daga hefur leitt í
ljós að fordómar í garð samkynhneigðra
leynast víða í samfélaginu. Við þurfum
að taka höndum saman gegn þeim. Ég
vona að Samtökin ´78 með Önnu Pálu
Sverrisdóttur í forystu og þjóðkirkjan
með Agnesi M. Sigurðardóttur í forystu
geti átt gott og afdráttarlaust samstarf
um það.
Skoðun á hatri og kærleika
TRÚMÁL
Árni Svanur
Daníelsson
prestur og
upplýsingafulltrúi
Biskupsstofu.
➜ Jesús mætti hatri með kærleika.
Í því fólst ekki samþykki á hatrinu.
Hann gaf ekkert eftir í baráttunni
gegn ofbeldi. Hann fór ekki fram
með yfi rgangi heldur friðsemd og
ákveðni. Við eigum að taka hann til
fyrirmyndar.
Ekki svo óvæntar niðurstöður
Einar K. Guðfinnsson, forseti
Alþingis, kynnti í gær nýja skýrslu
sem unnin var af Félagsvísinda-
stofnun HÍ um traust á Alþingi. Sam-
kvæmt niðurstöðum hennar bera
einungis um 14% þjóðarinnar traust
til Alþingis. Þetta eru sannarlega
sláandi tölur. Telur einn af hverjum
sjö Íslendingum virkilega ástæðu til
þess að binda traust sitt við
Alþingi? Jafnvel í ljósi síð-
ustu fjögurra ára? Burtséð
frá allri kerskni er því miður
allsendis viðbúið að þrír af
hverjum fjórum Íslendingum
beri ekki traust til þingsins,
en skýrslan sýnir líka
fram á hverjir bera
ábyrgð á ástandinu;
þingmenn sjálfir.
Ábyrgðin er hjá einstaklingum
Alls segja 79% svarenda að sam-
skiptamáti þingmanna á Alþingi sé
ástæða vantraustsins. Þetta er fall-
einkunn fyrir gífuryrða- og upphróp-
unarstílinn sem hefur ríkt í þingsal
síðustu misseri. Óskandi væri að
mikil nýliðun á þingi í þingkosning-
unum í vor gæfi von um breytingar,
en nýliðarnir á síðasta kjörtímabili
voru ekki beint barnanna bestir.
Þetta liggur því allt hjá fólkinu sem
opnar munninn í pontu og fjöl-
miðlum. Það er ekkert að því að
tala tæpitungulaust, en
skynugt fólk veit
nákvæmlega
hvar mörkin
liggja.
Saklaust fórnarlamb
Raunar vekur athygli að „aðeins“
29% sögðu vantraust sitt á Alþingi
beinast að stofnuninni sjálfri. Það er
í sjálfu sér ekki óeðlilega hátt hlut-
fall, sérstaklega í ljósi framferðis og
orðfæris fólksins sem þar er inni. Það
skýtur því skökku við að enginn líður
fyrir það sem þar fer fram innan-
dyra eins og Alþingishúsið sjálft, sem
mátti alloft þola gusur af málningu,
eggjum og mjólkurvörum, sem
ollu varanlegum skemmdum.
thorgils@frettabladid.is
Upplýsingar í síma 458 8269 eða
á ferdavagnageymsla@gmail.com
Bjóðum upp á góða ferðavagnageymslu yfir
veturinn, í upphituðu húsnæði miðsvæðis í
Reykjavík. Svæðið er girt af og vaktað.
Við geymum vagninn í vetur
F
réttablaðið sagði frá því í fyrradag að barnaverndaryfir-
völd í Reykjavík gagnrýndu sjúkrahúsið og meðferðar-
stofnunina Vog fyrir að senda þeim sárafáar tilkynningar
um hugsanlega vanrækslu eða ofbeldi gagnvart börnum.
Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar
Reykjavíkur, sagði að tilkynningar frá Vogi væru „teljandi á fingrum
annarrar handar“.
Halldóra benti sömuleiðis á
þann mun sem væri á fjölda til-
kynninga frá Vogi og sambæri-
legum stofnunum Landspítalans
og slysadeild. „Þar er tilkynnt
um minnsta grun um vanrækslu
vegna neyslu foreldris. Jafnvel
þótt viðkomandi sé að koma
þangað í fyrsta skipti. Þetta er
mjög greinilega spurning um áherslur,“ sagði Halldóra.
Svör Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, hér í blaðinu voru
býsna afdráttarlaus. Hann segir starfsfólk Vogs ekki hafa forsendur
til að tilkynna grun um vanrækslu barna. „Við erum ekki að horfa
á hegðun fólks heima við og við getum ekki gefið okkur það að fólk
með fíkn vanræki börnin sín,“ segir hann.
Þórarinn segir starfsfólk Vogs ekki tilkynna allt sem það heyri,
enda sé það ekki í aðstöðu til þess. „Við erum hreinlega að hugsa um
annað. Það eru aðrir sem tilkynna um það ef börn eru vanrækt og
við höfum ekkert með börn að gera. Við erum að fást við fíkn, ekki
ofbeldismál.“
Þetta er að sumu leyti skiljanlegt viðhorf, ekki sízt út frá því að
starfsfólk Vogs er vafalítið undir miklu álagi eins og flest annað heil-
brigðisstarfsfólk og í mörg horn að líta. Um leið er þetta viðhorf hins
vegar stórhættulegt.
Í barnaverndarlögum er kveðið á um skyldu þeirra sem stöðu
sinnar og starfa vegna hafa afskipti af málefnum barna til að til-
kynna til barnaverndarnefnda grun um að börn búi við óviðunandi
uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni sjálf
heilsu sinni og þroska í hættu. Ýmsar starfsstéttir eru sérstaklega
taldar upp í þessari lagagrein: Leikskólastjórar, leikskólakennarar,
dagmæður, skólastjórar, kennarar, prestar, læknar, tannlæknar,
ljósmæður, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, félagsráðgjafar,
þroskaþjálfar, náms- og starfsráðgjafar og þeir sem hafa með
höndum félagslega þjónustu eða ráðgjöf. Sömuleiðis er tekið skýr-
lega fram að tilkynningaskyldan gangi framar ákvæðum laga eða
siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta.
Sumt af þessu fólki gæti auðvitað sagt sem svo að það sé að hugsa
um annað en barnavernd. Prestarnir gætu til dæmis sagt að þeir
væru að fást við andlegu málin, en ekki ofbeldismálin. Og að þeir
væru of uppteknir af þeim til að rækja þá skyldu að tilkynna um
grun um að barn væri vanrækt eða beitt ofbeldi. En það væri ekki
forsvaranleg afstaða.
Svo er það nú einfaldlega svo að áfengis- og fíkniefnaneyzla kemur
við sögu í alls konar málum sem varða vanrækslu og ofbeldi gegn
börnum og málum þar sem börn fara sér sjálf að voða. Það vita allir.
Stjórnendur á Vogi eiga þess vegna að láta það boð út ganga að
starfsmenn þar eigi að sinna þeirri skyldu sem þeim ber til að til-
kynna hugsanlega vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum. Og allir aðrir
sem bera sérstakar skyldur í þessu efni þurfa að muna að þeir eiga
aldrei bara að „hugsa um annað“. Það viðhorf getur orðið til þess að
gert sé á hlut barns, sem annars hefði verið hægt að bjarga.
Á ekki alltaf að tilkynna grun um vanrækslu barna?
Ekki hugsa
bara um annað
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is