Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR
LEIKRIT UM STÍLISTABlow me heitir nýtt leikrit sem sett verður upp í Banda-
ríkjunum. Verkið er byggt á síðustu dögum stílistans
Isabellu Blow sem meðal annars uppgötvaði Alexander
McQueen og Sophie Dahl.
HÆTTI Á HORMÓNUM OG VALDI FEMARELLEICELCARE KYNNIR Loksins er komin á markað náttúruleg lbreytingaaldri. Femarelle er úr ju t
BREYTT LÍÐAN Kristín segist finna mikinn mun á sér eftir að hún byrjaði að taka inn Femarelle.
MYND/GVA
Skipholti 29b • S. 551 0770
NÝ SENDING AF VETRARVÖRUM!
SÍÐUSTU DAGAR AF RÝMINGASÖLUNNI.
TÆKIFÆRISGJAFIRTILBOÐ - mikið af frábærum boðumtil
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
Hnífaparatöskur – 12 manna
14 tegundirVerð frá kr. 24.990
MEN I GARNÓTTFIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
22
2 SÉRBLÖÐ
Menningarnótt | Fólk
Sími: 512 5000
22. ágúst 2013
196. tölublað 13. árgangur
Byggðastofnun græðir
Lán Byggðastofnunar upp á 1,3
milljarða króna er með veð sem varð
verðlaust þegar úthafsrækjuveiðar
voru gefnar frjálsar. Áform nýs ráð-
herra um kvótaúthlutun glæða vonir
um heimtur. 4
Ekki á borði lögreglu Lögreglan
hefur ekki hafi sakamálarannsókn á
meintu ofbeldi á 101 leikskóla. 2
Allt að því ósnertanlegir Dipló-
matar lúta ekki íslenskri refsilöggjöf
og ekki má stefna þeim nema í
undantekningartilvikum. 6
Mistökum aldrei útrýmt Tekist
hefur að fækka banaslysum verulega
hér á landi. 12
SKOÐUN Reykjavíkurflugvöllur er
enn í dag mikilvæg samgönguæð,
skrifar Sigurjón Arnórsson. 23
MENNING Nýtt líf verður talsett að
nýju í tilefni 30 ára frumsýningar-
afmælis myndarinnar. 54
SPORT Sölvi Geir Ottesen er með
túlk sem eltir hann eins og skugginn á
æfingum með FC Ural í Rússlandi. 50
Borgarleikhúsblaðið
er komið út!
Opið til
21
Nú er opio allan
sólarhringinn
í Engihjalla
FÓLK Ilmandi handklæði úr líf-
rænni bómull frá íslenska hönn-
unarmerkinu Scintilla komust í
úrslit í keppni
um bestu nýju
vöruna á vöru-
sýningunni
New York Now.
„Þetta er
ein af stærstu
vörusýningum
heims fyrir
heimilis- og
gjafavörur.
Um 2.800 vöru-
merki taka þátt í sýningunni og
allir helstu leikmenn í þessum
bransa eru þarna. Mér skilst
að um sjötíu merki hafi keppt
í Best New Product Award að
þessu sinni,“ segir Arna Sigrún
Haraldsdóttir, framkvæmda-
stjóri Scintilla.
- sm / sjá síðu 54
Scintilla vegnar vel:
Íslensk hand-
klæði í 3. sæti
ARNA SIGRÚN
HARALDSDÓTTIR
IÐNAÐUR „Þetta er gott vandamál,“
segir Einar Sigurðsson, forstjóri
Mjólkursamsölunnar, um gríðar-
lega aukningu í sölu á íslensku
skyri annars staðar á Norður-
löndum.
Að sögn Einars eru nú
framleiddar um 36 milljónir dósa
af íslensku skyri árlega. Af þeim
neyta Íslendingar um 11,5 milljón
dósa. Yfir tveir þriðju hlutar af
skyrinu séu borðaðir í hinum
norrænu ríkjunum.
„Við höfum 380 tonna tollfrjálsan
kvóta inn í Evrópusambandið og
erum löngu búnir að sprengja
hann. Í Danmörku og í Noregi er
því verið að framleiða skyr með
leyfum frá okkur og undir eftirliti
okkar,“ segir Einar og útskýrir að
notaðir séu mjólkursýrugerlar sem
MS hafi einkaleyfi á sem og upp-
skriftir og vörumerki fyrirtækis-
ins sem fái þóknun fyrir hverja
dós. „Það vissulega hjálpar upp á
sakirnar,“ segir hann um tekjurnar.
Á Norðurlöndunum býst Einar
við að á þessu ári verði seld á bilinu
4.300 til 4.500 tonn af
íslensku skyri. Í Finn-
landi hafi salan tvö-
faldast frá í fyrra.
„Þetta hefur vaxið
svo hratt að það er
farið að hrikta í fram-
leiðslugetunni og við
erum farin að skoða
möguleika á að auka
hana. Við munum leysa það vegna
þess að við höldum að það verði
áframhaldandi mjög góður vöxtur
í skyrsölunni,“ segir Einar sem
rekur aukna skyrneyslu ytra meðal
annars til áhuga á Íslandi og breyt-
inga á lífsstíl. „Fólk sækir meira í
próteinríkar vörur á borð við skyr.“
Önnur mjólkurvörufyrirtæki
sækja nú á sömu mið.
„Við héldum fyrst að
það myndi ganga á
okkar markaðshlut-
deild en sókn þeirra
virðist bara stækka
heildarmarkaðinn mjög
hratt,“ segir Einar, sem
hefur ekki áhyggjur af
öðrum skyrtegundum.
„Það eru til eftirlíkingar af
skyri á Norðurlöndunum en engin
af þeim hefur náð þessari fótfestu
vegna þess að þær eru einfaldlega
ekki eins vel þróuð og bragðgóð
vara og íslenska skyrið,“ segir for-
stjóri MS. - gar
Frændþjóðir borða meira af
íslensku skyri en Íslendingar
Innan við þriðjungur af 36 milljón dósum sem framleiddar eru af íslensku skyri er borðaður á Íslandi. Geysileg
aukning er í sölunni í öðrum norrænum ríkjum þar sem skyrið er framleitt með leyfi Mjólkursamsölunnar.
Þetta
hefur vaxið
svo hratt að
það er farið
að hrikta í
framleiðslu-
getunni.
Einar Sigurðsson,
forstjóri Mjólkursamsölunnar.
SKÓLAR BYRJA Handagangur hefur verið í öskjunni í ritfangaverslunum síðustu daga áður en skólahald brestur á. Sjá mátti
unga og aldna hjálpast að við að kaupa bækur og ýmis ritföng. Allnokkru getur munað á verði ritfanga. Sjá síðu 16 FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Bolungarvík 12° S 9
Akureyri 15° S 8
Egilsstaðir 16° S 7
Kirkjubæjarkl. 12° SA 7
Reykjavík 13° SA 10
GOTT NA-LANDS Í dag verður fremur
stíf SA-átt og dálítil væta V-til en hægari
suðlæg átt og bjart eystra. Austanátt með
rigningu síðdegis S- og V-lands. 4
SÝRLAND Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna var kallað saman í gær-
kvöldi vegna ásakana um að sýr-
lenski stjórnarherinn hafi beitt
efnavopnum í einu úthverfa höfuð-
borgarinnar Damaskus í Sýrlandi í
gærmorgun.
Talið er að á bilinu fimm hundruð
til þrettán hundruð manns, flestir
óbreyttir borgarar, hafi fallið í
árásunum. Meðal hinna látnu er
fjöldi barna. Fram hefur komið
fjöldi skelfilegra mynda og mynd-
skeiða sem sýna látið og kvalið fólk.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, Ban Ki-moon, sagði í gær
að ásakanirnar yrðu rannsakaðar í
þaula, en Bretar og Frakkar sendu
framkvæmdastjóranum bréf í gær
þar sem rannsóknar var krafist.
Eins krafðist utanríkisráðherra
Breta, William Hague, að eftirlits-
mönnum yrði hleypt að staðnum
þar sem árásin átti að hafa átt sér
stað.
Reynist ásakanirnar sannar
eru þetta alvarlegustu árásir á
óbreytta borgara með efnavopnum
síðan slíkum vopnum var beitt
gegn kúrdískum borgurum í
stjórnartíð Saddams Hussein árið
1988. Þá létust um fimm þúsund
manns. - vg / sjá síðu 10
Öryggisráð kom saman vegna fregna af beitingu efnavopna í Sýrlandi:
Funduðu um efnavopnaárás