Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 12
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | Þrjú dauðaslys í umferðinni á aðeins einni viku, þar sem fjórir einstaklingar létu lífið, vöktu enn á ný upp umræðuna um öryggis- mál. Óumdeilt er að mikill árangur hefur náðst við að fækka alvar- legum slysum í umferðinni á undanförnum árum, sem á einnig við um vinnutengd slys á sjó og landi á síðustu áratugum. En hvert er næsta skref í öryggismálum, bæði á sjó og í landi? Fræðslan mikilvæg Sverrir Konráðsson, sérfræðingur á siglingasviði Samgöngustofu, segir að vissulega sé mikill árangur á sviði öryggismála sjó- manna eftirtektarverður. Hann segir að þann árangur megi þakka framförum á fjölmörgum sviðum; í auknum kröfum um fræðslu og öryggisþjálfun sjómanna, betri skipum og betri öryggisbúnaði á skipum, sífellt betri og aðgengi- legri upp lýsingum um veður og sjólag, vöktun skipa og skipaeftir- liti, auk lögskráningu sjómanna og ströngum mönnunarreglum. „Ég held þó að ástæða sé til að taka sérstaklega út Slysavarna- skóla sjómanna sem var stofn- aður árið 1985. Í dag má vart finna sjómann sem ekki hefur lokið þessu námi, nema þá aðeins fáeina stráka sem eru að hefja störf. Þar eru menn þjálfaðir við raunaðstæður, eins og með þyrlu. Erlendis fer svipuð þjálfun víða fram í sundlaugum,“ segir Sverrir. „Í þessu samhengi verður líka að hafa hugfast að kvótakerfið hefur breytt miklu, að ég tel. Sjómenn eiga aðeins tiltekinn afla og sækja því ekki nærri því eins fast. Flestir tefla því ekki í tvísýnu, eins og kannski áður var.“ Þótt dauðaslysum meðal íslenskra sjómanna hafi fækkað mikið er mikilvægt að viðhalda stöðugum umbótum í þágu öruggra siglinga. En hvernig verður það best gert? Sverrir segir nærtækast að þróa áfram það sem vel hefur verið gert og vera á stöðugum verði. „Það sem alltaf er verið að berjast við er mannlegi þáttur- inn. Við getum misst þetta frá okkur aftur og er þess skemmst að minnast að fjögur banaslys urðu á íslenskum sjómönnum á árinu 2012.“ Stendur í stað Ágúst Mogensen, rannsóknastjóri Rannsóknarnefndar samgöngu- slysa, segir að orsakagreiningar í gegnum tíðina sýni alltaf það sama er kemur að dauðaslysum. Hlutföll standi í stað ár frá ári hvað varðar ölvunar- og hraðakstur og bílbelta- notkun, eða vöntun þar á. „Hvað varðar hraðaksturinn leggjum við þunga áherslu á lög- gæsluna og okkur hefur sýnst að hraðamyndavélar hafi gefið góða raun. Ég held að mikilvægt sé að fjölga þeim umtalsvert. Þetta á við um þéttbýlisstaði úti um landið, rétt eins og á fjölförnustu leiðunum frá borginni.“ Ágúst leggur þunga áherslu á að fátt komi í stað sýnilegrar lög- gæslu við að efla umferðaröryggi. „Við megum hreinlega ekki missa þau mál frá okkur. Það er afar brýnt að meira fjármagn sé veitt til löggæslunnar, og það fyrr en seinna.“ Fælingarmáttur Spurður hvort fælingarmáttur með þyngri sektargreiðslum eða öðrum viðurlögum sé fær leið segir Ágúst að slíkt virki á ákveðna hópa. „En ef við erum að horfa á ölvunar- og lyfjaakstur verðum við að fjölga úrræðum. Það er tiltekinn hópur samfélags- þegna sem á við vanda að stríða og það þarf að mæta því sérstaklega,“ segir Ágúst. Michael G. Dreznes, aðstoðar- forstjóri International Road Federation, hélt fyrirlestur hér á landi í apríl. Dreznes sagði að mis- tökum í umferðinni verði aldrei útrýmt. Ökumenn séu aðeins mannlegir og því vitað mál að þeir muni sofna undir stýri, gleyma sér við að hækka í útvarpinu eða kíkja á símann, keyra of hratt eða undir áhrifum. Slík mistök eigi hins vegar ekki að vera dauðadómur og lagði hann áherslu á ábyrgð þeirra sem annast hönnun og gerð vega. Jákvæð teikn Ágúst segir dæmin sanna mikil- vægi þess að bæta vegakerfið. Reykjanesbrautin sé nærtækt dæmi en það sé leiðin á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar einnig. „Það er mönnum bara ekki ferskt í minni hvað sá vegarkafli var hættulegur og má sennilega segja að það hafi verið einn hættu- legasti vegarkafli landsins á sínum tíma,“ segir Ágúst um þá góðu reynslu sem er af því að breikka vegi þar sem umferð er mikil. Almennt séð leggur Ágúst þunga áherslu að umhverfi sé lagað í ASKÝRING | 12 ÖRYGGISMÁL Á SJÓ OG LANDI Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is BANASLYS Á ÍSLANDI 1971-2010 257 203 116 51 63 48 21 32 74 246 206 201 169 1971-1980 1981-1990 1991-2000 2001-2010 20 03 -2 01 2 Umferðarslys Sjóslys Vinnuslys í landi Mistökum verður aldrei útrýmt Tekist hefur að fækka dauðaslysum á Íslandi verulega. Ár koma og fara án þess að þjóðin missi menn í sjóinn. Í umferðinni hefur náðst mikill árangur en hægar gengur þegar litið er yfir lengri tímabil. Þeir sem gerst þekkja leggja þunga áherslu á fræðslu og bætta löggæslu. Dauðaslys eru alltaf óásættanleg. Því er það dapurleg lesning að horfa aftur um fjóra áratugi til að fá yfirlit yfir hversu margir hafa látið lífið við störf sín eða í umferðinni. Eru þá fjölmörg önnur slys þar sem dauði hlýst af ekki tekin með í myndina, til dæmis heimilis- og frístundaslys. Öfgarnar er varða dauðaslys á sjó vekja fyrst athygli. Á árunum 1971 til 1980 létust 203 menn í slysum á sjó, samkvæmt tölfræði frá Rann- sóknarnefnd sjóslysa, en 21 á árunum 2001 til 2010. Svo brá við árin 2008 og 2011 að enginn lét lífið við vinnu sína á sjó og hljóta allir að dvelja nokkuð við þessa staðreynd. Kannski sérstaklega í ljósi þess að 403 íslenskir sjómenn létust á árabilinu 1971 til 2010 við vinnu sína á Íslands- miðum, eða tíu menn árlega að jafnaði. Í landi létust 74 við vinnu sína á áttunda áratugnum. Þeim hefur fækkað jafnt og þétt síðan; 21 lést í vinnuslysum í landi árin 2001 til 2010. Án þess að tölfræði í þessu samhengi sé ónothæf í beinum samanburði þá er fækkun dauðaslysa í umferðinni ekki eins stórstíg. Árin 1971 til 1980 létust 257 einstaklingar; 246 áratuginn á eftir og 206 árin 1991 til 2000. Árin 2001 til 2010 lést 201 en slysum fer hraðar fækkandi en þessar tölur gefa til kynna ef horft er nær okkur í tíma. Árin 2003 til 2012 létust 169 í umferðinni. ➜ Eins og mannfall í stríði ´98 ´99 ´00 ´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 ´10 ´11 ´12 Látnir í bílslysum 1998-2012 27 21 32 24 29 23 23 19 31 15 12 17 8 12 9 kringum vegi, þeir breikkaðir og umhverfið hreinsað. „Þannig að ef eitthvað gerist verði ekki mikil meiðsli. Svo eru einfaldir hlutir eins og vegrið og fleira.“ Ágúst nefnir ökunám á Íslandi sem einn þátt sem hefur þróast á mjög jákvæðan hátt. „Námið hefur tekið stakkaskiptum. Verk- efni og kröfur hafa aukist í öku- skólunum, svo ekki sé talað um byltinguna sem fólst í því að taka upp æfingarakstur. Við erum að fá mun betri ökumenn inn í umferð- ina núna, því hver einasti klukku- tími í þjálfun skiptir máli. Tölur sýna þetta svart á hvítu. Slysum hjá yngstu ökumönnunum hefur fækkað um 20 til 30% á tiltölulega stuttum tíma.“ 2001 1971 2005 1975 2003 1973 2007 1977 2009 1979 2002 1972 2006 1976 2004 1974 2008 1978 2010 1980 6 2 1 2 1 2 5 0 1 1 31 19 34 21 12 20 10 13 20 23 Banaslys á sjó Árið 1985 var Slysavarnaskóla sjómanna komið á fót. Það ber að hafa í huga þegar þessi tvö tímabil eru borin saman; 1971-1980 og 2001-2010. Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.