Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 16
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 16 Save the Children á Íslandi KIRKJULISTAHÁTÍÐ Hallgrímskirkju í Reykjavík 16.–25. ágúst Frá uppsprettum til himindjúpa Ólafur Jóhann Ólafsson Nánari upplýsingar á kirkjulistahatid.is NÆSTU VIÐBURÐIR KIRKJULISTAHÁTÍÐAR: FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST Eyþór GunnarssonAri Bragi Kárason Kvöld trompetanna Hátíðarhljómar á Kirkjulistahátíð - Trompet og orgel Verðlaunatrompetleikarinn Stephen Burns (Chicago), Douglas Cleve- land orgel (Seattle) og ungstjarnan Baldvin Oddsson trompet. Á efnisskránni er Telemann, Konsert fyrir tvo trompeta eftir Vivaldi o.fl. Miðaverð: 3.000 kr. (Hálfvirði fyrir námsmenn). Miðinn gildir einnig á tónleikana Hin hliðin sem hefjast kl. 22.00. Kl. 20.00 Stephen Burns Hin hliðin - Jazztónleikar Ari Bragi Kárason (trompet) og Eyþór Gunnarsson (píanó) leiða saman hesta sína. Tónleikarnir eru í samstarfi við Jazzhátíð Reykjavíkur. Miðaverð: 2.000 kr. (Hálfvirði fyrir námsmenn). Kl. 22.00 Miðasala í Hallgrímskirkju sími 510 1000 og á FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST Nýjar víddir orgelsins Sjálfspilandi orgel?! Framsæknir tónlistar- og myndlistarmenn frumflytja ný tónverk á Klaisorgelið með tölvum sínum. Tónleikastjóri: G. Vignir Karlsson (Kippi Kanínus) Miðaverð: 2.500 kr. (1.000 kr. fyrir námsmenn) Baldvin Oddsson NEYTENDAMÁL Nú þegar skóla- hald fer af stað gefa flestir grunnskólar út innkaupalista fyrir foreldra skólabarna. Mikill verðmunur getur verið á því sem kaupa þarf eftir því í hvaða skóla barnið er. Þannig gefa sumir skólar út langa og ítarlega innkaupalista en aðrir listar eru mjög einfaldir og kveða einungis á um pennaveski og einföld skriffæri. Í þeim tilfell- um kaupa kennararnir stundum inn fyrir börnin og foreldrarnir greiða skólanum svo efnisgjald. Á sumum listum má sjá hluti eins og talnagrindur, sérstaka teikniblýanta og reiknivélar fyrir nemendur í fyrsta bekk. Sem dæmi má nefna að inn- kaupalisti Hólabrekkuskóla í Breiðholti gerir ráð fyrir því að nemendur kaupi talnagrind, reiknivél, spilastokk og hvorki meira né minna en sex stór lím- stifti. Vörurnar á listanum kosta 13.072 krónur í vefverslun Heim- kaupa. Til samanburðar þarf að greiða 4.884 krónur í vefverslun- inni fyrir innkaupalista grunn- skólans á Egilsstöðum og ekkert efnisgjald er greitt í skólanum. Munurinn hleypur því á rúmum 8.000 krónum. Innt eftir því hvers vegna svo mikill munur er á innkaupa- listunum segir Hólmfríður G. Guð- jónsdóttir, skólastjóri í Hólabrekku- skóla: „Börnin eiga þetta oft mjög lengi. Þetta fylgir þeim oft í mörg ár, til dæmis talnagrindin.“ Hún segir börnin kaupa mikið af lími vegna þess að þau föndra mikið til að byrja með. „Það er mjög mikil sköpun í byrjendalæsi hjá okkur sem skýrir þörfina fyrir föndur- vörur og margt af því sem er á listanum er eitthvað sem er til á flestum heimilum fyrir, til dæmis vatnsbrúsi, spilastokkur og vasareiknir. Þetta er svona start- pakki fyrir skólann hjá þeim,“ segir Hólmfríður G. Guðjóns- dóttir. johanness@frettabladid.is Mikill verðmunur er á innkaupalistum Mörgum þúsundum getur munað á því sem nemendum í yngstu bekkjum er gert að kaupa inn fyrir skólaárið. Innkaupalistar frá sumum skólum eru ítarlegir og gera kröfur um að keypt séu sérstök áhöld en aðrir gera einfaldari kröfur. RITFANGAVERSLANIR Fólk flykkist nú í ritfangaverslanir til að búa sig og sína undir skólann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þeir sem ekki vilja lenda í ösinni í ritfangaverslunum á þessum árs- tíma geta nú fengið ýmis ritföng send heim að dyrum hjá netversl- uninni Heimkaup. Verslunin býður upp á þá nýjung á heimasíðunni að hægt er að velja skóla barns og verslunin tekur saman allar vörur á listanum og reiknar heildarverð hans. Vörurnar eru síðan sendar heim án endurgjalds, samdægurs á höfuðborgar svæðinu en að tveimur dögum liðnum á landsbyggðinni. - js Nýjung í ritfangaverslun: Heimakærir þurfa ekki út Samkvæmt verðlagskönnun ASÍ er allt að 57% verðmunur á nýjum skólabókum í skólabókaverslunum. Forlagið og A4 voru oftast með lægsta verðið á nýjum bókum en níu titlar af 32 voru ódýrastir hjá þeim. Griffill kom þar á eftir með lægsta verðið á sjö titlum og Bóksala stúdenta á sex. Bókabúðin IÐNÚ var oftast með hæsta verðið á nýjum bókum eða á sautján titlum af 32, Bóksala stúdenta á sex og Eymundsson á fimm. 57% verðmunur á skólabókum FYRSTU SKÓLADAGARNIR FARA Í HÖND Allmiklu getur munað á verði námsgagna sem gert er ráð fyrir að grunnskólabörn mæti með í skólann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nú styttist í að skólar landsins hefji göngu sína á ný eftir sumarfrí og eflaust margir farnir að huga að skólaundirbúningi. Þegar skólataska er keypt er nauðsynlegt að vera með rétta stærð af tösku og stilla hana rétt. Ekki er ráðlegt að barn beri meira en 15% af eigin þyngd í skólatösk- unni og gott er að muna að þyngstu bækurnar í töskunni eiga að hvíla sem næst baki barnsins. Fjölmörg börn hefja nú sinn fyrsta vetur í grunnskóla og er vert fyrir foreldra að huga að öryggi barna sinna í umferðinni. Ráðlagt er að foreldrar gangi með börnum sínum frá heim- ilinu öruggustu leiðina að skólanum. Þegar dimma tekur er nauðsynlegt að börnin séu sýnileg ökumönnum í umferðinni og þarf því að ganga úr skugga um að endurskinsmerki séu til staðar á útifatnaði og á skólatöskunni. Einnig þurfa foreldrar að fara yfir umferðar reglurnar með börnum sínum og benda þeim á hvar sé leyfilegt að ganga yfir götur. Hinn 1. september breytast reglur um útivistar tíma barna og unglinga. Börn 12 ára og yngri mega þá ekki vera lengur úti en til klukkan 20 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 til 16 ára skulu ekki vera lengur úti en til klukkan 22 nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðs- samkomu. - ka Nýtt skólaár er fram undan og vert að fara yfir nokkur atriði sem eru gagnleg foreldrum skólabarna: Útivistartíminn og umferðarreglurnar KRAKKAR Í HLÍÐASKÓLA Ekki er ráðlegt að barn beri meira en 15% af eigin þyngd í skólatöskunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.