Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 52
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36
TÓNNINN
GEFINN
Kjartan Guðmundsson
„What is this shit?“. Með þessari áleitnu spurningu hófst plötudómur
Greil Marcus hjá Rolling Stone um Self Portrait, tíundu og þá nýjustu
afurð Bobs Dylan í júnímánuði árið 1970. Á þeim tíma voru flestir sam-
mála spekúlantinum. Jafnvel hörðustu Dylan-aðdáendur supu hveljur af
hneykslun yfir innihaldi þessarar
kolómögulegu plötu sem þótti marga
kílómetra undir sjávarmáli hvað gæði
texta og lagasmíða varðaði, innihélt
fjölda ábreiðna (sem ekki höfðu sést á
Dylan-plötum frá því meistarinn sendi
frá sér frumraun sína næstum áratug
fyrr), skartaði kæruleysislegri „sjálfs-
mynd“ af goðinu á umslaginu og var
svo tvöföld ofan á allt annað, rétt eins
og til að bíta höfuðið af skömminni.
Sjálfur hélt Dylan því síðar fram að
platan hefði í og með verið grín. Þá
hefði tilgangurinn öðrum þræði verið
að fæla áhangendur, sem margir voru
þaulsetnir um heimili hans og fóru
jafnvel gaumgæfilega í gegnum heimilissorpið eins og frægt er orðið, í
burtu. Í sem stystu máli var Dylan orðinn dauðleiður á að vera álitinn tals-
maður heillar kynslóðar. Spurður hvers vegna tvöföld plata hefði orðið fyrir
valinu svaraði hann: „Ef þú ætlar að setja drasl á plötu er eins og gott að
hafa nóg af því,“ enda hefur Self Portrait í tímanna rás orðið að eins konar
samnefnara yfir allsherjar klúður í hugum músíknörda.
Nú ber svo við að stór hluti téðra tónlistarlúða, yngri jafnt sem eldri og
sérstaklega þeirra óteljandi sem eru vilhallir Dylan, eru upp til hópa við það
að pissa á sig af spenningi yfir endurútgáfu þessarar alræmdu skífu í næstu
viku. Ekki er þó um hefðbundna endurútgáfu að ræða því útgáfan, sem ber
heitið Another Self Portrait 1969-1971, er í raun tíundi hluti Bootleg Series-
bálksins vinsæla sem hóf göngu sína árið 1991 og hefur að geyma gnótt af
góðgæti fyrir tónlistaráhugafólk, meðal annars áður óútgefin lög (nokkur
sem Dylan tók upp með George Harrison), demó, fjörutíu ára gamlar
tónleikaupptökur og ýmislegt fleira.
Hvort sem þakka má póstmódernismanum sem tekur samblandi mis-
munandi stíla, sem Self Portrait var gagnrýnd fyrir á sínum tíma, fagnandi,
auknu almennu umburðarlyndi eða hreinlega þeim systrum eftirhyggju og
nostalgíu, er ljóst að platan hefur hlotið uppreisn æru í áranna rás og þykir
nú í versta falli forvitnilegur kafli í Dylan-katalógnum, í besta falli gróflega
vanmetið meistaraverk. Í öllu falli verður gaman að sjá hver útkoman
verður.
Hvaða saur er þetta?
Halli Reynis - Skuggar
1860 - Articifial Daylight
Einar Lövdahl - Tímar án ráða
Í spilaranum
Nítján ára undrabarn
Fyrsta plata King Krule kemur út á nítján ára afmælisdegi hans á laugardaginn.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann náð ótrúlegum þroska sem tónlistarmaður.
FYRSTA PLATAN
Hinn nítján ára
gamli Archie
Marchall, betur
þekktur sem King
Krule, gefur út
sína fyrstu plötu
á laugardaginn.
NORDICPHOTOS/GETTY
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/
Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is.
LAGALISTINN TÓNLISTINN
15.8.2013 ➜ 21.8.2013
1 Avicii / Aloe Blacc Wake Me Up
2 Dikta Talking
3 Dr. Gunni og Friðrik Dór Glaðasti hundur í heimi
4 Naughty Boy / Sam Smith La La La
5 Áhöfnin á Húna Sumardagur
6 Olly Murs Dear Darlin‘
7 Pink / Lily Allen True Love
8 John Newman Love Me Again
9 Tom Odell Another Love
10 Hjaltalín Halo
1 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music
2 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn
3 Of Monsters And Men My Head Is An Animal
4 Samaris Samaris
5 Sigur Rós Kveikur
6 Ýmsir Tíminn flýgur áfram
7 Ýmsir Inspired by Harpa
8 Ýmsir Acoustic Iceland
9 Ýmsir Yndislega eyjan mín
10 Björk Gling gló
King Krule gefur út sína fyrstu
sólóplötu, 6 Feet Beneath the Moon,
á nítján ára afmælisdegi sínum á
laugardaginn í samstarfi við XL
Recordings og True Panther Sounds
frá New York.
Ekki er venjan að plötur séu
gefnar út á laugardögum en Krule,
öðru nafni Archie Marshall, er svo
sem enginn venjulegur tónlistar-
maður.
Marshall kemur frá suðaustur-
hluta Lundúna. Hann gekk í Brit
School, sama listaskóla og söng-
konurnar Adele og Amy Winehouse,
og virðist hafa lært ýmislegt
gagnlegt þar.
Marshall braust fram á sjónar-
sviðið árið 2011, þá aðeins sextán
ára, með samnefndri EP-plötu
sinni sem True Panther Sounds
gaf út. Áður hafði hann tekið upp
efni undir nafninu Zoo Kid og
vakti athygli árið 2010 fyrir fyrstu
smáskífuna sína Out Getting Ribs.
Þrátt fyrir ungan aldur þykir
Krule hafa yfir að ráða ótrúlegum
þroska á tónlistarsviðinu og
mörgum þykir útlit hans ekki vera í
neinu samræmi við röddina. Flestir
segja hann vera undrabarn. Tón-
listin er eins konar blanda af hipp-
hoppi, dub, djassi og gítarpoppi og
hefur honum verið líkt við kappa á
borð við Morrissey, Skotann Edwyn
Collins og Fela Kuti. Tónlistar-
áhugamenn hafa í nokkur ár haft
augastað á King Krule. Bjuggust
flestir við því að þessi fyrsta plata
hans kæmi út fyrir ári en hann
ákvað að leggja meiri vinnu í hana,
sem virðist hafa skilað sér.
Í byrjun ársins var hann nefndur
af breska ríkisútvarpinu, BBC,
sem einn þeirra tónlistarmanna
sem ætti að gefa gaum á þessu ári
og miðað við fyrstu dómana sem
platan fær á King Krule fyllilega
skilið að fá sem mesta athygli. The
Guardian og vefsíðan MusicOMH
gefa henni fjórar stjörnur af fimm
mögulegum, Clashmusic gefur
henni átta af tíu og Timeout London
fullt hús stiga, eða fimm stjörnur.
King Krule ætlar að fylgja 6
Feet Beneath the Moon eftir með
tónleikum í heimaborginni London
í kvöld. Í september spilar hann
svo á fernum tónleikum í Banda-
ríkjunum og Kanada. Hann hefur
annars verið duglegur við spila-
mennsku í sumar og kom til að
mynda fram á Hróarskeldu-
hátíðinni í Danmörku.
freyr@frettabladid.is
➜ Archie Marchall hefur
einnig búið til tónlist undir
nöfnunum DJ JD Sports og
Edgar the Beatmaker.
Miðasala fer fram á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050.
EINLEIKIN GAMANSEMI Í HÖRPU
KVÖLDSTUND MEÐ LADDA Í EIGIN PERSÓNU
Sýningar
hefjast af
tur
7. septem
ber!
„Laddi er engum líkur...Hann er þjóðargersemi.“- Pressan.is„Sprenghlægileg sýning fyrir allan aldur!“- Sirrý, Rás 2
„Á sviðinu birtist manni lítill drengurmeð stórt hjarta.“- Helgi Snær Sigurðarson, Morgunblaðið.„Stórkostleg sýning!“- Heimir Karlsson, Bylgjan