Fréttablaðið - 22.08.2013, Side 31
3TÍSKA|FÓLK
Margir freistast til að kaupa eftir-líkingar af flottum töskum á sólarströndum eða í suðlægum
borgum. Sölumenn slíks varnings eru
yfirleitt frá Afríku en þá má sjá víða á
götum borga eða við strendur og á tyrk-
nesku mörkuðunum.
Það er vissulega freistandi að kaupa
Louis Vuitton-veski á ströndinni. Hins
vegar vita kannski ekki allir að til eru
lög sem banna fólki að kaupa eftir-
líkingar af þekktum merkjum. Það er
ástæðan fyrir því að Afríkumennirnir
eru fljótir að forða sér sjái þeir lögreglu-
bíl nálgast. Þeir leggja varninginn á hvítt
lak sem snæri gengur í gegnum. Þegar
þeir flýja kippa þeir í einn spotta og þá
lokast lakið eins og poki.
Lög gegn sjóræningjastarfsemi eru
orðin strangari en áður og tollar í við-
komandi löndum líta á hana sem glæpa-
starfsemi. Þarna er verið að stela hug-
verki frægra hönnuða og sölustarfsemin
er án allra leyfa til verslunarreksturs.
Þar af leiðandi eru engir skattar eða
önnur gjöld greidd af slíkri starfsemi.
Fólk getur því átt á hættu að vera
tekið í tollinum sé það með falsaðar
merkjavörur og gert að greiða sekt. Á
Ítalíu er það til dæmis litið mjög alvar-
legum augum ef fólk kaupir sjóræningja-
vörur.
EKKI FREISTAST AF
FÖLSUÐUM VÖRUM
VARASAMT Þeir sem falsa merkjavörur stela hugverki annarra. Þeir sem kaupa
slíkar vörur geta átt hættu á sektum.
FALSAÐ Þótt töskurnar séu mjög líkar þeim upprunalegu þá eru gæðin ekki þau sömu.
Varast ber eftirlíkingar á ferðalögum.
Stemningin á Skólavörðustígnum er ólýsanleg. Hér ríkir mikil
samheldni og vinátta og það er virkilega gaman að vera með
þessu skemmtilega fólki,“ segir Gunnhildur Stefánsdóttir,
hönnuður og verslunareigandi, en hún hannar undir merkinu
Gammur. Verslunareigendur á Skólavörðustíg hafa tekið sig
saman og halda tískusýningu í hjarta borgarinnar á menn-
ingarnótt.
„Gammur verður með splunkunýja línu til sýnis, sem er
bara að fæðast þessa dagana,“ segir Gunnhildur. „Veðrið og
andrúmsloftið undanfarið hafa haft mikil áhrif á gamminn svo
nýja línan er miklu rokkaðri en áður og ekkert dúllerí,“ bætir
hún við og lofar hressilegri stemningu á laugardaginn.
Sýningin hefst klukkan 16 og fer fram á neðri hluta Skóla-
vörðustígs, göngugötu. Fatnaður, skart og fylgihlutir verða til
sýnis en þær verslanir sem taka þátt eru; Anna María design,
Birna, Boutique Bella, Búðin, Gammur, Huld, húnoghún, IQ og
María Lovísa. Fyrirsætur frá Elite sýna vörurnar, Sjoppan sér
um hárið og Hanna Sunna um förðun.
TÍSKAN Á SKÓLA-
VÖRÐUSTÍGNUM
Skólavörðustígur mun iða af lífi á menn-
ingarnótt en verslunareigendur blása til
tískusýningar.
TÍSKUSÝNING Verslanir á Skólavörðustíg taka þátt í menningarnótt og
blása til tískusýningar. Sýningin hefst klukkan 16.
Flott föt fyrir
flottar konur
Stærðir 38-58
Verslunin Belladonna
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is